Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 3
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 3 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 84. árg Fylgirit 36 Júní 1998 Útgefandi: Læknafélag Islands Læknafélag Reykjavíkur Aðsetur: Hlíðasmári 8, 200 Kópavogur Netfang: icemed@icemed.is Símar: Skiptiborð: 564 4100 Lífeyrissjóður: 564 4102 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsfmi (fax) 564 4106 Ritstjórn: Emil Sigurðsson Gunnar Sigurðsson Hannes Petersen Hróðmar Helgason Reynir Arngrímsson Vilhjálmur Rafnsson ábm. Netfang: journal@icemed.is Ritstjórnarfulltrúi: Birna Þórðardóttir Netfang: birna@icemed.is (Macintosh) Auglýsingastjóri og ritari: Ásta Jensdóttir Netfang: asta@icemed.is (PC) Blaðamaður: Þröstur Haraldsson Netfang: throstur@icemed.is (Macintosh) Upplag þessa heftis: 1.700 Áskrift: 6.840,- m.vsk. Lausasala: 684,- m/vsk. © Læknablaðið, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogur, sími 564 4104. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti. hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Grafík hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Pökkun: Plastpökkun, Skemmuvegi 8, 200 Kópavogur. ISSN: 0023-7213 FELAG ÍSLENSKRA LYFLÆKNA XIII. þing Félags íslenskra lyflækna á Akureyri 12.-14. júní 1998 Að þessu sinni er þing Félags íslenskra lyflækna haldið undir norðlenskuin sumarhimni. Þing félagsins hafa fram að þessu verið haldin annað hvert ár og að jafnaði utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar við lítum til baka minnumst við lyflæknaþinga, meðal annars frá Höfn í Hornafirði, Bifröst, Húsavík, Borgarnesi, Vestamannaeyjum, ísafirði, Egilsstöðum Kirkjubæjarklaustri og Sauðárkróki. Vissu- lega er það göfugt markmið að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins með þessu móti. Þó vegur það þyngra að áliti stjórnar félags- ins að losa þátttakendur frá höfuðborgarstreitunni, þannig að þeir geti ótruflað einbeitt sér að fræðunum og jafnframt fengið næði til þess að kynnast og skiptast á skoðunum í kyrrlátu, náttúru- fögru umhverfi. Þetta er í þriðja sinn sem lyflæknaþing er hald- ið á Akureyri, en síðast var þingið haldið hér árið 1986. Vaxandi fjöldi og gæði rannsókna, sem kynntar hafa verið á þessum þingum og spanna flest svið lyflæknisfræðinnar, endur- spegla grósku og fjölbreytni vísindaiðkana í fræðigreininni. Að þessu leyti er þingið á Akureyri engin undantekning. Hér verða kynntar nýjustu rannsóknarniðurstöður í 92 fyrirlestrum og á níu veggspjöldum. Auk þess verða þrír gestafyrirlestrar, sem ástæða er til að vekja sérstaka athygli á, en tvo þeirra flytja íslenskir læknar sem getið hafa sér gott orð erlendis fyrir vísindastörf sín. Sérstök ástæða er til að fagna framlagi ungra lækna og lækna- nema á þessu þingi. Að venju verða veitt verðlaun fyrir framúr- skarandi rannsókn ungs læknis og fyrir bestu rannsókn lækna- nema. Sannarlegir aufúsugestir eru jafnframt íslenskir læknar, sem eru í sérnámi erlendis bæði vestan hafs og austan og gera sér ferð hingað heim til þess að kynna starfsbræðrum og -systrum niðurstöður rannsókna sinna. Nokkrir slíkir verða á lyflækna- þinginu á Akureyri. Að vanda standa fulltrúar lyfjafyrirtækja fyrir fjölbreyttri lyfjasýningu á vettvangi þingsins og skal þeim þakkað fyrir sitt framlag. Heimamönnum á lyflækningadeild FSA skal þakkað fyrir sinn hluta í undirbúningnum og fyrir að bjóða okkur öll vel- komin til Akureyrar. Ástráður B. Hreiðarsson formaður Félags íslenskra lyflækna

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.