Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 805 Sjúkratilfelli mánaðarins Pemphigus vulgaris, sjaldgæf orsök vélindabólgu Sigurður Ólafsson1'2’, Sverrir Harðarson3’, Birkir Sveinsson2’ Ólafsson S, Harðarson S, Sveinsson B Esophageal involvement in pemphigus vulgaris. A case report and review of the literature Læknablaðið 1999; 85; 805-7 Pemphigus vulgaris (PV) is a rare autoimmune bullous disorder which involves the skin and mucous membranes. Reports of gastrointestinal involvement are few. Only 16 cases are described in the English literature. We report a patient with this disorder and the current literature on esophageal PV is reviewed. Ágrip Pemphigus vulgaris er sjaldgæfur sjálfof- næmissjúkdómur sem leggst á húð og slímhúð- ir með flöguþekju. Sjúklingamir mynda mót- efni gegn prótínum í frumutengi (desmosome) í lagskiptri flöguþekju, sem leiðir til þess að frumurnar losna í sundur (acantholysis) og blöðrur myndast (1,2). Þótt meirihluti sjúk- linga hafi sjúkdóminn í munni, hefur fáum til- fellum með bólgu í vélinda verið lýst. Sjúkratilfelli Sextíu og átta ára gömul kona var lögð inn á sjúkrahús til rannsóknar vegna kyngingarörð- ugleika. Hún hafði fyrst kvartað um slík óþægindi þremur árum áður. Við speglun á efri melting- arvegi þá var lýst þindarhaul og bólgu neðst í vélinda. Hún var talin hafa vélindabakflæði og var meðhöndluð með histamínhömlum en hafði Frá lyflækningadeildum "Sjúkrahúss Reykjavíkur og 2lSjúkrahúss Akraness, 3|Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði. Fyrirpurnir, bréfaskipti: Sigurður Ólafsson, lyf- lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík. Lykilorð: pemphigus, vélinda, speglun. áfram tregðu og sársauka við kyngingu. Við speglun ári síðar sást væg, 5 sm löng þrenging ofarlega í vélinda og virtist slímhúðin bólgin á sama svæði. Þrengslin voru víkkuð með Maloney víkkara. Grunur lék nú á að vél- indabólgan tengdist lyfjum og var sjúklingi ráðlagt að hætta að taka kalíum og gigtarlyf. Einkenni löguðust tímabundið en þriðja spegl- unin, stuttu fyrir innlögn, sýndi mörg fleiður ofarlega í vélinda en engin þrengsli. Enn var grunur um vélindabólgu af völdum taflna og meðferð hafín með súkralfatmixtúru. Ári fyrir innlögn fór að bera á þrálátum, sársaukafullum sárum í munni. í sýni teknu úr slíku sári sáust breytingar sem bentu til pem- phigus vulgaris. Ekki var þó gerð mótefnalitun með flúrljómun (immunofluorescence). Nokkurra ára saga var um blæðingar og út- ferð frá leggöngum. Meðferð með estrógeni og sveppalyfjum hafði borið takmarkaðan árang- ur. Við skoðun á kynfærum skömmu fyrir inn- lögn kom í ljós að leggangaop var þrengt og roði þar í kring. Sýni frá skapabörmum sýndi pemphigus vulgaris. Sjúklingur var nú tekinn til frekari rann- sókna vegna vaxandi kyngingarerfiðleika. Heilsufarssaga var að öðru leyti markverð fyrir offitu, háþrýsting, slitgigt og hjáveituað- gerð á smágirni (jejunoileostomy) sem gerð var í megrunarskyni en varð að endurtengja vegna fylgikvilla. Við skoðun var húð eðlileg. Nokkur grunn 3- 5 mm sár voru á munnslímhúð. Roði var á skapabörmum. Við speglun á efri meltingar- vegi var vélindaslímhúðin alls staðar rauð og léttblæðandi. Væg þrenging var ofarlega í vél- indanu. Tvö 5 sm aflöng fleiður voru í miðju vélindanu. í maga sást lítill sepi en skeifugörn var eðlileg. Almennar blóðrannsóknir voru eðlilegar. Ekki fundust mótefni gegn millifrumuefni í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.