Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 24
788 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 gengihlutfall krabbameins í legbol var hátt, einkum þegar biðtími var notaður, hvort heldur litið var á heildarhópinn (staðlað nýgengihlutfall 1,67) eða eftir takmörkun (staðlað nýgengihlut- fall 1,69) og meðal þeirra sem höfðu langan starfstíma (staðlað nýgengihlutfall 1,79). Brjóstakrabbamein var ekki fátíðara meðal iðn- verkakvenna en annarra kvenna, en staðlað ný- gengihlutfall krabbameins í eggjastokkum var lægra en væntigildið (expected value). Alyktanir: Krabbameinsmynstrið var líkt og sést hefur meðal kvenna í þessum þjóðfé- lagshópi og bendir til mikilla reykinga í hópn- um. Tíðni krabbameins í legbol kom á óvart. Þar eð ýmiss konar mengun getur verið á vinnustöðum þessara kvenna, er ekki unnt að útiloka að áreiti í vinnuumhverfinu geti átt þátt í tilurð krabbameina í hópnum. Inngangur Rannsóknir á nýgengi krabbameina hafa sýnt mismunandi krabbameinsmynstur í mis- munandi þjóðfélagshópum (1-6). Þau krabba- mein sem oftast hafa reynst í meira mæli meðal ófaglærðra láglaunahópa en annarra eru krabba- mein í lungum, leghálsi og maga. Krabbamein í vélinda, munnholi, barka, lifur og þvagblöðru eru einnig oft tíðari í þessum hópum (7). Þegar litið er á heildartölu krabbameina hefur ný- gengið oft reynst hærra hjá körlum sem standa lágt í þjóðfélagsstiganum, það er hafa stutta skólagöngu og vinna ófaglærð störf, en meðal annarra (4), en þjóðfélagslegur munur að þessu leyti er ekki eins skýr meðal kvenna og karla (2). Krabbamein í lungum og leghálsi eru þau krabbamein sem oftast eru tíðari meðal ófag- lærðra láglaunakvenna en annarra, en heildar- tíðni krabbameina á hinn bóginn lægri, meðal annars vegna þess að brjóstakrabbamein hefur verið tíöara meðal skólagenginna, efnaðra kvenna (1-6). Reykingar eru alþekktur áhættuþáttur lungna- krabbameins (7). A hinn bóginn er veirusýking talin eiga drýgstan hlut að máli varðandi tilurð leghálskrabbameins, en líkur á smiti tengjast því hversu ungar konur eru þegar þær hefja kynlíf, hversu mörg börn þær eiga og kynlífs- venjum þeirra og maka þeirra (5,8-10). Reyk- ingar eru taldar geta stuðlað að því að veiru- sýkingin valdi leghálskrabbameini (11,12) og það að hætta að reykja geti minnkað áhættuna (13). Faraldsfræðingar hafa lengi stundað rann- sóknir á tengslum krabbameina og áhættuþátta í vinnuumhverfinu. Rannsóknirnar hafa fyrst og fremst beinst að karlahópum vegna stopull- ar launavinnu kvenna og einnig vegna þess að álitið hefur verið að konur ynnu á áhættuminni vinnustöðum (14). Ýmsir aðferðafræðilegir erfiðleikar tengjast því að rannsaka kvennahópa, til dæmis er starfstitill ekki eins áreiðanleg vísbending um þjóðfélagsstöðu meðal kvenna og karla (2). Sami starfstitill gæti einnig haft mismunandi merkingu meðal kvenna og karla og tengst heilsufari á mismunandi hátt (15). Starf og þjóðfélagsstaða eru nátengd, þannig að erfitt eða jafnvel ómögulegt getur reynst að aðskilja áhættu í vinnu frá áhættu sem tengist þjóðfélagsstöðu (4). Þar á ofan hafa fáar rann- sóknir beinst að því að athuga tengsl krabba- meina, þjóðfélagsstöðu og lífsstíls (3). Þótt því hafi gjaman verið haldið fram meðal lærðra og leikra að á Islandi ríkti meira jafn- ræði meðal þegnanna en annars staðar, hafa rannsóknir sýnt að íslenskt þjóðfélag er svipað öðrum iðnvæddum ríkjum að því erþjóðfélags- lega lagskiptingu varðar (16) Rannsóknir á dán- armeinum, nýgengi krabbameina og áhættu- þáttum kransæðasjúkdóma meðal starfs- og menntunarhópa á Islandi hafa einnig sýnt mun milli þjóðfélagshópa (17-19). Um langt árabil hafa þegnar ríkja verið flokkaðir í þjóðfélagshópa með ýmsum aðferð- um. Störf, menntun og efnahagur eru þau skil- merki sem notuð hafa verið til að ákvarða hvar í stétt menn standa. Samkvæmt þeirri skilgrein- ingu lendir ófaglært verkafólk í lægsta þrepi (1,4). í umræðunni hér á eftir er talað um þjóð- félagshópa í þessari merkingu, án þess að í því felist neins konar mat að öðru leyti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort félagslegur mismunur endurspeglist í krabbameinsmynstrinu hjá íslenskum iðn- verkakonum. Efniviður og aðferðir Um er að ræða afturskyggna hóprannsókn, sem náði til 13.934 kvenna sem höfðu greitt til lífeyrissjóðs félags verksmiðjufólks í Reykja- vfk, árin 1970-1997. Lífeyrissjóður Iðju sam- einaðist öðrum lífeyrissjóðum í Lífeyrissjóðinn Framsýn síðla árs 1995, en unnt var að þekkja þær konur sem höfðu greitt félagsgjöld til Iðju úr Framsýnarhópnum, og teljast þær með í hópnum. Vegna þess að í ljós kom að Iðjukonur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.