Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 8
776 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 töfðu úrlausnir á annað ár, framan af með því að reyna að koma á kvóta til takmörkunar í hærri þrepin og síðan með tilraun til að komast hjá að greiða frá upphafi samningstímans. Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá samráðsnefndum LR og LI og frá stjórnum félaganna neyddust læknasamtökin að lokum til að leita lögmanns- aðstoðar. Niðurstaða fékkst í málinu en margir læknar voru þó ásáttir. Þetta mál var að mörgu leyti sérkennilegt því ekki var um háar upp- hæðir að ræða hvorki fyrir einstaka lækna né pyngju spítalanna, en mörgum þótti sem þarna hefði glatast tækifæri til að gera launakerfið sveigjanlegra og að þama hefði verið vísir að verkefnatengdri launatöflu eða einstaklings- bundinni samningsgerð. Ahyggjuefni er að svo mikla fyrirhöfn og kostnað þurfi að leggja af mörkum um túlkunaratriði samninga og mun reynslan í síðustu samningalotu væntanlega hafa áhrif á næstu samningagerð. Þar sem stóru spítalamir tveir í Reykjavik hafa nú sameigin- legan forstjóra og sameining þeirra virðist á næsta leyti er verið er að mynda nýja sameigin- lega saminganefnd á vegum LR og LI. Þegar eru hafnar umræður um stefnumörkun í næstu kjarabaráttu sem mun fara fram á næsta ári. Hefð er fyrir því að LR sjái um samninga lækna við Tryggingastofnun ríkisins (TR) enda er samningsrétturinn bundinn félaginu. Þetta er að sjálfsögðu gert í nánu samstarfi við LÍ enda snerta þessir samningar lækna á öllu landinu. Samninganefnd LR er mjög virk og sitja fulltrú- ar úr henni reglulega samráðsfundi með fulltrú- um TR og vinna að túlkun samninga og lausn vandamála sem upp koma. Sú nýjung kom fram í síðustu samningalotu að fulltrúar einstakra sér- greinafélaga komu meira að samningunum en áður. Reyndist þetta betra fyrirkomulag þar sem samningar eru orðnir flóknari og nauðsynlegt að þeir sem að samningum komi séu vel inni í að- stæðum viðkomandi sérgreina. Stjóm LR ritaði forsvarsmönnum sérgreinafélaganna bréf og óskað eftir skipan fulltrúa til að taka þátt í störf- um samráðsnefndar LR og TR og samninga- nefndar LR í væntanlegum samningaviðræðum. Ljóst er að stærri sérgreinafélögin hafa mikið bolmagn til baráttu en hætta er á að minni félög- in geti átt undir högg að sækja í samningagerð. Því leggur stjórn LR þunga áherslu á að stuðlað verði að því með öllum hugsanlegum aðgerðum að vernda sameiningarkraft félaganna á svæð- inu. Samninganefndin hefur unnið í þessum anda og skilað miklu starfi í baráttu fyrir hags- munum sérgreinafélaganna og einstakra félags- manna. Samningar LR og TR renna út um áramót. Samninganefnd lagði fram stefnumörkun um væntanlega samningagerð á fundi sem haldinn var með fulltrúum sérgreinafélaganna. Þar kom fram mikill stuðningur við stefnuna og hefur málið verið kynnt forsvarsmönnum allra sér- greinafélaganna. Ferliverk Umræðan um ferliverk er flókin. Á árinu 1998 var tekin ákvörðun um að greiðsla fyrir ferliverk unnin á sjúkrahúsum kæmi frá sjúkra- húsunum sjálfum og var því samsvarandi fjár- magn og farið hafði til þessara verka árið áður, flutt frá TR til spítalanna samkvæmt samningi milli Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Fjármálaráðuneytis, til fimm ára. LR vildi hafa áhrif á hvernig framkvæmd þessara breyt- inga á greiðslufyrirkomulagi færi fram og komu LR og Heilbrigðisráðuneytið með sam- eiginlega yfirlýsingu um það. Hana má skoða á svæði LR á vefsíðu LÍ. Tillaga LR var meðal annars að félagsmenn bæru samninga sína und- ir LR til að hagsmuna einstakra félagsmanna væri gætt og yfirsýn fengist yfir þessa samn- inga. Þar sem enginn læknir hefur gert þetta er staða ferliverka talsvert óljós. Það hefur verið stefna stjórnar LR að lögð væri áhersla á að tryggja jafnan rétt allra lækna til ferliverka og að læknar hefðu sem mestan ráðstöfunarrétt varðandi þessi störf. Eðlilegt er að farið sé eftir samningum LR varðandi verð- lagningu verkanna. Stjórn félagsins hvetur þannig alla félagsmenn til að reyna að ná slík- um samningum ef aðstæður eru þannig en hef- ur ekki frumkvæði að samningagerð fyrir ein- staka félagsmenn. Sumir læknar vinna einungis mjög lítinn hluta starfs síns sem ferliverk en aðrir byggja afkomu sína á slíku launafyrir- komulagi. Því þótti mikilvægt að tryggja rétt lækna vel í því millibilsástandi sem skapaðist við breytingar á greiðslufyrirkomulagi ferli- verkanna. I yfirlýsingunni kemur því fram að einstakir læknar hafa alræði fram að aldamót- um hvort verkin verða unnin áfram á sjúkra- stofnunum eða flutt á einkastofur. Eftir það er flutningur ferliverkanna af stofnun mögulegur, en háður samkomulagi við stjórn viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Rétt er að vekja athygli á þessu atriði við lækna þar sem staða þeirra til samninga um ferliverkin er sterkari þar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.