Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 17 Alzheimers sjúkdómur Meöferöarmöguleikar nú og í næstu framtíð Anton Pjetur Þorsteinsson* Alzheimers sjúkdómur er algengasta orsök (-60%) elliglapa. Sex til átta prósent einstak- linga eldri en 65 ára hafa Alzheimers sjúkdóm og algengi tvöfaldast á hverjum fimm árum eft- ir sextugt. Um 45% einstaklinga eldri en 85 ára eru taldir þjást af þessum sjúkdómi. Alzheim- ers sjúkdómi hefur því verið lýst sem faraldri meðal aldraðra. Þessi aldurshópur er hraðast vaxandi, því mun fjöldi einstaklinga með Alzheimers sjúkdóm þrefaldast á næstu 50 árum. Byrði sjúklinga, aðstandenda og þjóðfé- lagsins er mikil og hætta er á ófremdarástandi í næstu framtíð. Til dæmis er talið að 60% elli- heimilisíbúa hafi Alzheimers sjúkdóm og er vaxandi skortur á elliheimilisplássi og dagvist- un. Alzheimers sjúkdómur einkennist af stigvax- andi hrörnun á minni og að minnsta kosti einu öðru æðra hugarstarfi. Þessi hrörnun er nægileg til að hamla athöfnum daglegs lífs. Orsök Alzheimers sjúkdóms er ekki þekkt og þessi sjúkdómur er ekki læknanlegur að svo stöddu. Hins vegar eru margar af þeim breytingum sem verða á taugameina- og taugaefnafræði þekkt- ar. Tap á taugafrumum, amýloid útfellingar og taugatrefjaflækjur eru best þekktu taugameina- fræðilegu breytingarnar. Mikill skaði verður á taugakjörnum og -boðefnum, best þekktur er skortur á Acetylcholine. Þessi skaði er fjölþætt- ur og er orsaka að leita bæði innan og utan taugafrumna. Beta-amýloid útfellingar og bólgusvar við þessum útfellingum veldur bein- um taugaskaða. Efnaskipti taugafrumna eru trufluð vegna taugatrefjaflækja og flutningur á 'Assistant Professor of Psychiatry, Program in Neuro- behavioral Therapeutics University of Rochester School of Medicine and Dentistry. næringar- og úrgangsefnum raskast. Margir telja að forrituðu taugadrápi sé flýtt. Alag vegna tæringar og frjálsra radicala er aukið í Alzheimers sjúkdómi. Með aukinni þekkingu á þessum sjúkdómi hafa skapast forsendur fyrir uppgötvun og þróun meðferðarmöguleika. Læknar hafa ekki lagt mikla áherslu á að greina þennan sjúkdóm vegna meðferðarskorts. Kennslu og þjálfun í læknaskólum og fram- haldsnámi er ábótavant. Mat á vitsmunum tíðkast ekki í forvarnarstarfi meðal aldraðra. Aukin áhersla er nú lögð á rannsóknir á orsök- um, ferli og meðferð þessa sjúkdóms vegna vaxandi algengis. Erfðagallar hafa verið greindir í Alzheimers sjúkdómi. Aðrir áhættu- þættir eru einnig þekktir, svo sem aldur, kyn, heilaskaði, snemm tíðahvörf, fjölskyldusaga og fleira. Vaxandi áhersla er lögð á áreiðanlega og tímanlega greiningu elliglapa. Leiðsögn og ábendingar varðandi mat, greiningu og með- ferð Alzheimers sjúkdóms hafa nýlega verið gefnar út. Aðalmarkmið meðferðar er að auka lífsgæði, bæta vitsmunatruflun og hegðunar- truflanir og hægja á framgangi sjúkdómsins. Menntun og stuðningur við aðstandendur ætti vera önnur megináhersla. í framtíðinni munum við geta stöðvað framgang Alzheimers sjúk- dóms og að öllum líkindum grætt taugafrum- urnar sem eftir lifa. Einu lyfin sem fengið hafa ábendingu fyrir Alzheimers sjúkdómi eru kólínesterasa hamlar- ar. I Bandaríkjunum eru tvö slík lyf á markaðn- um, takrín og dónepezíl og tvö önnur eru vænt- anleg. Takrín er lítt notað vegna aukaverkana en dónepezíl hefur náð allmikilli notkun. Nið- urstöður rannsókna og klínísk reynsla á sjúk- lingum með mildan til meðalsvæsinn Alzheim- ers sjúkdóm sýna, að eftir sex mánaða meðferð,

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.