Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 813 stiklur en ekki samfelld saga. Hún er eðli sínu samkvæmt saga fortíðar og því verða stiklumar strjálli eftir því sem nær dregur nútíðinni og kann vera að minnugir vildu hafa stiklurnar fleiri. Hvort þær eru rétt valdar er álitamál og skoðanir og hugmyndir sem fram koma innan um stiklurn- ar eru allar á ábyrgð höfundar. Sama gildir um það sem kann að vera ofsagt eða vansagt en höfundur er reiðubúinn til að taka ábendingum og hafa það sem sannast reynist. Upphaflega var áætlað að skrifa sögu félagsins á hálfrar aldar afmæli þess og svo aftur á 60 ára afmælinu. Sú saga bíður þó enn um sinn. Hugs- anlega birtist hún á aldaraf- mæli félagsins á nýrri öld. Vonandi geta þessar stiklur komið höfundi þeirrar sögu að einhverju gagni. Félagið stofnað I ræðu sem prófessor Helgi Tómasson hélt á 40 ára af- mæli Læknafélags Reykjavík- ur og birtist í Læknablaðinu, 1. tbl. 35. árg. 1950, segir svo um stofnun félagsins. „Und- anfari þess að L.R. var stofnað er „að 2. okt. 1909 komu 9 læknar, sem þá voru í Reykja- vík, á fund eftir boði kennara læknaskólans, á Hótel ísland. Landlæknir (G.B.) setti fund- inn og gat þess, að fundarefn- ið væri að ræða um sjúkra- samlag í Rvík, sem nú væri að myndast, einnig hvort stofna mætti félag eða fundi milli lækna í Reykjavík. Ræddu menn málið, og taldi Júl. Hall- dórsson nauðsynlegt að skipta bænum í læknahverfi, vegna þess hve víðlendur hann væri .... var G.B. meðmæltur hverfaskiptingu.“ Úr henni varð þó ekki. Var nefnd kosin í málið (Guðm. Magnússon, Guðm. Bjömsson, Matth. Einarsson). Þann 18. okt. 1909 var fundur haldinn að Hótel ís- land og þar stofnað L.R., en síðan samþykktir samningar við S.R.“ I þeim samningi voru ineð- al annars ákvæði um gerðar- dóm. Félagslög LR voru tvær greinar: Lög LR 1909: 1. grein. „Félagið heitir Læknafélag Reykjavíkur. Það kýs sér for- mann og skrifara til eins árs í senn og heldur fundi þegar formanni þykir þurfa eða fjórir félagar óska þess. 2. grein. Skrifari bókar en formaður framkvæmir allar fundarsamþykktir. Það er lög- leg samþykkt, sem gerð er á fundi er öllum félagsmönnum hefur verið boðaður og helm- ingur þeirra sækir og greiða 2/ fundarmanna atkvæði með henni.“ Þá var Codex Ethicus einn- ig samþykktur, en að tillögum nefndar var hann endurskoð- aður og endursamþykktur á fundi 8. nóvember 1915. Fyrsti formaður LR var prófessor Guðmundur Magn- ússon og gegndi hann for- mennsku til ársins 1916 að Sæmundur Bjarnhéðinsson tók við. Hins vegar var ekki haldinn formlegur aðalfundur fyrr en í október 1919 en þá tók Andrés Fjeldsted við for- mennsku. Hinn 17. október 1921 var einni grein bætt í lögin, en venjur réðu mestu um ýmsa starfshætti fram til 1930, en þá eru lögin endurskoðuð og giltu þannig allt til 1950 er samin voru ný lög fyrir félag- ið, sem í grundvallaratriðum hafa verið í gildi síðan, en breytingar hafa verið gerðar í samræmi við þarfir tímans. í tilefni af 50 ára afmæli LR birtist grein í Læknablaðinu frá stjórn félagsins. Þar var bryddað upp á hugmyndinni um að rita sögu félagsins. Sama hugmynd skýtur upp kollinum á 60 ára afmælinu en nú á 90 ára afmælinu er hug- myndin ekki enn orðin að veruleika. Samt er LR sá fé- lagsskapur lækna sem hefur haft mest áhrif á þróun lækn- Matthías Einarsson 1922-1924 Ólafur Þorsteinsson 1924-1926 Halldór Hansen 1926-1928 Níels Dungal 1928-1929 Gunnlaugur Einarsson 1929-1932
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.