Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 793 meins kemur því ekki á óvart, en hvort reyk- ingar skýra útkomuna að öllu leyti skal ósagt látið. Rannsóknir meðal þeirra sem ekki reykja hafa sýnt að dánartíðni vegna lungnakrabba- meins er lægri meðal þeirra sem standa ofar- lega í þjóðfélagsstiganum en hjá öðrum (7), þannig að ekki er unnt að slá því föstu að lífs- venjum hópsins sé eingöngu um að kenna. Niðurstöðurnar varðandi leghálskrabbamein eru einnig í samræmi við það sem búast má við meðal ófaglærðra láglaunakvenna (1,2,4-6,27) en munurinn á hópnum og öðrum konum var þó ekki afgerandi. Líklegasta skýringin á þessu er áhrif skimunar fyrir leghálskrabbameini sem hófst hérlendis árið 1964 meðal kvenna á aldrinum 25-69 ára, en frá 1. janúar 1988 hefur skipuleg leit að krabbameini í leghálsi miðast við konur á aldrinum 20-69 ára (30). Sam- kvæmt upplýsingum frá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins hafa yfir 90% íslenskra kvenna á fyrrgreindum aldri mætt einhvern tímann í leghálskrabbameinsleitina á árabilinu 1964- 1995 og bæði nýgengi og dánartíðni hafa lækk- að til mikilla muna frá upphafi skimunar (30). Þessi jákvæði árangur skimunar hefur sést ann- ars staðar (31) og dregið úr nrun þjóðfélags- hópanna að þessu leyti (4). í Arsskýrslu Krabbameinsfélagsins 1996 kemur ekki fram hvort tíðni staðbundins leghálskrabbameins (in situ) hefur lækkað að sama skapi og nýgengi ífarandi krabbameins, en í Finnlandi hefur sú orðið raunin, og mismunurinn hefur haldist á milli efsta og neðsta þjóðfélagshóps (4). Brjóstakrabbamein var ekki fátíðara meðal iðnverkakvennanna en annarra eins og oft hefur sést meðal ófaglærðra láglaunakvenna (2,4,27). Erlendar rannsóknir hafa reyndar sýnt að munurinn á milli þjóðfélagshópa að því er varðar tíðni brjóstakrabbameins hefur minnkað (1,5) eða horfið (6) og er minni meðal yngri kvenna en eldri (5). Meðal margra þátta sem taldir eru koma við sögu við tilurð brjósta- krabbameins er aldur móður við fyrstu fæð- ingu, þannig að það er verndandi gegn brjósta- krabbameini að ljúka fullri meðgöngu á unga aldri (32). Ef til vill er barneignamynstur ís- lenskra kvenna sérstakt að því leyti að munur- inn á aldri móður við fæðingu fyrsta barnsins er ekki mikill á milli þjóðfélapshópa eins og annars staða hefur verið (33). Islenskar konur hafa verið ungar frumbyrjur. Árið 1975 var meðalaldur íslenskra mæðra við fyrstu fæðingu 21,8 ár og voru þær yngstu frumbyrjur á Norð- urlöndum og í þeim Evrópulöndum sem Evr- ópuráðið átti upplýsingar um frá þeim tíma, ef frá eru skildar tyrkneskar frumbyrjur sem voru að meðaltali 20,4 ára þegar þær fæddu sitt fyrsta barn (34). Tíðni brjóstakrabbameins í hópnum stuðlar meðal annars að því að krabba- mein í heild verða ekki færri meðal iðnverka- kvennanna en annarra. Niðurstöðurnar varðandi magakrabbamein er í andstöðu við það sem oft hefur sést, að það sé algengara í ófaglærðum láglaunahópum (6) en ber á hinn bóginn saman við niðurstöður hjá öðrum íslenskum verkakonum (27). Nýgengið var lægra hjá dönskum iðnverkakonum en há- skólamenntuðum konum en hærra en hjá skrif- stofukonum (2). í Finnlandi hefur mynstrið breyst í þá átt að mismunur þjóðfélagshópanna hefur jafnast út og nýgengið reyndist hæst hjá millistéttarkonum (4). Niðurstöður erlendra rannsókna eru ekki á einn veg að því er varðar tengsl þjóðfélags- stöðu og krabbameins í legbol (1,6). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að legbolskrabbamein er algengara meðal kvenna sem standa ofarlega í þjóðfélagsstiganum (2,4,35) en þessi mismun- ur virðist vera að jafnast út og hverfa (1), eink- um meðal yngri kvenna (4). Legbolskrabba- mein tengist á hinn bóginn hormónatöku og því að eiga engin börn eða fá (35,36). Við höfum ekki upplýsingar um hormónatöku þessara kvenna né barneignir í hópnum, en varlegt er að gera ráð fyrir að meira sé um barnlausar konur meðal iðnverkakvenna en annarra. Þetta væri þó fróðlegt að athuga, þar eð það gæti hugsanlega einnig haft áhrif á tíðni brjósta- krabbameins, en barnlausum konum hættir fremur við brjóstakrabbameini en öðrum (32). Við höfum ekki skýringar á lágu nýgengi- hlutfalli krabbameins í eggjastokkum í rann- sóknarhópnum, en erfðir, barnleysi og ófrjó- semi eru meðal áhættuþátta (36). Krabbamein í eggjastokkum er meðal þeirra krabbameina sem er ámóta algengt í öllum þjóðfélagshópum (2,4). Fyrr á öldinni var það algengara meðal þeirra kvenna sem stóðu ofarlega í þjóðfélags- stiganum, en hið sama gildir um það og leg- bolskrabbamein að saman hefur dregið með þjóðfélagshópunum að því er þetta varðar (1). Minnst hefur verið á að tíðni legbolskrabba- meins og krabbameins í eggjastokkum sé oft svipuð innan sömu starfshópa sem bendi til þess að orsakir séu að einhverju leyti þær sömu (4). Þessi samsvörun sést ekki meðal iðnverka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.