Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 44
806 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fig. 1. Endoscopic esophageal biopsy showing stratified squam- ous epithelium witlt disruption superficial to tlte basal layer and mild acantholysis (hematoxylin eosin staining, x 250). sermi. í sýnum úr vélindaslímhúð sást acan- tholysis (mynd 1) og flúrljómun sýndi IgG og C3 útfellingar milli flöguþekjufrumna (mynd 2). Meðferð var hafin með prednisóloni 60 mg daglega með góðum árangri. Þar sem einkenni komu fram aftur við lækkun á skammti var bætt við azatíópríni 100 mg daglega. Ari seinna var konan einkennalaus á meðferð með azatíó- príni og prednisóloni 10 mg á dag. Umræða Pemphigus vulgaris, algengasta gerð pem- phigus, er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkenn- ist af losi á frumutengslum og blöðrumyndun ofan grunnfrumulags í húð og slímhúðum (1,3). Pemphigus vulgaris er sjálfofnæmissjúk- dómur. Útfellingar IgG og C3 sjást á milli þekjufrumna á sýktum svæðum með flúrljóm- unartækni (direct immunofluoroscence, DIF) sem eru einkennandi fyrir pemphigus. Einnig er hægt að sýna fram á mótefni í sermi margra þessara sjúklinga sem bindast millifrumuþátt- um í flöguþekju (indirect immunofluoroscence, IIF) (4). Algengustu byrjunareinkenni sjúkdómsins eru blöðrur í munni sem fjótlega springa og skilja eftir sársaukafull sár. Margir fá síðar svipuð einkenni frá húð. Þótt sjúkdómurinn sé oftast í munni getur hann komið fram alls stað- ar þar sem er lagskipt flöguþekja svo sem í barkakýli, hálsi, vélinda, leggöngum og leg- hálsi og þvagrás. Grunur getur vaknað um sjúkdóminn við skoðun en greining er staðfest með vefjarannsókn og flúrljómun (1,3). Pemphigus vulgaris er sjaldgæfur sjúkdóm- ur; nýgengi í heiminum er frá 0,1 -0,5 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Einkenni koma yfir- leitt fram á fimmtugs- eða sextugsaldri (1,3). Fig. 2. Esophageal biopsy stained for IgG using direct immuno- fluorescence technique. Positive staining is seen at intercellular junctions (x 250). Vélindabólgu af völdum sjúkdómsins er sjaldan lýst. Einungis hefur 16 tilfellum verið lýst í læknisfræðitímaritum á ensku (5-15). Okkar tilfelli er hið fyrsta á Norðurlöndum og annað í Evrópu. Aðeins einu sinni áður hefur lýst vélindaþrengslum af völdum sjúkdómsins (5). Erfitt er að meta eldri greinar um pemphigus vulgaris í vélinda þar sem sum tilfellin eru talin með í fleiri en einni grein. I samantekt okkar var sjúklingur talinn hafa pemphigus vulgaris í vélinda ef vélindasýni voru dæmigerð fyrir sjúkdóminn og DIF var jákvætt. Auk þess voru talin með tvö tilfelli þar sem vélindaslímhúð losnaði í heilu lagi (esophagitis dissecans sup- erficialis). Samtals uppfylltu 17 sjúklingar (okk- ar meðtalinn) þessi skilmerki. Samantekt á ein- kennum og rannsóknaniðurstöðum er í töflu I. Sjúkdómurinn virðist leggjast jafnt á bæði kynin (1,3). Hins vegar kemur vélindabólga nánast eingöngu fram hjá konum. Aldur sjúklinga við greiningu var frá 34 til 76 ára, meðalaldur 53 ár. Allt frá nokkrum vikum að 16 árum liðu frá upphafi sjúkdómsins þar til vélindabólga greindist. Allir höfðu sjúkdóminn í munni nerna einn sem var með húðsjúkdóm. Aðeins þrír sjúk- lingar voru með bólgu í leggöngum eða skapa- börmum. Enginn hafði vélindabólgu eingöngu. Sjúkdómurinn byrjaði í munni í flestum til- vikum. Þrír voru með byrjunareinkenni frá munni og vélinda samtímis. Svo virðist sem okkar sjúklingur hafi fyrst fengið sjúkdóminn í vélinda þótt ekki sé útilokað að blæðingar frá leggöngum á sama tíma megi rekja til hans. Al- gengasta einkennið frá meltingarfærum var sársauki við kyngingu, oft með kyngingar- tregðu. Fjórir sjúklingar sem ekki voru með einkenni frá meltingarvegi greindust með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.