Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 43

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 805 Sjúkratilfelli mánaðarins Pemphigus vulgaris, sjaldgæf orsök vélindabólgu Sigurður Ólafsson1'2’, Sverrir Harðarson3’, Birkir Sveinsson2’ Ólafsson S, Harðarson S, Sveinsson B Esophageal involvement in pemphigus vulgaris. A case report and review of the literature Læknablaðið 1999; 85; 805-7 Pemphigus vulgaris (PV) is a rare autoimmune bullous disorder which involves the skin and mucous membranes. Reports of gastrointestinal involvement are few. Only 16 cases are described in the English literature. We report a patient with this disorder and the current literature on esophageal PV is reviewed. Ágrip Pemphigus vulgaris er sjaldgæfur sjálfof- næmissjúkdómur sem leggst á húð og slímhúð- ir með flöguþekju. Sjúklingamir mynda mót- efni gegn prótínum í frumutengi (desmosome) í lagskiptri flöguþekju, sem leiðir til þess að frumurnar losna í sundur (acantholysis) og blöðrur myndast (1,2). Þótt meirihluti sjúk- linga hafi sjúkdóminn í munni, hefur fáum til- fellum með bólgu í vélinda verið lýst. Sjúkratilfelli Sextíu og átta ára gömul kona var lögð inn á sjúkrahús til rannsóknar vegna kyngingarörð- ugleika. Hún hafði fyrst kvartað um slík óþægindi þremur árum áður. Við speglun á efri melting- arvegi þá var lýst þindarhaul og bólgu neðst í vélinda. Hún var talin hafa vélindabakflæði og var meðhöndluð með histamínhömlum en hafði Frá lyflækningadeildum "Sjúkrahúss Reykjavíkur og 2lSjúkrahúss Akraness, 3|Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði. Fyrirpurnir, bréfaskipti: Sigurður Ólafsson, lyf- lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík. Lykilorð: pemphigus, vélinda, speglun. áfram tregðu og sársauka við kyngingu. Við speglun ári síðar sást væg, 5 sm löng þrenging ofarlega í vélinda og virtist slímhúðin bólgin á sama svæði. Þrengslin voru víkkuð með Maloney víkkara. Grunur lék nú á að vél- indabólgan tengdist lyfjum og var sjúklingi ráðlagt að hætta að taka kalíum og gigtarlyf. Einkenni löguðust tímabundið en þriðja spegl- unin, stuttu fyrir innlögn, sýndi mörg fleiður ofarlega í vélinda en engin þrengsli. Enn var grunur um vélindabólgu af völdum taflna og meðferð hafín með súkralfatmixtúru. Ári fyrir innlögn fór að bera á þrálátum, sársaukafullum sárum í munni. í sýni teknu úr slíku sári sáust breytingar sem bentu til pem- phigus vulgaris. Ekki var þó gerð mótefnalitun með flúrljómun (immunofluorescence). Nokkurra ára saga var um blæðingar og út- ferð frá leggöngum. Meðferð með estrógeni og sveppalyfjum hafði borið takmarkaðan árang- ur. Við skoðun á kynfærum skömmu fyrir inn- lögn kom í ljós að leggangaop var þrengt og roði þar í kring. Sýni frá skapabörmum sýndi pemphigus vulgaris. Sjúklingur var nú tekinn til frekari rann- sókna vegna vaxandi kyngingarerfiðleika. Heilsufarssaga var að öðru leyti markverð fyrir offitu, háþrýsting, slitgigt og hjáveituað- gerð á smágirni (jejunoileostomy) sem gerð var í megrunarskyni en varð að endurtengja vegna fylgikvilla. Við skoðun var húð eðlileg. Nokkur grunn 3- 5 mm sár voru á munnslímhúð. Roði var á skapabörmum. Við speglun á efri meltingar- vegi var vélindaslímhúðin alls staðar rauð og léttblæðandi. Væg þrenging var ofarlega í vél- indanu. Tvö 5 sm aflöng fleiður voru í miðju vélindanu. í maga sást lítill sepi en skeifugörn var eðlileg. Almennar blóðrannsóknir voru eðlilegar. Ekki fundust mótefni gegn millifrumuefni í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.