Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 825 unum) um að halda norrænt þing um læknisfræði. Hug- myndin fékk dræmar undir- tektir og var slegin endanlega af á fundi mánuði síðar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Þorláksson, kom á fund hjá LR í maí 1933 til að ræða um fátækralækningar. Arið 1947 var deilt harðlega í fé- laginu um veitingu prófess- orsembættis við lyflækninga- deild Landspítalans. Félagið ályktaði ekki um málið og leiddi sú afstaða til stofnunar læknafélagsins Eirar, sem var við lýði sem fræðslufélag fram á sjöunda áratuginn. A fundi í febrúar 1988 er rætt um eftirlit með læknum og það hvort það sé löglegt eða siðlegt að hringja í sjúklinga til að kanna viðskipti þeirra við lækna. Á aðalfundi í mars 1991 er varað við áformum heilbrigðisráðherra við sam- einingu sjúkrahúsa. Fleiri stiklur mætti reka niður en þessar verða látnar nægja í von um að þær gefi nokkra hugmynd um fjölbreytnina í starfi LR á 90 ára ferli. Samantekt Þegar litið er yfir 90 ára sögu LR sést að í áranna rás hafa margir félagar skilað ómældri vinnu í þagu félags- ins. Á þetta ekki síst við þá sem hafa staðið í kjaraþrasinu, sem hefur verið nær óslitið frá byrjun. Þessir menn sem fé- lagið á tilveru sína að þakka hafa stundum hlotið þakklæti en oftar en ekki hafa störf þeirra verið gagnrýnd, stund- um óvægilega, af kollegun- um. Þó verkin hafi á stundum ekki staðist ströngustu kröfur er þó ljóst að þeir hafa starfað eftir bestu vitund, eins og sæmir góðum læknum. Læknafélag Reykjavíkur var upphaflega stofnað til að efla samstöðu lækna um eigin fræðslu og menntun, um kaup og kjör og um bætta heilbrigð- isþjónustu í landinu öllu. Stofnfélagar voru sex en fé- lagar í LR eru þegar þetta er ritað hátt á áttunda hundrað. Stofnfélagarnir áttu það sam- eiginlegt að vera fulltrúar fyrir læknisfræðina í heild þótt áhugasviðin hafi verið eitt- hvað mismunandi. Hinir rúm- lega sjö hundruð núverandi félagar í LR eru fulltrúar 35 sérgreina innan læknisfræð- innar og sérgreinunum fjölgar stöðugt. Því hafa margir lækn- ar, bæði hér og erlendis, eink- um þeir sem sjá læknisfræðina í þjóðfélagslegu samhengi lýst áhyggjum yfir því að læknisfræðin sé að leysast upp í frumparta, þar sem hver frumpartur lifir fyrir sig án þess að líta samhengi hans við læknisfræðina alla, hvað þá við tilgang hennar, sem er að stuðla að heilbrigðara og betra mannlífi. Það hefur stundum hrikt í máttarstoðum LR. Oftast hafa brestirnir verið traustabrestir en þó hafa komið upp hug- myndir um að leggja félagið niður, fyrst 1982. Sé kenning- in um sundrun læknisfræðinn- ar hins vegar rétt er full þörf fyrir félagsskap eins og LR. Félagsskap sem á að hafa það markmið að binda einstaka parta læknisfræðinnar hvern við annan og kenna læknum að skoða störf sín í félagslegu og þjóðfélagslegu samhengi. Reykjavík hlýtur um ófyrir- sjáanlega framtíð að verða miðstöð læknavísinda á Is- landi og þar er LR stærsta fé- lagið. Dreifbýlismenntun lækna getur verið góður kost- ur í Ástralíu, sem er 7.682.300 km2 að flatarmáli en í landi sem er 100.000 km2 að flatar- máli, eða eins og frímerki á landakorti Ástralíu, hljómar hugmyndin óneitanlega svo- lítið fjarstæðukennd. Eining fremur en dreifing ætti að vera kjörorð íslenskra lækna. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1999 Olafur Þór Ævarsson formaður Margrét Georgsdóttir ritari Runólfur Pálsson gjaldkeri Meðstjórnendur Björgvin Á. Bjarnason Gunnar B. Gunnarsson Karl Andersen Kjartan B. Örvar Margrét Oddsdóttir Samúel J. Samúelsson Sigríður D. Magnúsdóttir Stefán E. Matthíasson Þórólfur Guðnason Varamenn Birgir Jóhannsson Hákon Hákonarson Kristín Þórisdóttir Samninganefnd LR við Tryggingastofnun ríkisins Þórður Sverrisson formaður Stefán E. Matthíasson Högni Oskarsson Karl Andersen Heiðursfélagar Læknafélags Reykjavíkur Arinbjörn Kolbeinsson Árni Bjömsson Guðmundur I. Eyjólfsson Snorri Páll Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.