Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 60
818
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Fræðslustarf
Frá upphafi var LR helsti
vettvangur viðhaldsmenntun-
ar lækna á Islandi. Allt lil árs-
ins 1979 voru fræðsluerindi,
eitt eða fleiri, fastir liðir á
flestuin fundum LR. Þá var
lögum breytt þannig að stjórn-
inni er gert að halda að jafnaði
tvo fundi á ári um félagsleg
málefni og sama ár tilkynnti
yfirlæknir Landakotsspítala
að almennir fræðslufundir þar
verði lagðir niður vegna lé-
legrar aðsóknar. Eftir það eru
nokkrir almennir fundir með
fræðsluerindum haldnir á
Landspítalanum og Borgar-
spítala, en af sömu ástæðu
lögðust þeir niður.
Meðan læknar voru ekki
jafn mikið á ferð og flugi og
nú fluttu læknarnir hér í
Reykjavík erindi um flest sem
þeim lá á hjarta og þeir höfðu
víðari og dýpri þekkingu á en
aðrir. Þessir fundir voru vett-
vangur líflegra skoðanaskipta
vegna þess að vandamálin
sem glímt var við voru vanda-
mál allra, áður en sérgreina-
skiptingin sem nú ríkir kom til
sögunnar. Það var líka skyldu-
bundin venja, að segja stéttar-
bræðrunum frá því sem fyrir
þá menn bar, sem voru svo
lánsamir að geta sótt fróðleik
til kolleganna erlendis. Þá var
föst venja að læknar nýkomnir
frá námi héldu erindi á fund-
um LR svo kollegarnir mættu
verða þess vísari hvaða speki
þeir fluttu með sér heim á
Frón og hvernig sú speki
mætti nýtast. Erlendir læknar,
sem slæddust hingað stöku
sinnum, voru auðvitað aufúsu-
gestir. Allt fram til seinni
stríðsloka voru slíkar heim-
sóknir þó fremur sjaldgæfar,
en með bættum samgöngum
svo og því að íslenskir læknar
kynntu sig erlendis og kynnt-
ust æ fleiri kollegum handan
hafanna, fjölgaði slíkum
heimsóknum. Það er aðdáun-
arvert hversu duglegir margir
læknar hafa verið við að
semja erindi til að flytja á
fundum og þegar horft er til
baka sést líka hve víðtæk
þekking þessara manna var og
hversu mikla þjóðfélagslega
yfirsýn þeir höfðu.
Sjúkdómarnir sem koma
aftur og aftur inn á dagskrá fé-
lagsfunda fyrstu áratugina og
allt fram yfir miðja öldina
voru holdsveiki, sullaveiki og
berklar en líklega eru fáir
sjúkdómar eða lækningaað-
ferðir sem ekki hafa einhvern
tímann verið til umræðu á
fundum LR.
Sjúkdómar og og mál tengd
læknisfræði og læknum sem
eru enn í dag á dagskrá lækn-
isfræðinnar hafa verið rædd á
fundum félagsins, sum allt frá
stofnun þess. Nokkur dæmi:
Á einum af fyrstu fundum fé-
lagsins flutti Sæmundur
Bjarnhéðinsson erindi um
húðflutninga á brunasár, Dav-
íð Scheving Thorsteinsson
flutti erindi um siðfræði
lækna á fundi í maí 1918 og í
maí 1924 flutti Guðmundur
Finnbogason landsbókavörð-
ur erindi um gæðamat sjúk-
linga á störfum lækna og
stakk upp á tölfræðilegum
mælikvarða. I fundargerð seg-
ir að erindið hafi vakið mildar
mótbárur fundarmanna.
Fyrsta konan sem hélt erindi á
læknafundi var Katrín Thor-
oddsen og talaði um dyspep-
sia infantum og á fundi í apríl
1964 flutti doktor Jón Löve
erindi um grundvallaratriði
erfðafræðinnar. Sem dæmi um
svolítið sérstætt fyrirlestrar-
efni má nefna erindi Magnús-
ar Einarssonar dýralæknis í
desember 1919 um fætur
hesta. Magnús var reyndar
félagi í LR og tók oft til máls
á fundum, ineðal annars um
sullaveiki. Það væri of langt
mál að dvelja við erindi sem
erlendir læknar hafa flutt á
vegum LR en þar kennir
margra grasa.
Árið 1942 var fyrst reynt að
stofna til námskeiðs fyrir
lækna á vegum LR. Þá var
skipuð þriggja manna nefnd til
að sjá um undirbúning og
framkvæmd á læknanámskeiði
Víkingur H. Einar Guðmundur Þorvaldur Veig- Örn Smári
Arnórsson Baldvinsson Oddsson ar Guðmundsson Arnaldsson
1970-1972 1972-1974 1974-1976 1976-1978 1978-1982