Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 36
55
aðrir ekki. Eru ástæðurnar fyrst og fremst tengdar
sjúkdóminum eða eru félagslegir og sálrænar
ástæður afgerandi? Ef það síðara á við ætti lítill
munur að vera á sjúkdómsástandi þeirra sem eru
öryrkjar og hinna sem eru það ekki, en hafa sama
sjúkdóm. Til að kanna þetta voru sjúklingar með
flogaveiki athugaðir.
Efniviður og aðferðir: Athugaðir voru allir
flogaveikisjúklingar á aldrinum 16 til 66 ára sem
bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins 1993 og voru
skráðir hjá Tryggingastofnun ríkisins í desember
1996 annað hvort sem öryrkjar og/eða handhafar
lyfjakorts fyrir flogalyf. Klínísku upplýsingarnar
sem byggt er á eiga við árið 1993.
Niðurstöður: Alls voru þetta 194 einstaklingar. í
öryrkjahópnum voru 47 konur og 54 karlar, en af
þeim sem ekki voru á örorku voru 39 konur og 54
karlar. Meðalaldur öryrkjahópsins var 42 (staðal-
frávik 13) ár, en 41 (13) ár fyrir seinni hópinn. Eng-
inn munur var á aldri kvenna og karla. Af öryrkjun-
um hafði 41 (41%) sjálfvakta flogaveiki, 30 voru
þroskaheftir, átta höfðu æðasjúkdóm í heila, sjö
höfðu sögu um höfuðáverka, fjórir höfðu heilaæxli,
fjórir heilahrörnunarsjúkdóm, þrír höfðu sögu um
sýkingu í heila, tveir höfðu litningagalla og einn
var með meðfædda lömun.
Af þeim sem ekki voru á örorku var 81 (87%)
með sjálfvakta flogaveiki, fjórir höfðu æðasjúkdóm
í heila, fjórir höfðu sögu um heilaáverka, tveir sögu
um heilasýkingu, einn var með heilaæxli og einn
var þroskaheftur.
Þegar einungis þeir með sjálfvakta flogaveiki eru
bornir saman kemur fram að öryrkjarnir eru heldur
eldri en hinir eða 41,2 ára (12,4) á móti 35,8 ára
(13,2) (p<0,05) og þeir höfðu að sama skapi lengri
sögu um flogaveiki eða 21,6 (13,2) ár á móti 16,2
(11,4) árum (p<0,05). Um 80% af sjúklingum með
sjálfvakta flogaveiki höfðu flogaköst árið 1993 en
50% hinna (p<0,05). Um 38% öryrkjanna notuðu
meira en eitt flogalyf en 27% hinna (p>0,05).
Umræða: Það er ljóst af þessum niðurstöðum að
meinvakin flogaveiki er mun algengari hjá þeim
flogaveikisjúklingum sem fá öryrkjubætur en hin-
um sem ekki njóta þeirra. Þegar einungis er litið á
sjálfvakta flogaveiki kemur fram að þeir sem fá ör-
orkubætur eru líklegri til að fá flogaköst en hinir.
Þessar niðurstöður benda til þess að flogaveiki
þeirra sem fá örorkubætur sé illskeyttari en hinna,
sem ekki njóta bóta.
E-66. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúk-
dóma og vitræn skerðing
Björn Einarsson*,**, Anders Wallin***, Pálmi V.
Jónsson*, Nikulás Sigfússon*
Frá *Hjartavernd, **Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
***Institute of Clinical Neuroscience, Dpts. of
Psychiatry and Neurochemistry, Gautaborg
Markmið: Að meta áhrif áhættuþátta hjarta- og
æðasjúkdóma á vitræna getu.
Efniviður og aðferðir: í sjötta áfanga hóprann-
sóknar Hjartaverndar voru skoðaðir 833 karlar og
1210 konur á aldinum 70-85 ára, sem bjuggu heima
eða á stofnunum. Þátttaka var 70%. Notuð voru tvö
vitræn próf. Mini-Mental Status Examination
(MMSE) er mælikvarði á vitræna getu. Hæst eru
gefin 30 stig, en færri stig lýsa skerðingu á vitrænni
getu. Digit Symbol Substitution Test (DSST) er
mælikvarði á hraða hugsunar. Minnst eru gefin 0
stig, en stigaaukning lýsir hraðari hugsun. Áhættu-
þættir hjarta- og æðasjúkdóma sem mældir voru:
slagbils- og hlébilsþrýstingur, heildarkólesteról,
HDL kólesteról, þríglýseríðar, blóð og sermissykur,
líkamshæð, líkamsþyngd, þyngdarstuðull (Body
Mass Index), mittis- og mjaðmamál og mittis-
/mjaðmahlutfall (Waist Hip Ratio). Reykingar voru
kannaðar með spurningalista.
Niðurstöður: Fylgni áhœttuþátta hjarta- og
œðasjúkdóma og MMSE: Bæði slagbils- og hlébils-
þrýstingur höfðu jákvæða fylgni við MMSE hjá
báðum. Fylgnin var sterkari hjá þeim sem voru
skertastir vitrænt. Heildarkólesteról og HDL kól-
esteról höfðu jákvæða fylgni við MMSE hjá kon-
um. Fylgnin var sterkari hjá þeim sem voru skert-
astir vitrænt. Þríglýseríð hafði neikvæða fylgni við
MMSE hjá konum. Hæð og þyngd höfðu jákvæða
fylgni við MMSE hjá báðurn kynjum. Fylgnin varð
sterkari hjá körlum en minnkaði hjá konum sem
voru skertust vitrænt. Mittis-/mjaðmahlutfall hafði
jákvæða fylgni við MMSE hjá konum. Þessi fylgni
var sterkust hjá þeim konum sem voru skertastar
vitrænt. Konur með reykingasögu, núverandi og
fyrrverandi, voru betri vitrænt samkvæmt MMSE
og var þessi fylgni sterkari meðal núverandi reyk-
ingakvenna sem voru skertastar vitrænt. Þessi
fylgni var einnig fyrir hendi hjá körlum sem höfðu
reykt.
Fylgni áhœttuþátta hjarta- og ceðasjúkdóma og
DSST: Slagbilsþrýstingur hafði neikvæða fylgni
við DSST hjá konum. Þríglýseríðar, blóð- og
sermissykur höfðu neikvæða fylgni við DSST hjá
konum. Hæð og þyngd höfðu jákvæða fylgni við
DSST hjá báðum kynja. Fyrrum reykingamenn
bæði karlar og konur höfðu hraðari hugsun sam-
kvæmt DSST.
Umræða: Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma
voru minni eftir því sem vitræna getan var minni en