Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 36
34 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Ályktanir: Athygli vekur að almennt varð dráp beggja lyfja áberandi fyrr og meira í lærum en iungum. Orsakir eru óljósar en mætti ef til vill leita í mismunandi ónæmissvörun milli sýkingarstað- anna og/eða ólíkum aðstæðum á sýkingarstað, svo sem pH gildi og fleira. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðgengi lyfjanna er svipað á þessum tveim- ur stöðum. Þá er mismunur á verkun lyfja eftir hjúpgerðum. Einnig er athyglisvert hve neutrófílar auka á virkni sýklalyfjanna. Lengri drápsvirkni ceftríaxóns miðað við penicillín má líklegast rekja til lengri T'h þess. Niðurstöðurnar varpa frekara Ijósi á mismunandi lyfhrif sýklalyfja milli hjúpgerða og milli sýkingar- staða, en það getur haft klíníska þýðingu við val á bestu sýklalyfjameðferðinni. E-21. Áhrif pneumókokka bóluefnis af hjúpgerð 6B tengt tetanus toxóíði (Pn6B-TT) á magn mótefna í sermi og opsónerandi verkun þess meðal heil- brigðra og sjúklinga með langvinnan teppusjúkdóm í lungum Steinn Jónsson*, Gestur Viöarsson**, Karl G. Kristinsson***, Rachel Schneerson****, Gerald Schiffman*****, Helgi Valdimarsson**, Ingileif Jónsdóttir** Frá *lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Rannsóknastofu Háskólans í ónœmisfrœði, ***sýklafrœðideild Landspítalans, ****National Institutes of Cltild Healtlt and Development, *****State University of New York Inngangur: Streptococcus pneumoniae er al- gengasta orsök lungnabólgu meðal fullorðinna. Sjúklingar með langvinnan teppusjúkdóm í lungum (LTL) eru sérstaklegi í áhættu og mælt er með bólu- setningu þeirra með 23 gildu fjölsykrungabóluefni. Gagnsemi fjölsykrungabóluefnis hefur verið um- deild og verið er að þróa prótíntengd bóluefni gegn pneumókokkum, sem hafa sýnt virkni meðal ungra barna, en upplýsingar um verkun meðal sjúklinga með langvinnan teppusjúkdóm í lungum eru af skornum skammti. Efniviður og aðferðir: I þessari rannsókn voru sjúklingar með langvinnan teppusjúkdóm í lungum á aldrinum 55-75 ára bólusettir með Pn6B-TT (n=10) annars vegar og 23 gildu fjölsykrungabólu- efni (n=9) hins vegar og voru áhrif þessara bólu- efna á mótefnasvörun gegn hjúpgerð 6B og op- sónerandi verkun sermis borin saman. Heildarmagn mótefna var mælt með RIA en IgG mótefni voru mæld með ELISA og opsónerandi verkun var mæld með frumuátsmælingu með kleyfkjarna átfrumum úr mönnum. Til samanburðar voru heilbrigðir ung- ir einstaklingar bólusettir með báðum tegundum pneumókokkabóluefnis. Niðurstöður: Sjúklingahóparnir voru sambæri- legir hvað snertir aldur. reykingasögu, lungnastarf- semi og notkun barkstera. Meðfylgjandi tafla sýnir vegin meðaltöl (GMT) heildarmagns mótefna (ng Ab N/ml) og IgG mótefna (pg/ml) fyrir og eftir bólusetningu meðal sjúklinga sem fengu Pn6b-TT (LTL-EB) og þeirra sem fengu 23 gilt fjölsykrunga- bóluefni (LTL-AB). Pn6B mótefni LTL-EB (n=10) LTL-AB (n=9) pre post pre post IgG-mótefni GMT 2,39 4,69 2,99 5,73 (pg/ml) P 0,0138 0,0231 Heildarmótefni GMT 466 1323 398 1159 (ng Ab N/ml) 0,0127 0,0143 Báðir hóparnir svöruðu bólusetningu með mjög marktækri hækkun mótefna og var hún sambærileg við þá hækkun sem mældist hjá heilbrigðum ung- um einstaklingum. Góð fylgni var milli magns mótefna eftir bólusetningu og opsónínvirkni hjá öllum hópunum þremur og var fylgnistuðull 0,807 (p<0,001). Ályktanir: Þessar niðurstöðu sýna að eldra fólk með langvinnan teppusjúkdóm í lungum svarar bólusetningu með 23 gildu fjölsykrungabóluefni og Pn6B-TT með marktækri hækkun mótefna sem eru virk sem opsónín in vitro. Svörun þessara sjúklinga virðist ekki lakari en svörun heilbrigðra fullorð- inna. Þótt nauðsynlegt sé að rannsaka fleiri hjúp- gerðir benda þessar niðurstöður til að 23 gild fjöl- sykrungabóluefni og prótíntengd bóluefni gegn pneumókokkum geti verið jafngild hjá fullorðnum. E-22. Áhrif fjöllyfjameðferðar bakrita- og próteasahemla á HIV-1 sýkingu á ís- landi. Tveggja ára reynsla Gunnar Gunnarsson, Barbara Stanzeit, Arthur Löve, Már Kristjánsson, Hugrún Ríkarðsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Haraldur Briem Frá lyflœkningadeild og rannsóknastofu Landspít- alans í veirufrœði, lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Fjöllyfjameðferð með bakrita- og próteasahemlum hefur verið beitt gegn alnæm- isveirunni á íslandi síðan í febrúar 1996. Markmið okkar var að kanna meðferðina og áhrif hennar á veiru- og ónæmisfræðilega þætti á rúmlega tveggja ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru áhrif lyfja- meðferðar á veirumagn HIV-1 í plasma hjá öllum einstaklingum sem meðhöndlaðir voru með fjöllyfjameðferð á tímabilinu febrúar 1996 til apríl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.