Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 785 afturhýði, koma hins vegar inn í myndina af miklu afli eftir sjötugt og fjölgar fljótt eftir það. Af þessu má ráða að hjá stórum hluta einstak- linga byrja skýmyndanir á berki fyrir fimm- tugt. Eftir að sjötugsaldrinum er náð virðast svo bætast við skýmyndanir á öðrum stöðum, sem eftir áttrætt verður til þess að fjórðungur kvenna og fimmtungur karla þarf að fara í að- gerð og láta fjarlægja steinana. Tíðni skýja í kjarna er sýnd aldurs- og kynja- skipt á mynd 5. Eins og þar sést, lúta skýjanir í kjarna allt öðrum tímalögmálum heldur en skýjanir á berkinum. Nær ekkert er um að fólk í yngstu hópunum greinist með slíkar skemmd- ir. Upp úr sextugu byrjar hins vegar boltinn að rúlla og algengið eykst hröðum skrefum allan aldurstigann. I elsta aldurshópnum sést að rúmlega 55% einstaklinga af báðum kynjum eru komnir með breytingar í kjarna. Um leið er fróðlegt að skoða töflu V sem sýnir hlutfallið milli þeirra sem hafa einungis ský í kjarna og hinna sem hafa breytingar í kjarna samhliða blönduðum breytingum annars staðar á auga- steininum. Þar sést að „hreinar“ breytingar í kjarna eru fátíðar, sérstaklega hjá konum. Stærsti hluti þeirra sem hafa kjarnabreytingar virðast því hafa þær samhliða öðrum skýmynd- unum. Sjaldgæfasta gerð skýja er við afturhýði eins og sést á mynd 6. Tíðni þessara skýja virðist aukast lítillega með aldri og hegðar sér á engan hátt eins og hinar gerðirnar. Af 25 skýjum við afturhýði, sem í heild greindust á hægra auga voru aðeins fjórir einstaklingar með „hreinar“ breytingar. í hinum 21 voru samhliða breyting- ar á öðrum svæðum augasteinsins. Þrír af þess- um fjórum voru í aldurshópnum 50-59 ára. Ef litið er á styrkleikastig skýja og einblínt á gráðu II og þaðan af svæsnari breytingar, þá kemur í ljós að slíkt er sjaldgæfar fram undir sextugt (mynd 7). Eftir sjötugt er þriðjungur kvenna og fjórðungur karla með ský af þessum styrkleika. Konur eru allra jafna hlutfallslega fleiri í þessum hópi nema þegar kemur að elsta hópnum þar sem 54,5% karla og 46,5% kvenna eru með annarrar gráðu breytingar eða þaðan af verri. Það má þó ekki gleyma_því að í þessum hópi eru fleiri konur (25,6%) heldur en karlar (21,2%) búnar að fara í augasteinsaðgerð. Umræða Ljóst er að um helmingur fólks í yngsta ald- urshópnum (50-54 ára) er þegar kominn með væga skýjun. Þetta er ívið hærra hlutfall en í sumum erlendum rannsóknum (9) en þess ber að gæta að við notum næmari rannsóknarað- ferð. I okkar rannsókn kemur í ljós að allar breytingar í yngsta aldurshópnum eru af fyrstu gráðu og nær eingöngu bundnar við börk auga- steinsins. Mikil aukning verður greinilega á al- gengi skýjunar með hækkandi aldri sérstaklega hjá fólki á aldrinum 65-80 ára, sem er í sam- ræmi við innlendar og erlendar rannsóknir (2,4,5,6,8,9). Milli sextugs og sjötugs fer að sjást meira af annars og þriðja stigs breytingum og breytingar eru ekki nær eingöngu bundnar við börk heldur sést vaxandi tíðni skýjunar í kjarna. Skýjun í kjarna er afar sjaldgæf ein sér og er alla jafna í samfloti með breytingum á berki. Frá áttræðisaldri verður mikil fjölgun á augasteinsaðgerðum og í elsta hópnum, það er 80 ára og eldri, er fimmti hver karl og fjórða hver kona búin að fara í slíka aðgerð. I þessum hópi er enginn með tæran augastein enda greinileg línuleg fækkun frá fimmtugsaldri. Eftirtektarvert er hið mikla samræmi á skýjun milli augna sama einstaklings, bæði hvað varð- ar tegund og stig. Enginn marktækur kynjamunur var á algengi skýjunar í okkar úrtaki. I einni íslenskri rann- sókn (2) fundust marktækt fleiri konur en karl- ar með ský í aldurshópnum yfir 63 ára. Niður- stöður erlendra rannsókna eru mismunandi hvað þetta varðar. I Framingham-rannsókninni (9) reyndust marktækt fleiri konur hafa ský á augasteini og í Beaver Dam- og Blue Moun- tain-rannsóknunum (5,6) reyndust konur hafa marktækt oftar ský á berki en karlar. I nýlegum sænskum rannsóknum (10,11) kom í ljós að gerðar voru tvöfalt fleiri augasteinsaðgerðir á konum en körlum. Niðurstöður úr annarri rann- sókninni (11) bentu til þess að konur með miðl- ungs sjónskerðingu á verra auga, leituðu fyrr til læknis en karlar. Sams konar kynjamunur kom fram í aðgerð á seinna auga. í bandarískri rann- sókn (5), í áströlskum rannsóknum (6,12) og í ítalskri rannsókn (13) er algengi skýjunar við afturhýði algengara en í okkar úrtaki. Þessi teg- und skýjunar veldur fyrr sjóntruflunum en skýjun annars staðar í augasteini og á sér aðra áhættuþætti. Tvennt veldur einkum erfiðleikum í saman- burði við erlendar rannsóknir; annars vegar eru sumar þeirra gerðar á hentugleikaúrtökum í stað slembiúrtaka eins og við notum og hins vegar er um mismunandi aðferðir og flokkun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.