Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 40
38 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Niðurstöður: Þátttaka upphaflega þýðisins var 72% og var afdrifum 105 manns (35 karla og 70 kvenna) fylgt eftir til september 1997 en þá höfðu 103 (98%) látist. Meðalaldurinn við upphaf rann- sóknarinnar var 87 ár og meðalgildi kólesteróls mældist 6,1 mmól/1. Meðallifun var 4,7 ár. Mat á áhættu leiddi í ljós lækkaða dánartíðni um 52% (95% CI 23-70%) fyrir kólesteról >6,5 mmól/1 og um 28% (ekki marktækt) fyrir kólesteról gildi <5,0 mmól/1 miðað við kólesterólgildin 5,0-6,5. Þegar áhættutíminn er reiknaður frá einu ári eftir að mæl- ingin var gerð, mælist lækkun dánartíðni 55% (Cl 26-72%) fyrir kólesterólgildi >6,5 mmól/1 og 49% (CI 5-73%) fyrir gildi <5,0 mmól/1. Það urðu engar marktækar breytingar þótt tekið væri tillit til kyn- ferðis, efra marks blóðþrýstings og þn'glýseríðs í sermi. Af 11 einstaklingum með kólesterólgildi í sermi 4,5 mmól/1 eða lægri, dóu sex úr blóðrásar- sjúkdómum og illkynja sjúkdómur varð aðeins ein- um að aldurtila. Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir að samband dánaráhættu við heildarmagn kólesteróls í sermi hefur öfugt U-laga form þar sem lífslíkur fara vax- andi við hærri og lægri kólesterólgildi. Þetta sam- band verður sterkara ef sleppt er fyrsta árinu. Skýr- ingar gætu legið í hinu mikla náttúruvali eftir að háum aldri er náð og einnig ef efnafræðileg afildun á blóðfitum og burðarefnum þeirra færi fram með öðrum hætti. Ekki fannst samband á milli lágra kól- esterólgilda í sermi og illkynja æxla og getur það að hluta til skýrt þá auknu lifun, sem fram kom í þessari rannsókn. E-30. Þátttakendur í öldrunarrannókn Hjartaverndar bornir sarnan við þá sem ekki tóku þátt í rannsókninni Björn Einarsson*,**, Anders Wallin***, Pálmi V. Jónsson**, Nikulás Sigfússon* Frá *Rannsóknarstöð Hjartaverndar, **Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ***Institute of Clinical Neuroscience, Dpt. of Psychiatry and Neurochemistry Gautaborg Inngangur: Þegar metnar eru niðurstöður far- aldsfræðilegra rannsókna er mikilvægt að gera sér grein fyrir, hvort sá hópur sem ekki mætti til rann- sóknarinnar sé að einhverju leyti frábrugðinn þeim hópi sem mætti. Efniviður og aðferðir: í sjötta áfanga hóprann- sóknar Hjartaverndar voru mögulegir þátttakendur á aldrinum 70-85 ára, 1165 karlar og 1707 konur. Til skoðunar mættu 71,5% karla og 70,9% kvenna. Hringt var í þriðjung þeirra sem ekki höfðu mætt og bjuggu utan stofnana, alls 103 karla og 142 kon- ur. Fyrir þetta úrtak voru lagðar valdar staðlaðar spurningar úr öldrunarrannsókninni. Þátttaka eldri aldurshópa var hlutfallslega meiri í símakönnun- inni en í öldrunarrannsókninni og því voru niður- stöður símakönnunarinnar aldurs- og kynstaðlaðar. Niður-stööur: I símakönnuninni náðist í 82% kvenna en 61% karla. í samanburði á símakönnun og öldrunarrannsókn hvað lyf varðar voru fleiri konur sem notuðu engin lyf í símakönnun, en eng- inn rnunur var á hjarta-, æða-, geð- og svefnlyfja- notkun. hvorki meðal karla né kvenna. Enginn munur var á algengi hjartakveisu, kransæðastíflu eða háþrýstings. Hjartabilun og heilablóðföll voru algengari meðal beggja kynja í símakönnun (14,3% á móti 4,9% og 13,1% á móti 6,6%). Sykursýki var algengari meðal beggja kynja í símakönnun (20% á móti 5,8%) og var munurinn meiri meðal karla (28,2% á móti 6,8%). Göngufærni var lakari meðal þátttakenda í síma- könnun og voru í þeint hópi fleiri sem þurftu meiri aðstoð en staf (9,8% á móti 1,5%). í símakönnun kvörtuðu færri konur um slæmt minni (2,8% á móti 12,4%), sjóndepru (17,9% á móti 44,0%) og heyrn- ardeyfu (19,5% á móti 37,4%). Enginn munur var á þunglyndis- eða kvíðakvörtunum. Ályktanir: Munur kom fram milli hópanna í nokkrum atriðum en sá munur var misvísandi, þannig að ekki verður fullyrt að annar hópurinn sé betri eða verri hvað heilsufar varðar en hinn. E-31. Áhrif apoE gens á kólesteról, hjartaáföll og vitræna starfsemi Vilmundur Guðnason*, Björn Einarsson*,**, Manjeet Bolla*, Guðrún Karlsdóttir***, Halldór Kolbeinsson***, Pálmi V. Jónsson**, Helgi Sig- valdason* Frá *Hjartavernd, **öldrunarsviði og ***geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Starfrænn breytileiki í apoE prótíni er vel þekktur með þrjú set; E2, E3 og E4 sem greina má með DNA prófi. Áhrif apoE á plasma- styrk kólesteróls er allvel skilinn og er apoE4 tengt hækkun á kólesteróli. Því hefur verið reynt að tengja apoE4 áhættu á kransæðasjúkdómi og nota sem forspárþátt um þróun sjúkdómsins. ApoE4 hef- ur nýlega verið tengt áhættu á heilabilun aðallega af Alzheimersgerð og hefur í þeim rannsóknum umtalsvert forspárgildi. Vegna þessa er mikilvægt að greina framlag gensins til þessara sjúkdóma svo unnt sé að meta hvort hugsanleg gagnsemi apoE sem forspárþátts fyrir (hugsanlega fyrirbyggjandi) kransæðastíflu sé að engu gerð vegna sterks for- spárgildis fyrir heilabilun sem enn er ekki unnt að fyrirbyggja. Efniviður og aðferðir: ApoE erfðabreytileikinn var rannsakaður í fjórum hópum; 320 einstaklingar frá almennu þýði, 450 þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar sem lifað hafa af hjartaáfall, 2200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.