Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
47
aldur 49,6; staðalfrávik 18,6), konur voru 315, ald-
ur 12 til 90 ára (meðalaldur 54,5; staðalfrávik
17,6). Heildarfjöldi holsjárskoðana á þessum árum
var um 1500. Tekin voru vefjasýni úr magahelli
(antrum) og bol (corpus) og gerð CLO rannsókn.
Niðurstöður: Unnt var að meta 458 sjúklinga
(81,5%), karlar voru 194 (sjö til 90 ára, meðalaldur
48,4; staðalfrávik 19,3) og konur voru 264 (12 til
90 ára, meðalaldur 53,8; staðalfrávik 18,1). H.
pylori jákvæðir voru 220 (48%). Alls reyndust 205
sjúklingar jákvæðir í magahelli og 205 jákvæðir í
magabol en 190 voru jákvæðir í bæði magahelli og
magabol. Sjúklingar yngri en 50 ára voru 214
(46,7%), jákvæðir voru 92 (43%) en 50 ára og eldri
voru 244 (53,3%), þar af jákvæðir 128 (52,5%). Al-
gengustu ástæður holsjárskoðunar voru: ætisár
(38,6%), vélindabólgur (16,4%) og magabólgur
(14,0%). Niðurstöður holsjárskoðunar voru: ætisár
11,4%, vélindabólgur 15,1% og magabólgur
23,6%. Eðlilegar skoðanir voru 26,9%. Af sjúkling-
um með ætisár voru 69% H. pylori jákvæðir, með
magabólgur 57% og með eðlilega skoðun 32%.
Alyktanir: 1) Lélegt samræmi er milli ætisárs
sem ástæðu og niðurstöðu holsjárskoðunar á efra
meltingarvegi. 2) Aðeins um helmingur sjúklinga
með einkenni hafa virka H. pylori sýkingu í maga.
3) Til að sýna fram á virka H. pylori sýkingu í maga
er best að taka sýni frá bæði magahelli og magabol.
4) Um þriðjungur H. pylori jákvæðra sjúklinga hafa
ekki ætisár.
E-48. Meðferð gegn Helecobacter pylori.
Samanburður á tveimur lyfjasamsetn-
ingum
Sigurður Einarsson*, Kristín Ólafsdóttir**, Berg-
þór Björnsson**, Ásgeir Theodórs*, **, ***
Frá *lyflœkningadeild og **meltingarsjúkdóma-
deild St. Jósefsspítaia Hafnarftrði, ***lyflœkninga-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Ýmsar lyfjasamsetningar hafa verið
notaðar í meðferð sýkingar af völdum Helicobact-
er pylori. íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa síðustu
misseri mælt með svoköllaðri DOMT lyfjasamsetn-
ingu (De Nol® - kollóíð bismút súbcítrat, óme-
prazól, metrónídazól, tetracýklín) en aðrir (Europe-
an Helicobacter Pylori Study Group - EHPSG)
hafa hins vegar mælt með OKA (ómeprazól, klar-
itrómýcín, amoxicillín). Markmið rannsóknarinnar
var að bera saman þessar tvær lyfjasamsetningar
með tilliti til upprætingar á H. pylori og aukaverk-
ana.
Efniviður og aðferðir: Frá janúar 1996 til apríl
1998 var gerð framskyggn slembirannsókn á sjúk-
lingum sem vísað var til holsjárskoðunar og höfðu
H. pylori jákvæða (CLO rannsókn) magaslímhúð
(magahelli og/eða bol). Slembiröðun réð því hvort
sjúklingarnir fengu OKA eða DOMT í sjö daga.
Þeim var síðan sent bréf og þeir boðaðir í l3C-UBT
(l3C-útöndunarloftrannsókn) eða magaspeglun til
að meta hvort upprætingarmeðferð hefði tekist.
Einnig voru þeir spurðir um meðferðarheldni og
aukaverkanir af lyfjameðferðinni. Meðferð fengu
130 sjúklingaren 27 voru útilokaðir (20 komu ekki
til eftirlits, sex voru meðhöndlaðir áður og gögn
fundust ekki um einn sjúkling).
Niðurstöður: Mögulegt er að meta árangur með-
ferða hjá 103 sjúklingum (51 konu og 52 körlum).
DOMT meðferðina fékk 51 sjúklingur, aldur 26-81
ár, meðalaldur 55,6 ár. Uppræting tókst hjá 47 sjúk-
lingum (92,3%). OKA meðferð fengu 52 sjúkling-
ar, aldur 34-88 ára, meðalaldur 60 ár. Uppræting
tókst hjá 49 sjúklingum (94,2%). Eftirlit DOMT
hópsins var 4-108 vikur, meðaltal 44,1 vika, en
OKA hópsins var 6-112 vikur, meðaltal 45,7 vikur.
Sjúkdómsgreiningar DOMT/OKA hópanna skipt-
ust þannig: magasár 13/22, skeifugarnarsár 24/18,
magabólgur 13/12 og annað 4/4. Kynjahlutfall
hópanna var sambæriletg. Ekki var marktækur
munur á aukaverkunum (einn úr hvorum hópi hætti
meðferð) og upprætingu á H. pylori.
Alyktanir: 1) OKA og DOMT lyfjasamsetning-
ar eru sambærilegar og árangursríkar gegn H.
pylori. 2) Alvarlegar aukaverkanir koma fyrir en
eru fátíðar.
E-49. Ranitidine bismuth citrate with
clarithromycin given for seven days
effectively eradicates H. pylori
Bjarni Þjóðleifsson *, Einar Oddsson *, Hallgrímur
Guðjónsson*, Kjartan B. Örvar**, Asgeir Theo-
dórs**, Hjörleifur Þórarinsson***, Roberts
PM***, Ásgeir Böðvarsson*****, Sjöfn Kristjáns-
dóttir*****, Ólafur Gunniaugsson*****
Frá *Landspítalanum, **St. Jósefsspítala Hafnar-
ftrði, ***GIaxoWellcome hf, ****GlaxoWellcome
UK, *****Sjúkrahúsi Reykjavíkur Fossvogi
Introduction: Several studies have demon-
strated the efficacy of ranitidine bismuth citrate
(RBC) 400 mg b.i.d. with clarithromycin (Clar)
500 mg b.i.d. given for 14 days in the eradication
of H. pylori. This multicentre, double blind,
randomised study was to determine whether treat-
ment with this dual therapy for seven days would
also be effective.
Material and methods: A total of 360 dyspeptic
patients received RBD 400 mg b.i.d. with Clar 500
mg b.i.d. for seven days or 14 days. H. pylori in-
fection was initiálly detected by an antral or corpus
biopsy with rapid urease test and subsequently con-
firmed by a positive l3C-urea breath test (UBT) in
354 patients. H. pylori status at least four weeks
and 12 weeks post-treatment was assessed by UBT.