Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 73

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 733 Magnús Jóhannsson Rannsóknaumhverfi - efnahagslegir áhrifavaldar Hvers konar rann- sóknir eru stundaðar? Rannsóknum hefur stund- um verið skipt í frjálsar eða pantaðar, grunnrannsóknir eða hagnýtar rannsóknir sem eru stundaðar í háskólaum- hverfi eða fyrirtækjum. Þá væru rannsóknir sem eru frjálsar eða grunnrannsóknir einkum stundaðar í háskóla- umhverfi þar sem þekkingar- leitin ein ræður ferðinni en pantaðar rannsóknir eða hag- nýtar einkum stundaðar í fyr- irtækjum þar sem hagsmunir fyrirtækisins ráða ferðinni. A síðustu tveimur áratugum hef- ur þessi skipting orðið æ óljósari og línurnar eru ekki eins skýrar og þær voru áður. Hverjir standa undir kostnaði við rannsóknir? Fjármuni til rannsókna má einkum sækja til rannsókna- sjóða og fyrirtækja. Háskóla- kennarar hafa rannsókna- skyldu og eiga að verja drjúg- um hluta vinnutíma síns í rannsóknir. Háskólinn sér kennurum í flestum tilfellum fyrir húsnæði til rannsókna, ásamt nauðsynlegasta hús- búnaði og greiðir fyrir hita, rafmagn og ræstingu. I flest- um tilfellum þurfa kennararn- ir sjálfir að útvega fjármuni til Höfundur er læknir og sérfræðingur í líflyfjafræði og prófessor við lækna- deild Háskóla íslands. Heiti erindis er blaðsins. kaupa á tækjabúnaði og til að greiða starfsfólki laun. Þessa fjármuni verður að sækja í rannsóknasjóði eða til fyrir- tækja og gengur fólki það misvel. Sjóðirnir sem um er að ræða eru RANNÍS, Rann- sóknasjóður HI, sjóðir Evrópu- sambandsins (ESB) og fjöld- inn allur af smærri sjóðum. Fyrirtæki sem leggja fjármuni í rannsóknir eru lyfjaframleið- endur og fáein önnur fyrir- tæki. Hverjir stjórna því hvað er rannsakað? I háskólaumhverfi fæst fólk við að rannsaka það sem því finnst áhugavert og má því segja að val rannsóknaverk- efna stjórnist af vísindaáhuga og hreinni þekkingarleit. Hjá fyrirtækjum eru það ekki vís- indamennirnir einir sem ráða verkefnavali heldur stjórn viðkomandi fyrirtækis; verk- efnaval stjómast því að miklu leyti af peningavaldi eða hags- munum fyrirtækisins. Hér eru línurnar heldur ekki hreinar og það er til dæmis nokkuð algengt að á háskólastofnun- um stundi menn rannsóknir sem eru pantaðar og fjár- magnaðar af fyrirtækjum. Á sama hátt er í sumum fyrir- tækjum að finna deildir þar sem stundaðar eru frjálsar rannsóknir. I sumum fyrir- tækjum er vísindamönnum boðið að nýta aðstöðu rann- sóknastofanna til eigin rann- sókna sem þeir geta þá stund- að á kvöldin og um helgar en fáir endast lengi við slíkt. Tíðkast svik í rannsóknum? Oft hefur verið varpað fram þeirri spurningu hvort sá sem fjármagnar rannsókn geti haft áhrif á niðurstöðurnar. Svarið við þessari spumingu er tví- mælalaust já, en þá má aftur spyrja hversu algengt það sé. Mér er ekki kunnugt um neitt dæmi um slík rannsóknasvik hér á landi en þekktur er fjöld- inn allur af dæmum erlendis. Þekkt eru allmörg dæmi um vísvitandi svik þar sem rann- sóknaniðurstöður voru búnar til eða þeim hagrætt í þágu viðkomandi fyrirtækis og í sumum þessara tilvika hafa þeir ábyrgu fengið þunga dóma. Mörg dæmi eru þekkt um það að ein klínísk rann- sókn hafi verið birt tvisvar (eða þrisvar) á dálítið mis- munandi hátt og þannig látið líta út fyrir að um tvær rann- sóknir sé að ræða. Það sem sumir hafa enn meiri áhyggjur af eru óbein eða ómeðvituð áhrif sem byggjast meðal ann- ars á túlkun niðurstaðna eða persónulegu mati. I slíkum tilvikum getur verið um að ræða ómeðvitaða ósk um að niðurstöður rannsóknar séu sem hagstæðastar fyrir þann sem kostaði verkið. Þekkt eru dæmi um slík brenglandi áhrif á rannsóknaniðurstöður og túlkun þeirra en umfang þessa vandamáls er óþekkt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.