Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 55

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 813 stiklur en ekki samfelld saga. Hún er eðli sínu samkvæmt saga fortíðar og því verða stiklumar strjálli eftir því sem nær dregur nútíðinni og kann vera að minnugir vildu hafa stiklurnar fleiri. Hvort þær eru rétt valdar er álitamál og skoðanir og hugmyndir sem fram koma innan um stiklurn- ar eru allar á ábyrgð höfundar. Sama gildir um það sem kann að vera ofsagt eða vansagt en höfundur er reiðubúinn til að taka ábendingum og hafa það sem sannast reynist. Upphaflega var áætlað að skrifa sögu félagsins á hálfrar aldar afmæli þess og svo aftur á 60 ára afmælinu. Sú saga bíður þó enn um sinn. Hugs- anlega birtist hún á aldaraf- mæli félagsins á nýrri öld. Vonandi geta þessar stiklur komið höfundi þeirrar sögu að einhverju gagni. Félagið stofnað I ræðu sem prófessor Helgi Tómasson hélt á 40 ára af- mæli Læknafélags Reykjavík- ur og birtist í Læknablaðinu, 1. tbl. 35. árg. 1950, segir svo um stofnun félagsins. „Und- anfari þess að L.R. var stofnað er „að 2. okt. 1909 komu 9 læknar, sem þá voru í Reykja- vík, á fund eftir boði kennara læknaskólans, á Hótel ísland. Landlæknir (G.B.) setti fund- inn og gat þess, að fundarefn- ið væri að ræða um sjúkra- samlag í Rvík, sem nú væri að myndast, einnig hvort stofna mætti félag eða fundi milli lækna í Reykjavík. Ræddu menn málið, og taldi Júl. Hall- dórsson nauðsynlegt að skipta bænum í læknahverfi, vegna þess hve víðlendur hann væri .... var G.B. meðmæltur hverfaskiptingu.“ Úr henni varð þó ekki. Var nefnd kosin í málið (Guðm. Magnússon, Guðm. Bjömsson, Matth. Einarsson). Þann 18. okt. 1909 var fundur haldinn að Hótel ís- land og þar stofnað L.R., en síðan samþykktir samningar við S.R.“ I þeim samningi voru ineð- al annars ákvæði um gerðar- dóm. Félagslög LR voru tvær greinar: Lög LR 1909: 1. grein. „Félagið heitir Læknafélag Reykjavíkur. Það kýs sér for- mann og skrifara til eins árs í senn og heldur fundi þegar formanni þykir þurfa eða fjórir félagar óska þess. 2. grein. Skrifari bókar en formaður framkvæmir allar fundarsamþykktir. Það er lög- leg samþykkt, sem gerð er á fundi er öllum félagsmönnum hefur verið boðaður og helm- ingur þeirra sækir og greiða 2/ fundarmanna atkvæði með henni.“ Þá var Codex Ethicus einn- ig samþykktur, en að tillögum nefndar var hann endurskoð- aður og endursamþykktur á fundi 8. nóvember 1915. Fyrsti formaður LR var prófessor Guðmundur Magn- ússon og gegndi hann for- mennsku til ársins 1916 að Sæmundur Bjarnhéðinsson tók við. Hins vegar var ekki haldinn formlegur aðalfundur fyrr en í október 1919 en þá tók Andrés Fjeldsted við for- mennsku. Hinn 17. október 1921 var einni grein bætt í lögin, en venjur réðu mestu um ýmsa starfshætti fram til 1930, en þá eru lögin endurskoðuð og giltu þannig allt til 1950 er samin voru ný lög fyrir félag- ið, sem í grundvallaratriðum hafa verið í gildi síðan, en breytingar hafa verið gerðar í samræmi við þarfir tímans. í tilefni af 50 ára afmæli LR birtist grein í Læknablaðinu frá stjórn félagsins. Þar var bryddað upp á hugmyndinni um að rita sögu félagsins. Sama hugmynd skýtur upp kollinum á 60 ára afmælinu en nú á 90 ára afmælinu er hug- myndin ekki enn orðin að veruleika. Samt er LR sá fé- lagsskapur lækna sem hefur haft mest áhrif á þróun lækn- Matthías Einarsson 1922-1924 Ólafur Þorsteinsson 1924-1926 Halldór Hansen 1926-1928 Níels Dungal 1928-1929 Gunnlaugur Einarsson 1929-1932

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.