Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 809 notkun heimasíða LÍ á alnet- inu og hefur stöðugur vöxtur verið í þeirri starfsemi. Fyrir liggur að koma á fót öflugu upplýsinganeti fyrir lækna til notkunar í daglegu starfi sínu. Breytt og bætt ímynd lækna hefur verið stjórninni hugleik- in. Þannig ákvað stjórnin að taka virkan þátt í umræðu um heilbrigðismál og undirstrika þar með starf og ábyrgð lækna í heilbrigðisþjónustu. Umræða varð í þjóðfélaginu um hættur við hnefaleika og ölvunar- akstur, aðallega fyrir tilstuðl- an læknasamtakanna. Stjórn LI hefur ákveðið að hefja sér- stakt átak í forvarnarmálum til lengri tíma. Nú er unnið að tóbaksvamaátaki sem í fyrstu beinist inn á við til lækna sjálfra sem fyrirmyndar. Stjórn LI hefur viðrað skoðun sína á ýmsum málum sem tengjast læknum eða réttindum sjúk- linga í fjölmiðlum. Fræðslu- stofnun lækna, fagráð LÍ um samræmdar leiðbeiningar, út- gáfa heilbrigðissögu og fyrir- hugað trúnaðarmannkerfi eru allt stór verkefni sem lækna- samtökin hafa reynt að styðja við bakið á eftir megni á síð- ustu misserum. Ekki er hægt að setja saman yfirlit yfir starfsemi læknasam- takanna á síðustu tveimur ár- um án þess að minnst sé á gagnagrunnsmálið. Líklega hafa læknasamtökin aldrei staðið frammi fyrir jafn viða- miklu og siðferðilega flóknu máli. Umræðan varð því mið- ur mjög snöggsoðin og þeir sem tóku virkastan þátt í henni fengu ógleymanlegt námskeið í stjórnsýslu sam- tímans og þýðingu fjölmiðla í nútímasamfélagi. Þrátt fyrir kröftug mótmæli læknasam- takanna, byggð á gildum rök- um, hafa verið sett lög í land- inu sem flytja okkur inn í nýj- an og áður óþekktan heim rannsókna og skráningar á erfðaefni mannsins. Alþjóða- félag lækna (WMA) hefur af þessu máli verulegar áhyggjur því það hefur þýðingu fyrir sjúklinga og alþjóðasamfélag lækna. Því miður er ekki útséð um það hvernig gengur að hrinda lagasetningunni í fram- kvæmd en nú þegar hafa kom- ið í ljós atriði sem, eins og bent hafði verið á, þurfa ræki- legrar skoðunnar við. Það er einlæg ósk formanns LI að leitað verið leiða til að ná samkomulagi um framkvæmd lagasetningarinnar. Trúnaðar- brestur hefur orðið en úr hon- um má bæta ef einlægur vilji er fyrir því hjá aðilum máls- ins. Bent hefur verið á að án samráðs og samstarfs við þá lækna sem skrá eiga upplýs- ingar um skjólstæðinga sína í fyrirhugaðan gagnagrunn verði verkið óframkvæman- legt. Formaður sem nú situr hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs þrátt fyrir mikinn þrýsting á hann um það frá mörgum hliðum. Fyrir því eru persónulegar ástæður en varða einnig starf á öðrum vettvangi. Efst í huga er þakk- læti fyrir traustið og fyrir að hafa fengið þetta spennandi tækifæri, það hefur verið betri og skemmtilegri reynsla en margan grunar. Vissulega má segja að það hefði verið kost- ur að vera lengur en eftir að hafa setið í stjóm LÍ síðan 1993 er komið nóg og tíma- bært að aðrir taki við. Starfið hefur verið umfangsmikið og verkefni ekki skort. Breytt og vonandi bætt ímynd LÍ, end- urskipulagning innra starfs LÍ og gagnagrunnsmálið vega þar þyngst. Stjórn LI er einhuga um til- nefningar í næstu stjórn. Sterkasta vopn okkar er sam- staðan og við megum aldrei láta aðra hagsmuni en þá sem skipta okkur og sjúklinga okk- ar máli kjúfa samtökin. Lækna- samtökin eru á tímamótum, sterkari en áður, einhuga um að gera betur, á leið inn í nýja öld. Formaður óskar starfs- mönnum LI, nýjum formanni og stjórn hans alls hins besta og þakkar skemmtilegt sam- starf og stuðning félagsmanna nú sem áður. Bestu kveðjur ! Guðmundur Björnsson Aðalfundur LÍ verður 1999 haldinn að Hlíðasmára 8 dagana 8.-9. október Sjá auglýsingu í næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.