Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 831 ekki ef maður les Læknablað- ið og aðra fjölmiðla að það er töluvert útbreidd óánægja meðal vissra hópa en lækna- samtökin hafa ekki enn að minnsta kosti brugðist við þeirri óánægju. Það má skilja á stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor að það eigi að auka á markaðstengingu heilbrigðis- þjónustunnar. Hins vegar hef- ur aldrei verið ákveðið hvaða svið hennar eigi að einka- væða, hvað eigi að vera í blönduðu rekstrarformi og hvað eingöngu á vegum hins opinbera. Þetta hefur þróast eftir því hvernig staðið hefur á hjá læknum en læknasamtökin hafa ekki ályktað um einstak- ar greinar eða verksvið sem rétt sé að einkavæða. Gagn- rýnendur kerfisins hafa bent á að léttustu og ódýrustu verkin séu einkavædd sem geri sjúkrahúsþjónustuna þyngri og dýrari en ella.“ Uppgjör í Svíþjóð Eins og áður segir fjallaði Þorgerður í doktorsritgerð sinni um breytingar á starfi og högum sænsku læknastéttar- innar. Hvernig metur hún stöðu íslenskra lækna í sam- anburði við sænska lækna? „Þegar ég fór að bera þetta saman eftir heimkomuna fannst mér staða íslenskra lækna vera mjög svipuð og hún var í Svíþjóð fyrir 1970. Þá var staða lækna mjög mis- munandi eftir sérgreinum. Víða var talsverður einka- rekstur, ekki síst inni á spítöl- unum þar sem sumir höfðu aðstöðu og leyfi til að taka sjúklinga til meðhöndlunar. Sænski sósíaldemókrataflokk- urinn hafði um árabil reynt að breyta þessu ástandi en lækna- samtökin barist gegn því. Það var því ekki fyrr en um 1970 að eldri læknar sem nutu góðs af þessu kerfi voru bornir ofurliði af yngri læknum sem bjuggu við allt önnur kjör. Þá hafði fjölgað mjög í stéttinni og hagsmunir kynslóðanna fóru ekki lengur saman. Yngri kynslóðin tók þá afstöðu að láta þær breytingar, sem krata- stjórnin vildi gera, yfir sig ganga, ekki síst í ljósi þess að sænska læknafélagið var á barmi klofnings. Þeir ákváðu að starfa með stjórnvöldum og uppskáru stórbætt kjör fyrir yngri lækna. Kaupið hækkaði og vinnutíminn varð skap- legri. A hinn bóginn misstu eldri og háttsettari læknar spón úr aski sínum. Við þetta kerfi hafa sænskir læknar búið fram á þennan áratug en síðustu árin hafa einkennst af mikilli markaðs- tengingu. Hún er mjög um- deild en munurinn á því sem gerist í Svíþjóð og hér er aðal- lega sá að öll stefnumótun er skýrari þar. Nú deila menn hins vegar ákaft um árangur- inn. Islensk stjórnsýsla veikbyggð í þessu sambandi er rétt að benda á að íslensk stjórnsýsla er mjög veik í samanburði við það sem gerist á Norðurlönd- um. Fyrir því eru ýmsar ástæður eins og fræðimenn hafa verið að benda á upp á síðkastið, svo sem að hér er hefð fyrir samsteypustjórnum og mannaskipti á ráðherra- stólum tíð, ekki síst í embætti heilbrigðisráðherra. Það hefur því skort alla kjölfestu og getu til að fylgja eftir markaðri stefnu. Þetta ástand skapar kjöraðstæður fyrir þrýstihópa að hafa áhrif og er alls ekki einskorðað við heilbrigðis- kerfið.“ Þegar blaðamaður Lækna- blaðsins hitti Þorgerði að máli var hún nýkomin af ráðstefnu í Amsterdam þar sem félags- fræðingar komu saman til að ræða um þróun mála í Evrópu. „Það sem mér fannst at- hyglisverðast á þeirri ráð- stefnu var könnun sein breskir og rússneskir félagsfræðingar eru að gera í sameiningu á þróun mála í heilbrigðisþjón- ustu þessara landa. I báðum löndum hafa menn verið að vinda ofan af ríkisrekstri og opinberri stýringu og niður- staðan er sú að það er verið að gera nokkurn veginn sömu hlutina í þessum ólíku lönd- um. Þetta sýnir að hér eru greinilega á ferð alþjóðlegir hugmyndastraumar. Það er þó ekki einsýnt um að þetta leiði til betri kjara eða starfsað- stæðna lækna. Markaðurinn getur verið jafnharður hús- bóndi og ríkisvaldið. Hvað varðar þessa könnun mína þá fannst mér athyglis- vert að bera stöðu fagstétt- anna saman við það sem er að gerast í öðrum löndum. Það er yfirleitt verið að endurskoða rótgrónar kenningar um sterka stöðu fagstétta á borð við lækna, lögfræðinga og presta og menn eru yfirleitt sammála um að völd þeirra og áhrif hafi verið ofmetin. Hér á landi sýnist mér að það eigi ekki við um lækna. Þeir hafa sterka stöðu hér, ekki síst í samspili sínu við veika stjómsýslu eins og ég nefndi. Eg held að fá- mennið hér á landi geri það að verkum að kenningar sem gilda í stærri þjóðfélögum eigi ekki alltaf við hér á landi,“ sagði dr. Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.