Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 835 Iðorðasafn lækna 115 Villa í ICD-10 Magni Jónsson, læknir, sendi tölvupóst snemma í fyrravetur og vakti athygli á villu í þýðingunni á alþjóð- legu sjúkdómaskránni ICD 10. Hann sagðist hafa rekist á þá kórvillu að samsetningin syn- drome of inappropriate se- cretion of antidiuretic hor- nione hefði verið þýdd sem heilkenni ónógrar seytingar þvagstemmuvaka. Hún kem- ur fyrir í 4. kafla bókarinnar, á bls. 157 í undirkafla E22 sem fjallar um ofstarfsemi (heila)- dinguls. Villan ætti því að vera augljós, en hefur þó ekki náð að vekja örþreyttar heila- frumur rauðeygðra þýðend- anna við síðasta yfirlestur. Samkvæmt læknisfræðiorða- bók Stedmans felur heilkenn- ið í sér sífellda seytingu þvag- stemmuhormóns (ADH) þrátt fyrir lága osmósuþéttni í sermi og aukið rými utanfrumu- vökva. Hugmyndin er sú að sí- felld framleiðsla hormónsins undir þessum kringumstæðum sé óviðeigandi (inappropri- ate). Orðrétt þýðing er því heilkenni óviðeigandi seyt- ingar þvagstemmuvaka. Nafnorðið stemma er kom- ið úr forníslensku, talið að uppruna sagnleitt najhorð, og samkvæmt íslenskri orðabók Máls og menningar merkir það stífla, t.d. í vatni, vatns- falli. Fræg eru ummæli Þórs í Snorra Eddu, „A skal að ósi stemma", er hann stíflaði þvagrennsli skessunnar „þar er hann hafði til kastað“. Seyting Ábending Magna gefur til- efni til þess að rifja upp ís- lenskar þýðingar íðorðasafns lækna á fræðiheitinu secre- tion, 1. seyting. 2. seyti, kirtil- safi, það efni sem seytt er. íslensk læknisfræðiheiti Guð- mundar Hannessonar frá 1954 birta reyndar þýðingarnar bruggun og brugg. Nafnorðið seyta er talið frá 17. öld og merkir vceta, vatnslœna. Af sama toga er hin vel þekkta sögn að seytla, sem merkir að vœtla, smáleka. Merkingar tveggja íslenskra nýyrða, hvorugkynsnafnorðsins seyti og sagnarinnar að seyta, ættu því ekki að vera mönnum sér- lega framandi. Undirritaður verður þó að viðurkenna að hann veitti þessum heitum heldur litla athygli þar til hann fór að heyra nemendur sína nota þau fullum fetum í tengslum við yfirferð á mein- semdum í kirtlum og kirtilvef. Þá loks varð honum ljóst að um mjög lipur og gegnsæ heiti er að ræða. Sem dæmi um samsett fræðiheiti má nefna að hvpersecretion verður of- seyting og hyposecretion verður vanseyting. Fleiri góð heiti má nefna: seytifruma, seytikorn, innseyting, út- seyting, slímseyti, maga- seyti, seytipípla og seytirás. Röskun Árni V. Þórsson, barna- læknir, hringdi og tjáði óánægju sína með nokkur heiti þar sem nafnorðið rösk- un kemur fyrir sem síðari hluti í samsetningu. Hegðun- arröskun og þroskaröskun gæti hann sætt sig við og túlk- aði þá heitin þannig að um væri að ræða röskun (truflun) á því sem upp væri talið í fyrri hluta samsetningarinnar, það er að segja truflun á hegðun og truflun á þroska. Hins vegar vand- aðist málið þegar kæmi að heitunum þunglyndisröskun og kvíðaröskun því að hann sæi þá fyrir sér truflun á þunglyndi og truflun á kvíða! Undirritaður varð að svara því til að starfshópur sá, sem vann að þýðingunni á Greiningar- og tölfræðihand- bók ameríska geðlæknafé- lagsins (Læknablaðið 1993, Fylgirit 23), hefði ákveðið að nota íslenska orðið röskun sem þýðingu á enska heitinu disorder. Úr síðartöldu heit- unum bæri því að lesa þannig að annars vegar sé um að ræða geðröskun (truflun) sem hefur í för með sér þunglyndi og hins vegar geðröskun með kvíða. Á svipaðan hátt skal fara með túlkun á heitunum bræðiröskun, geðhæðar- röskun, geðlægðarröskun, geðklofaröskun, hugvillu- röskun, streituröskun og svefnleysisröskun, en önnur heiti eins og til dæmis per- sónuröskun, lyndisröskun og minnisröskun valda tæp- ast neinum vandkvæðum. Orðið röskun kemur sjald- an fyrir í upprunalegri útgáfu Iðorðasafns lækna, helst í skýringum. Enska heitið dis- order er þar oftast þýtt sem truflun. Vafalítið hefur geð- læknunum gengið það til að vilja ná fram meira hlutleysi í heitum. Geðröskun er þannig formlegra, fræðilegra og létt- bærara en geðbilun eða geð- truflun. Hvort nokkur maður getur sætt sig við vanlöngun- arröskun er svo annað mál. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj @rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.