Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 16
780 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Table I. Participants by age and sex (M-males; F-females). Age (yrs) Randomized persons by age and sex Examined persons by age and sex M F M+F M (%) F(%) M+F (%) 50-54 150 156 306 94 (63) 118(76) 212(69) 55-59 112 109 221 73 (65) 77 (71) 150(68) 60-64 109 138 247 71(65) 111 (80) 182(74) 65-69 111 145 256 73 (66) 99 (68) 172 (67) 70-74 105 104 209 71 (68) 70 (67) 141 (67) 75-79 76 102 178 45 (59) 65 (64) 110(62) 80+ 68 150 218 34 (50) 44 (29) 78 (36) Total 731 904 1635 461 (63) 584(65) 1045(64) skýjun í berki, kjarna eða við afturhýði og var því flokkað eftir staðsetningu. Einnig var metið á hve háu stigi sjúkdómurinn var. Slíkar upp- lýsingar eru nauðsynlegar til frekari skilnings á sjúkdómsferlinu og til framtíðarskipulagningar heilbrigðisþjónustu. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var framkvæmd á augndeild Landakotsspítala í ágúst-október árið 1996 í samvinnu við augndeild Kanasawa háskólans í Japan. Að fengnu leyfi Tölvunefndar og Siða- nefndar voru 1700 Reykvíkingar, 50 ára og eldri, valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þeim boðið að taka þátt í yfirgripsmikilli augn- rannsókn. Sama hlutfall var valið (6,4%) fyrir alla árganga og bæði kyn (tafla I). í aldurs- hópnum 50-79 ára voru 1460 einstaklingar valdir með slembiúrtaki, en af þeim tókst okkur ekki að ná sambandi við 190 og að auki voru 43 einstaklingar sem ekki uppfylltu skilyrði rann- sóknarinnar. Þá eru eftir 1227 einstaklingar 50- 79 ára sem okkur tókst bæði að ná sambandi við og uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar, en 967 þeirra mættu til skoðunar eða 78,8%. Slembiúrtakið náði til 240 einstaklinga 80 ára og eldri en ekki tókst að ná sambandi við 66 þeirra og 22 uppfylltu ekki skilmerki rannsókn- arinnar. Af þeim 152 sem eftir voru mættu 78 til rannsóknar eða 51,3%. Alls mættu því 1045 manns til skoðunar, 461 karl og 584 konur, og með tilliti til skýjunar var hægt að skoða 1042 hægri augu og 1038 vinstri augu. Sendir voru út spurningalistar með 26 spurn- ingum ásamt bréfi, þar sem rannsóknin var út- skýrð og gerð grein fyrir því að innan tveggja vikna yrði hringt í viðkomandi til að athuga vilja hans til þátttöku. A sama tíma yrði óskað svara við spurningum í spurningalista, en allt sem viðkomandi treysti sér ekki að fylla út yrði hann aðstoðaður við þegar hann kæmi til skoð- unar. Reynt var að hringja í tilvonandi þátttak- endur allt að þrisvar sinnum á dag í þrjá daga, bæði á vinnutíma og utan. Gerð var augnrann- sókn, þar sem meðal annars var gerð raufsmá- sjárskoðun á augasteinum eftir útvíkkun ljós- opa af tveimur reyndum augnlæknum (HS, VJ), sem flokkuðu báðir hvern einstakling og komust að sameiginlegri niðurstöðu og notuðu við það nýtt kerfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (Kanazawa, 1995). Metið var hvort um ský var að ræða í berki, kjarna eða afturhýði eingöngu eða hvort um samsettar skýmyndanir væri að ræða. Þessum þremur tegundum skýja var síðan skipt í þrjú stig eftir því hve miklar breytingarnar voru (mynd 1). Þannig skiptist ský í berki í; stig 1 þar sem minna en 20% fremri eða aftari hluta barkar voru skýjuð, stig 2 þar sem 20-60% voru skýjuð og stig 3 þar sem 61-100% barkar voru skýjuð. Ský í kjarna skiptist í; stig 1 þar sem útlínur fósturkjarna voru þéttari en eðlilegt telst en samt sást vel bil milli innri og ytri fóst- urkjarna ásamt miðbili milli fremri og aftari fósturkjarna; stig 2 en þar var aukinn þéttleiki og gulleit litun á fósturkjarna og bilið milli fremri og aftari kjama sást aðeins ógreinilega auk þess sem vart eða ekki var mögulegt að sjá bilið milli innri og ytri fósturkjarna. A stigi 3 var komin aukin þéttni í fullorðinskjarna þó stundum megi sjá mun milli hans og fóstur- kjarna, en miðbil er ekki lengur sjáanlegt. Aft- urhýðisskýjum var skipt í; stig 1 þar sem þvermál skýsins var minna en 1 mm, stig 2 þar sem þvermálið var 1,0-2,0 mm og stig 3 þar sem þvermál skýsins var meira en 2 mm. Staðl- aðar myndir voru notaðar við flokkun. Töl- fræðivinnsla var gerð á SPSS forrit fyrir PC- tölvu. Marktækni var reiknuð með Mantel Haenzel-prófi og lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður í heildarúrtakinu höfðu 72,8% karla skýjaða augasteina á hægra auga eða höfðu látið fjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.