Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 28
792 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 af einhverju tagi árið 1996 og var það næstfjöl- mennasta atvinnugreinin sem konur voru í, en stærstur hluti kvenna starfaði við heilbrigðis- og félagsþjónustu (24). Lífeyrissjóður verk- smiðjufólks var stofnaður 1. janúar 1959 og skyldu Iðjufélagar greiða 4% af samnings- bundnu mánaðarkaupi í iðgjöld en atvinnurek- endur 6%. I upphafi var ætlunin að aðild væri skyldubundin, en það ákvæði var fljótlega fellt úr gildi og reynslan varð sú að aðeins milli 10 og 15% iðnverkafólks gerðust aðilar að sjóðn- um. Gjörbreyting varð árið 1970, þegar lög- boðin var skylduaðild að lífeyrissjóðum (23). Urtakskönnun á vinnuskilyrðum, kjörum, heilsufari og félagslegum aðstæðum verka- fólks í fata- og vefjariðnaði árið 1982 leiddi í ljós að aðbúnaði á vinnustöðum þátttakenda í könnuninni var víða áfátt og bar hæst kvartanir vegna hávaða, hitasveiflna og lélegrar loftræst- ingar (25). Meginniðurstaða vinnuverndarátaks Vinnueftirlits ríkisins í verksmiðjuiðnaði 1991- 1993 var sú, að helstu vandamál sem við væri að glíma í matvæla-, vefjar- og efnaiðnaði væru að loftræstingu, meðferð og geymslu vara- samra efna og hlífðarbúnaði véla væri ábóta- vant. í ljós kom í þessari athugun að víða skorti loftræstingu til að fjarlægja mengun, varma og raka sem myndaðist við framleiðsluna. Verst var ástanda þessara þátta í efnaiðnaði. Það sem helst skorti á við meðferð og geymslu vara- samra efna var: notkun viðeigandi persónu- hlífa, rétt umgengni og að leiðbeiningar væru á íslensku (26). Niðurstöður Krabbamein í lungum reyndist tíðara meðal iðnverkakvennanna en annarra og kom þetta í ljós hvernig sem á var litið; hvort heldur biðtími var notaður eða ekki, bæði í heildarhópnum, eins og sjá má í töflum I og II (staðlað nýgengi- hlutfall 1,26; 95% öryggisbil 1,01-1,55 og staðl- að nýgengihlutfall 1,38; 95% öryggisbil 1,08- 1,75) og eftir að hópurinn hafði verið takmark- aður við þær konur sem greitt höfðu til Lífeyris- sjóðs Iðju/Framsýnar eftir að þær náðu tvítugs- aldri (töflur III og IV) (staðlað nýgengihlutfall 1,24; 95% öryggisbil 0,99-1,53 og staðlað ný- gengihlutfall 1,36; 95% öryggisbil 1,05-1,73). Lungnakrabbamein var einnig tíðara meðal iðn- verkakvenna sem höfðu langan starfstíma en meðal annarra (tafla V) (staðlað nýgengihlutfall 1,28; 95% öryggisbil 0,94-1,70). Krabbamein í leghálsi var tíðara meðal iðn- verkakvenna en annarra og sama má segja um ýmis önnur krabbamein svo sem krabbamein í ristli, þvagblöðru, heila, bandvef og í blóð- frumnamyndandi kerfi, en þær niðurstöður náðu ekki tölfræðilegri marktækni (töflur I-V). Staðlað nýgengihlutfall krabbameins í leg- bol var hátt hvernig sem á hópinn var litið, hvort heldur í heild, með takmörkun, með eða án biðtíma, og hæst meðal þeirra sem höfðu verið viðloðandi sjóðinn lengur en 10 ár (staðl- að nýgengihlutfall 1,79; 95% öryggisbil 1,21- 2,54) (tafla V). Krabbamein í brjóstum var ekki fátíðara meðal iðnverkakvenna en annaira. Staðlað ný- gengihlutfall krabbameins í maga var lægra en væntigildið (expected value) og nýgengihlut- fall krabbameins í eggjastokkum var lágt eins og best sést í töflum I og III (staðlað nýgengi- hlutfall 0,70; 95% öryggisbil 0,48-0,98 og staðlað nýgengihlufall 0,68; 95% öryggisbil 0,46-0,96). Umræða Krabbameinsmynstrið í hópnum bendir til lagskiptingar í íslensku þjóðfélagi eins og ann- ars staðar hefur sést. Krabbamein í lungum og leghálsi voru tíðari í rannsóknarhópnum en meðal annarra íslenskra kvenna. Brjósta- krabbamein var á hinn bóginn ekki fátítt eins og oft hefur sést meðal ófaglærðra láglauna- kvenna. Nýgengihlutfall krabbameins í maga og eggjastokkum var lágt. Tíðni krabbameins í legbol vekur sérstaka athygli. Þótt aðalmark- mið rannsóknarinnar hafi verið að kanna krabbameinsmynstur kvenna í þessum þjóðfé- lagshópi verður ekki framhjá því litið að ýmis áreiti í vinnuunrhverfi iðnverkakvenna gætu stuðlað að tilurð krabbameina í hópnurn. Eins og fyrr segir ber niðurstöðum rannsókn- arinnar saman við það sem sést hefur bæði hér- lendis og erlendis að því er varðar krabbamein í lungunr og leghálsi (1,2,4,5,27). Athuganir hafa sýnt að reykingar eru algengari meðal þeirra sem hafa litla skólamenntun en meðal þeirra sem hafa lengri skólagöngu að baki (28). Ætla má að iðnverkakonur séu upp til hópa í fyrrnefnda flokknum, enda sýndi könnun sem gerð var á vegum íslenskra iðnrekenda árið 1985, að 61% starfsmanna hjá 80 iðnfyrirtækj- um voru ófaglærðir, þar af 74% þeirra sem unnu í vefjariðnaði og 72% þeirra senr unnu í matvælaiðnaði (29). í þessum iðngreinum starfa margar konur. Há tíðni lungnakrabba-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.