Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 74
830
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
skiptast menn eftir vinnustöð-
um, sjúkrahúsum, heilsugæslu
eða eigin stofu. I þriðja lagi
getur verið munur á aðstöðu
og kjörum lækna eftir aldri og
kynslóðum enda er mjög al-
gengt að menn fylgi einhverju
kerfi sem var við lýði þegar
þeir hófu störf. I fjórða lagi
hefur konum fjölgað í lækna-
stétt á síðari árum og sérgreina-
val kynjanna er mjög ólíkt.
Við þetta má bæta að þeir búa
við mjög mismunandi launa-
kjör og greiðslufyrirkomulag
jafnvel innan sömu stofnunar.
Þegar litið er til hjúkrunar-
fræðinga sést að þeir eru mun
einsleitari hópur. Þeir skiptast
að vísu í sérgreinar en hvað
öll kjör og aðstöðu snertir er
staða þeirra mjög áþekk. Nið-
urstaðan er því sú að í saman-
burði við hjúkrunarfræðinga
og raunar ýmsar aðrar fag-
stéttir eru læknar mjög sund-
urleitur hópur.“
- Ertu þá að segja að hags-
munir lækna séu mjög mis-
munandi?
„Já, það hefur komið glöggt
fram í fjölmiðlaumræðu síðustu
ára, svo sem um deilur heim-
ilislækna og annarra sérfræð-
inga. Læknar reyna hins vegar
að standa saman út á við þegar á
reynir en það hefur verið þeim
mjög erfitt síðustu árin.“
Stjórnvöld hafa ýtt
undir átök
- Þú slærð því föstu að
læknar hafi haft meira út úr
samskiptum sínum við stjórn-
völd hvað einkarekstur varðar
og að stjórnvöld hafi ekki
gripið til neinna aðgerða sem
eru í beinni andstöðu við
læknasamtökin.
„Þetta sést glöggt á því að
bæði í lögum um heilbrigðis-
þjónustu og í þingsályktun-
inni Islensk heilbrigðisstefna
frá 1991 er lögð mikil áhersla
á að efla göngudeildir og op-
inbera heilsugæslu í tengslum
við sjúkrahús en því hefur
ekki verið hrundið í fram-
kvæmd. A sama tíma hafa for-
ystumenn lækna gert þær at-
hugasemdir við heilbrigðis-
stefnuna að það hljóti að vera
yfirsjón að hvergi sé rætt um
einkarekstur lækna. Ég fæ
ekki betur séð en að afstaða LI
eigi þátt í því að göngudeild-
arstarfsemi er eins takmörkuð
og raunin er.“
- En þú segir líka að að-
gerðir stjórnvalda hafi bein-
línis aukið á sundurlyndi og
innbyrðis átök lækna.
„Já, þar er ég að vísa til
ferliverkareglugerðarinnar frá
1993. Árið áður bað þáver-
andi heilbrigðisráðherra, Sig-
hvatur Björgvinsson, Ríkis-
endurskoðun að gera úttekt á
starfskjörum lækna. Niður-
staða hennar var sú að
greiðslukjör og launafyrir-
komulag lækna væri „flókið
og margbrotið", þeir fengju
laun frá mörgum aðilum og að
þau væru þeim mun hærri sem
þau kæmu frá fleiri aðilum.
Einnig væru launakjör þeirra
misjöfn eftir sérgreinum og
ekki síður aðstöðu þeirra til að
vera í einkarekstri.
í kjölfar þessarar úttektar
var skipuð nefnd til að sam-
ræma störf þeirra aðila sem
greiða læknum laun, fyrst og
fremst Tryggingastofnunar
sem greiðir sérfræðingum fyr-
ir störf sín og ríkisins sem
greiðir sjúkrahúslæknum
laun. Sú samræming komst
aldrei á og það sem meira er
að ferliverkareglugerðin bætti
enn frekar við frumskóginn.
Þar kom til sögunnar enn einn
þátturinn sem sundrar stétt-
inni. Með tilkomu reglugerð-
arinnar hafa sumir læknar get-
að stundað ferliverk inni á
sjúkrahúsum gegn því að
greiða aðstöðugjald. Við það
eykst munurinn á milli þeirra
sem geta unnið slík verk og
hinna sem starfa eingöngu
sem launamenn á sjúkrahús-
unum. Sjálfsagt hefur tilgang-
ur þessarar reglugerðar verið
sá að stuðla að sparnaði í kerf-
inu en það hefur ekki verið
gerð nein úttekt á því hvort sá
sparnaður hafi í raun náðst.
Eina breytingin sem gerð hef-
ur verið á þessu kerfi er sú að
Tryggingastofnun kemur ekki
lengur við sögu ferliverka
heldur fá sjúkrahúsin sérstaka
fjárveitingu til þess að greiða
fyrir þau og þau taka líka við
aðstöðugjaldi lækna.“
Kerfið hentar ekki
öllum læknum
- Þú staðhæfir í ritgerð þinni
að það kerfi sem orðið hefur til
þjóni fyrst og fremst hluta
læknastéttarinnar hvað varðar
aðstöðu til einkarekstrar.
„Já, það munu vera sam-
þykktar 39 sérgreinar hér á
landi og það liggur í augum
uppi að þær bjóða upp á mjög
misjafna aðstöðu til einka-
rekstrar. Heilaskurðlæknir fer
til dæmis ekki með góðu móti
út í einkarekstur í núverandi
kerfi. Það er alltaf hluti stétt-
arinnar sem starfar eingöngu á
sjúkrahúsum og hefur ekki í
önnur hús að venda en eins og
stefnan er þá virðist mér hún
fyrst og fremst miðast við
þann hóp sem er bæði með
stöðugildi á stofnun og í
einkarekstri. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Tryggingastofn-
un ríkisins er það líklega tæp-
ur helmingur sérfræðinga-
hópsins. Einungis lítið brot af
hópnum er eingöngu í einka-
rekstri. Það leynir sér heldur