Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
811
1909 - Læknafélag Reykjavíkur 90 ára - 1999
Árni Björnsson
Stiklur úr sögu félagsins
Inngangur
Þegar formaður Læknafé-
lags Reykjavíkur bað mig á
liðnu vori að semja ágrip af
sögu félagsins fyrir væntan-
legt níræðisafmæli, gerði ég
mér vel ljóst að það væri ekki
létt verk, ef vel átti að gera, en
féllst þó á að reyna. Eins og ég
bjóst við reyndist verkið
nokkuð torsótt en á hinn bóg-
inn var mjög fróðlegt og gam-
an að fara yfir þau gögn sem
til eru um félagið.
I fyrstu las ég yfir þann úr-
drátt úr fundargerðum félags-
ins sem eru í Læknablaðinu en
komst fljótt að raun um að
þær eru eins og undanrenna,
það vantaði rjómann, svo ég
ákvað að lesa fundargerðar-
bækurnar sjálfar eftir því sem
kostur væri á en með því
fannst mér ég komast nær
anda félagsins. Fundargerð-
imar eru að vísu misnákvæm-
ar og misvel skrifaðar en þær
gefa glögga hugmynd af fé-
lagsandanum og hvernig hann
hefur breyst á þessum 90 ár-
um sem liðin eru frá því að níu
læknar komu saman til að
stofna Læknafélag Reykjavík-
ur, en það sem hratt stofnun
þess af stokkunum var stofnun
Sjúkrasamlags Reykjavíkur,
sem þurfti að hafa einhvem
ábyrgan aðila til að semja við
um kaup og kjör lækna og
læknar þurftu að standa saman
um hagsntuni sína. Síðan hef-
ur saga LR og SR tvinnast
saman, allt þar til SR var sam-
einað Tryggingastofnun ríkis-
ins um áramótin 1989/1990. í
þeirri sambúð hefur gengið á
ýmsu og er sú saga svo fyrir-
ferðarmikil á braut félagsins
og áhugaverð á margan hátt,
að hún gæti verið sérstakt
rannsóknarefni fyrir áhuga-
saman félagsfræðing eða
stjórnmálafræðing.
Annað kalláði líka á félags-
stofnun og það var þörfin fyrir
faglega upplýsingu og við-
haldsmenntun. Hér voru engar
lækningastofnanir, sem hægt
var að sækja fræðslu til. Þó að
hér væri háskóli, þá var hér
engin akademía og ekki var
hér neitt tímarit um læknis-
fræðileg efni. Samt er það
höfundi stöðugt undrunarefni
hve vel íslenskir læknar
fylgdust með nýjungum í
læknisfræði á fyrri hluta
tuttugustu aldarinnar.
Sagan sem hér er sögð er
Formenn LR frá upphafi
Guðmundur
Magnússon
1909-1916
Sæmundur
Bjarnhéðinsson
1916-1918
Andrés
Fjeldsted
1918-1919
Jón Hjaltalín
Sigurðsson
1919-1920
Gunnlaugur
Claessen
1920-1922