Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 93

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 93
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 749 áhugamál hans var þróun Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri á öllum sviðum, hann fagnaði hverju frainfaraspori og lét í ljós áhyggjur, ef ein- hvers staðar sást afturför. Um- ræður um þessi mál munu lifa mér lengst í minni af öllu því fjölmarga, sem bar á góma í heimsóknum til þeirra. Hann var ekki heilsuræktar- maður í venjulegum skilningi, en tók þó upp gönguferðir í heilsubótarskyni einna fyrstur manna hér um slóðir. Algeng- ustu íþróttir lækna áttu ekki við hann, og mér er til efs, að hann hafi rennt fyrir lax eða slegið golfkúlu. Orðlist og samræður voru hans íþróttir. Fáguð framkoma við öll tæki- færi í dagsins önn og á hátíð- arstundum var listgrein Olafs Sigurðssonar. Atvikin höguðu því svo, að ég hafði kynnst eða hitt öll systkini hans á æskuheimili mínu í Reykjavik, áður en fundum okkar bar saman fyrst á Akureyri í september 1963. Bræður hans, listamennirnir Örlygur og Steingrímur, voru mér mikilvægir á unglingsár- um mínum og skipuðu óafvit- andi sérstakan sess í huga mínum á umbrotatímum. Eða sagt með stolinni tilvitnun: „Skarphéðinn og postulinn Páll, það voru mínir menn“. - Og mikil varð undrun mín, þegar ég heilsaði upp á elsta bróðurinn, þennan þekkta lækni, mikilhæfan og ljúf- mannlegan í senn, fasið salla- rólegt og yfirvegað, málróm- urinn lágt stilltur, nálægt hvísli, handtakið hlýtt, sam- talið strax á jafningjagrund- velli og alltaf síðan. Mjög fljótt kom í ljós, að hann var kennari af guðs náð og átti sérstaklega létt með að lyfta sjálfstrausti uppburðalítilla læknanema. Svo kynntist maður öðrum heillandi hlið- um hans og fékk áhuga á að læra meira af honum og taka hann sér til fyrirmyndar. Bræður hans í Reykjavík urðu að víkja fyrir honum sem and- legum fósturföður mínum. Hann var meðalmaður á hæð, liðlega vaxinn, höfuðið í stærra lagi, andlitið fremur stórt, stórskorið og svipmikið. Festa og alvara voru aðals- merki hans. En þegar slegið var á strengi gamanseminnar, gat hann gjörbreyst. Þá vant- aði ekki bros í munnvik, glettnisglampa í augnkrók né innilegan og hjartanlegan hlátur beint frá innsta kjarna. Þá átti hann til að hækka róm- inn óvænt og honum varð jafnvel mikið niðri fyrir. Ef honum varð á að grípa fram í fyrir viðmælanda sínum, tók hann örstutt hlé að máli sínu loknu, baðst afsökunar, fletti svo til baka í samræðunni og spurði: „heyrðu. heyrðu, þú ætlaðir að segja eitthvað, þú varst byrjaður á setningu, hvað varstu að segja?“. Og ef hinn rak í vörður, endurtók Ólafur setningarbyrjun við- mælandans og kom honum á sporið. Þetta var athyglisgáfa hans, sem birtist á svo meist- aralegan hátt. Stálminni hans á liðna atburði og yfirburða- þekking á mönnum og mál- efnum í heilum landshluta voru mönnum kunn, sem til hans þekktu, en auk þess bjó hann yfir alskarpasta nær- minni, sem ég hef kynnst hjá nokkrum manni. Læknisfræðin sjálf var ör- lagadís Ólafs Sigurðssonar. Þjónustan við sjúklinga skip- aði samt öndvegissætið í huga hans. Gæði læknisþjónustu á öllum sviðum og fyrir alla frá höfðingjum til olnbogabarna voru æðsta markmið allrar viðleitni sem hann beitti sér fyrir og studdi. Hann var ósvikinn þjónn læknislistar- innar. Listaverk hans verða hvorki sungin né leikin hér eftir, ekki skoðuð né heimsótt á söfnum, en þau lifa samt góðu lífi í hugum þeirra, sem best kynntust daglegum störf- um hans. Ólafur var trúmaður á sína vísu og afneitaði ekki höfundi sköpunarverksins. En hann trúði ekki á framhaldslíf. Gaman væri samt að ímynda sér, að þeir Lykla-Pétur hafi nú hist og tekið tal saman. Fyrst hefur Pétur flett upp í lífsins bók og spurt og sann- færst og seilst eftir lyklakipp- unni. Og þá hefur Ólafur not- að tækifærið og lagt fáeinar spurningar fyrir Pétur. „Hvernig búið þið að pláss- um? Eru þrengsli á bráðavökt- um? Hvernig leysið þið erfið- asta verustaðarvandann? Er nokkrum úthýst?“ Pétur hefur á endanum komist í vanda, sein Ólafur leysti samstundis úr á sinn vinsamlega, kank- vísa og einkennandi hátt: „Uuu...þetta er samvisku- spuming. Uu...þú þarft ekki að svara henni“. Eftir þetta hafa þeir tekið fyrir önnur efni svo sem heimsmálin og lífs- gátuna í mesta bróðerni og gengið saman inn í dýrðina. Við kveðjum einstakan mann, afburðagóðan lækni, ógleymanlegan og mikinn vin vina sinna. Aðstandendum hans og ástvinum votta ég dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning hans. Brynjólfur Ingvarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.