Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 38
36 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 samkvæmt Hagskinnu. Faraldursár var skilgreint sem ár með minnst 100 skráðum tilfellum. Ekki var staðfest að einstaklingur hefði fengið veirusýkingu heldur einungis reiknað hvað hann hafði lifað marga einstaka eða samtímisfaraldra fram að sex ára aldri. Niðurstöður: Áhætta á að fá þarmabólgusjúk- dóm var ekki marktækt aukin ef einstaklingur var aðeins útsettur fyrir einni veirusýkingu á ári. Ef einstaklingur var útsettur fyrir mislingum og hettu- sótt á sama ári jókst áhættan marktækt fyrir Crohns sjúkdómi (p<0,0001) vaxandi að þriðja ári. Fyrir svæðisgarnabólgu var áhætta einnig marktækt auk- in (p<0,0001), en ekki var munur á öðru og þriðja ári. Hlaupabólufaraldrar höfðu engin áhrif á áhættu. Niðurstöður styðja tilgátu um að samtímis- sýking mislinga og hettusóttar auki áhættu á þarmabólgusjúkdómum og gefa tilefni til að hug- leiða áhrif samtímisbólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðhundum. E-25. Gæði heilbrigðisþjónustu. Sameig- inleg ábyrgð Hans Jakob Beck*,**, Björn Guðbjörnsson* Frá *Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, **Reykja- lundi Inngangur: Gæði heilbrigðisþjónustunnar ráð- ast ekki einvörðungu af gæðum hvers þáttar heldur einnig af tengslum mismunandi þátta, upplýsingu sjúklinga og almennings. Við gæðarannsókn á bráðadeild lyflækningadeildar FSA var leitað þátta í starfi lækna sem bæta mátti, en jafnframt athugað hvort misbrestur varð í lækniseftirliti eða samskipt- um milli lækna innan og utan sjúkrahússins. Jafn- framt var kannað hvort sjúklingarnir sjálfir hefðu getað haft áhrif á gang sjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á slembiúrtaki úr þriðjungi innlagna á bráðalyflækn- ingadeild FSA árið 1995. Utanaðkomandi lyflækn- ir, með reynslu af aðferðinni las sjúkraskrárfærslur um 226 innlagnir og voru aðfinnslutilfelli síðar endurmetin og flokkuð sameiginlega af fyrri dóm- ara og sérfræðingum af deildinni. Auk atriða sem lýstu heilsuvanda sjúklingahóps og fyrri samskipt- um við lækna var metið hvort eftirlit hefði getað af- stýrt innlögn, hvort aðgerðir læknis eða sjúklings hefðu getað haft áhrif á gang sjúkdóms og hversu greiðlega gekk að hefja virka meðferð. Niðurstöður: í sex tilfellum (2,6%) var talið að aukið eftirlit hefði geta forðað innlögn og í 21 til- felli (9,3%) að aðgerðir læknis hefðu getað haft áhrif á sjúkdómsgang. Algengustu misbrestir voru yfirsjón læknis, afleiðing meðferðar og seint við- bragð. í 29 tilfellum (12,8%) hefðu aðgerðir sjúk- lings getað mildað gang sjúkdóms, en algengast var að sjúklingar brugðust ekki við einkennum eða duttu úr eftirliti. í 15 tilfellum dróst lengur en tvo sólarhringa að hefja virka meðferð, en þar af var töfin talin eðlileg í 11 tilfellum. Ályktanir: Gæðaeftirlit með innra starfi deildar gæti aðeins bætt úr hluta óæskilegra tilvika þegar bæði er horft á atburðarás fyrir innlögn og á legu- tíma. Til að bæta gæði heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja samstarf milli sjúkrahúsa, heilsugæslu og læknastofa og virkja sjúklinga betur til ábyrgðar á eigin heilsu. E-26. Fyrstu skrefin að samfelldri gæða- stjórnun á sjúkradeild Hans Jakob Beck*,**, Björn Guðbjörnsson* Frá *Fjórðungssjúkrahúsinu áAkureyri, **Reykja- lundi Inngangur: Mikið er fjallað um nauðsyn gæða- eftirlits í heilbrigðiskerfinu, en það krefst breyttra vinnuaðferða lækna. Áhrifamikið gæðaeftirlit felst í viðvarandi hringrás reglubundinna mælinga, úr- vinnslu og breytinga. Á lyflækningadeild FSA var gerð rannsókn til að kanna hverju breyta þyrfti í vinnulagi lækna svo hægt yrði að koma á stöðugu gæðaeftirliti. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn gæðakönnun af utanaðkomandi sérfræðingi sem las sjúkraskrárfærslur slembivalins úrtaks þriðjungs allra bráðainnlagna á lyflækningadeild FSA árið 1995. A staðlaðan hátt voru læknisfræðilegar ákvarðanir metnar og hvort sjúklingur lá lengur á bráðadeild en nauðsyn krafði. Tilfelli sem þóttu at- hugaverð voru lögð fyrir sameiginlegan fund allra sérfræðinga deildarinnar sem mat hvort athuga- semdirnar þættu réttmætar og hvað væri til úrbóta. Tillögur að samfelldu gæðaeftirliti voru byggðar á niðurstöðunum. Niðurstöður: Upplýsingar skorti í sjúkraskrár til að meta hvenær virkri meðferð lauk og tímasetn- ingar ákvarðana við innlögn voru ónákvæmar. Eng- ir kerfisbundnir gæðabrestir í starfi lækna fundust. I 11 tilfellum (4,9%) voru gerðar athugasemdir við aðgerðir lækna, en algengustu ástæðurnar voru af- leiðingar meðferðar, yfirsjón við skoðun/rannsókn og snemmbær útskrift. Á grundvelli niðurstaðna voru eftirfarandi tillögur gerðar: skrá við komu, tímasetningu læknisskoðunar, upphaf meðferðar og innlögn á deild auk fyrstu sjúkdómsgreiningar; skrá samdægurs þegar sjúklingur er talinn útskriftarhæf- ur af bráðadeild. Ályktanir: Sjúkraskrárkönnun leiðir vel í ljós misbresti í skráningu og gæti leitt í ljós kerfis- bundna misbresti í starfi deildar. Fyrsta skrefið að sífelldri gæðastjórnun getur verið einföld, stöðluð sjúkraskrárfærsla, sem farið er yfir við útskrift og mælir til dæmis viðbragðsflýti við innlögn, rétt- mæti fyrstu greiningar og biðtíma eftir að virkri meðferð er lokið.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.