Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 29 dýr með há gildi (meðaltal 44,70 nmól/L). Með samanburði á líffræðilegum gögnum kom í ljós að dýr með háan styrk prógesteróns eru þunguð en dýr með lágan styrk teljast ókynþroska. Þannig er styrkleiki prógesteróns hjá þessum hópum svipaður og hjá langreyði en töluvert lægri en hjá hrefnu á Suðurhveli. Sandreyður hefur almennt mun lægri styrk prógesteróns en áðurnefndar tegundir. Styrkur testósteróns í karldýrum (n=85) reyndist að meðaltali 0,58 nmól/L. Eftir því sem líður á sumarið eykst styrkur testósteróns sem bendir til aukinnar kynvirkni dýranna. Þetta er í samræmi við árlegan æxlunarhring tegundarinnar. Sams konar hækkun hefur fundist hjá karldýrum langreyðar og sandreyðar en hins vegar ekki í karldýrum hrefnu á Suðurhveli. Testótsterónstyrkur karldýranna er al- mennt mun lægri hjá hrefnutegundunum en hjá langreyði og sandreyði. E-12. Könnun á lyfja- og fæðubótar- efnanotkun íþróttafólks á Islandi Pétur Magnússon*, Astráður B. Hreiðarsson*,** Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Lengi hefur verið vitað að íþrótta- menn í fremstu röð nota lyf og fæðubótarefni í til- raun til þess að bæta íþróttaárangur. Sífellt er að nást betri árangur í íþróttum og íþróttakeppnir verða æ jafnari þannig að kröfur á íþróttamennina verða stöðugt meiri. Bæði þekking og frantboð á fæðubótarefnum og lyfjum til að bæta íþróttaárang- ur, hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Stundum getur jafnvel verið erfitt að greina á milli fæðubót- arefna og lyfja. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig notkun lyfja (löglegra og ólöglegra) og fæðubótarefna er háttað meðal íþróttafólks í fremstu röð á Islandi og bera saman þekkingu og viðhorf þeirra tii þessara mála. Efniviður og aðferðir: Tíu knattspyrnulið (fimm karlalið og fimm kvennalið) og 10 hand- knattleikslið (fimm karlalið og fimm kvennalið) úr efstu deild voru valin af handahófi í úrtak ásamt íþróttafólki úr fimm af fjölmennustu frjálsíþróttafé- lögum landsins. Iþróttafélögin voru heimsótt í mars 1998 og spurningalisti án persónuupplýsinga var lagður fyrir alla íþróttamenn þessara liða. Þátttak- endur skiluðu svo spurningalistanum strax til baka að útfyllingu lokinni. Niðurstöður: Þrjúhundruð fimmtíu og þrír íþróttamenn (195 karlar og 158 konur) af 459 (76%) svöruðu spurningalistanum. Af þeim telja 27% karla og 14% kvenna að íþróttafólk eigi að fá að nota sum lyf án eftirlits til að bæta íþróttaárang- ur en meirihluti íþróttafólks vill ekki leyfa nein lyf. A sex mánaða tímabili fyrir könnunina höfðu 60% íþróttafólks notað einhver lyf og var mest notkun á verkja- og bólgueyðandi lyfjum sem um helmingur íþróttafólksins hafði notað. Af svarendum viður- kenndu 8,8% karla (n= 17) og 1,3% (n=2) kvenna að hafa notað ólögleg lyf fyrir íþróttafólk og var aðallega um notkun örvandi efna að ræða. Fæðu- bótarefni höfðu 72% karla og 40% kvenna notað á sex mánaða tímabili fyrir könnunina en mesta notk- unin var meðal knattspyrnukarla (82%). Kreatín var mest notaða fæðubótarefnið (47% karla og 10% kvenna) en næst kom fjölvítamín (39% karla og 23% kvenna). Þekking karla var marktækt meiri en kvenna á fæðubótarefnum (p<0,05) en marktækur munur var ekki á þekkingu á reglum um bönnuð lyf í íþróttum. Alyktanir: Notkun ólöglegra lyfja til að bæta íþróttaárangur virðist vera algengari meðal karla en kvenna. Greinilegt er, að fæðubótarefni eru töluvert notuð af báðum kynjum í þeim tilgangi að bæta fþróttaárangur. Þar sem notkun fæðubótarefna er mest, hvetja íþróttafélög íþróttamenn sína til að nota fæðubótarefni, bjóða upp á fræðslu um þau og taka jafnvel þátt í að greiða kostnað við notkunina en þetta er sérstaklega algengt í knattspyrnu karla. Aukin vitneskja um eiginleika fæðubótarefna og aukin notkun fæðubótarefna fylgjast að (p<0,05). E-13. Tengsl sýklalyfjanotkunar og ónæmis hjá helstu eyrnabólgubakterí- um í börnum Aðalsteinn Gunnlaugsson. Vilhjálmur A. Arason, Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Jóhann A. Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HI, Heilsugœslustöðinni Sólvangi, sýklafrceðideild og lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Ónæmi pneumókokka á íslandi óx hratt hér á landi fram til ársins 1993. Árin 1992- 1993 leiddi hérlend rannsókn (Arason et al. BMJ 1996; 313: 387-91) í ljós að sterk tengsl virtust vera á milli sýklalyfjanotkunar og myndunar ónæmis pneumókokka. Frá þessum tíma hefur átt sér stað markviss áróður með það fyrir augum að minnka sýklalyfjanotkun svo og að gera almenning meðvit- aðan um þetta vandamál. Markmið okkar nú er að kanna aftur algengi ónæmra baktería meðal barna á aldrinum eins til sex ára og skoða þannig tengsl þess við sýklalyfjanotkun. Aðaláhersla verður lögð á að skoða þær breytingar sem orðið hafa á síðast- liðnum fimm árum. Efniviður og aðferðir: Sýni eru tekin á fjórum svæðum: Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Bolung- arvík og Hafnarfirði / Garðabæ. Slembidreift úrtak úr þýði barna á aldrinum eins til sex ára er gert á hverju svæði fyrir sig. Spurningalistar eru sendir á undan til útfyllingar. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um sýklalyfjanotkun barnsins á síðast-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.