Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 64
56 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 meiri eftir því sem hugsunarhraðinn var minni. Þegar niðurstöðurnar eru settar í samhengi þarf að hafa í huga að um þversniðsrannsókn er að ræða. Því gætum við allt eins verið að horfa á áhrif vit- rænnar skerðingar á áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma. Til að skoða áhrif áhættuþátta hjarta- og æðsjúkdóma á vitræna getu þarf langtímarannsókn. E-67. Vitræn geta, hraði hugsunar og þunglyndiseinkenni Björn Einarsson*,**, Anclers Wallin***, Halldór Kolbeinsson*, Nikulás Sigfússon* Frá *Hjartavernd, **Sjúkrahúsi Réykjavíkur, ***lnstitute of Clinical Neuroscience, Dpts. of Psychiatry and Neurochemistry, Gautaborg Markmið: Að lýsa og bera saman vitræna getu, hugsunarhraða og þunglyndiseinkenni. Efniviður og aðferðir: I sjötta áfanga hóprann- sóknar Hjartaverndar voru skoðaðir 833 karlar og 1210 konur á aldrinum 70-85 ára, sem bjuggu heima eða á stofnunum. Þátttaka var 70%. Tvö vitræn próf voru notuð og eitt sem mælir þunglyndiseinkenni. Mini-Mental Status Examination (MMSE) er mælikvarði á vitræna getu. Hæst eru gefin 30 stig, en færri stig lýsa skerðingu á vitrænni getu. Digit Symbol Substitution Test (DSST) er mæli- kvarði á hraða hugsunar. Minnst eru gefin 0 stig, en stigaaukning lýsir hraðari hugsun. Geriatric Depression Scale (GDS) er mælikvarði á þunglyndi. Hæst eru gefin 30 stig, færri stig lýsa auknum þunglyndiseinkennum. Niðurstöður: Aldurs- og kynjamunur: Vitræn geta mæld með MMSE minnkaði með hækkandi aldri hjá báðum kynjum. Konur voru tveimur stig- um lægri en karlar og vitræn skerðing var tvisvar sinnum algengari meðal kvenna, óháð því hvaða viðmiðunargildi voru notuð (21,23,25 stig). Þessi munur var marktækur í öllum atriðum nema því að skrifa setningu. Hugsunarhraði mældur með DSST minnkaði með hækkandi aldri án kynjamunar. Þunglyndiseinkenni mæld með GDS jukust með hækkandi aldri meðal karla. Samanburður á prófum: Fylgnistuðull milli MMSE og DSST var 0,53 meðal karla og 0,55 meðal kvenna. Fylgnin var sterkari meðal þeirra sem voru skertastir vitrænt. Fylgnistuðull milli MMSE og GDS var 0,24 meðal beggja kynja. Fylgnin var veikari því skertari sem þeir voru. Fylgnistuðull milli GDS og DSST var 0,26 meðal karla og 0,29 meðal kvenna. Umræða: Vitræn skerðing var tvisvar sinnum al- gengari meðal kvenna í rannsóknarhópnum (70-85 ára). Skýringarnar geta verið margar. Ein er sú að heilabilun sé algengari meðal kvenna. Önnur er sú að karlar með skerta vitræna getu hafi fallið úr hópnum vegna annarra sjúkdóma. Einnig er mögu- leiki að minni menntun og fyrri störf kvenna komi fram í vitræna prófinu. Vitræn skerðing og hugsun- arhraði fylgjast að. Má því ætla að minnkandi hugs- unarhraði sé eitt af einkennum heilabilunar. Einnig fylgjast að vitræn skerðing og þunglyndiseinkenni. Fylgnin minnkar eftir því sem vitræna skerðingin eykst, enda er GDS ekki talið nothæft meðal þeirra sem eru vitrænt skertir. Þunglyndi og hugsunar- hraði fylgjast einnig að og má því ætla að minnk- andi hugsunarhraði sé einnig eitt af einkennum þunglyndis. E-68. Langvinn nýrnabilun í íslenskum börnum Hanna Dís Margeirsdóttir*, Magnús Böðvars- son**, Páll Ásmundsson**, Viðar Eðvarðsson* Frá *Barnaspítala Hringsins, **lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga algengi, nýgengi, orsakir og afdrif íslenskra barna, á aldrinum 0-18 ára, með langvinna nýma- bilun á árunum 1980-1996. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk athugun á sjúkraskýrslum barna sem greindust með nýrnasjúkdóma á Landspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 1980-1996. Langvinn nýrnabilun var skilgreind sem gaukulsíunarhraði (GFR) undir 70 ml/mín/l,73m2 (Schwarts formúla). Af 800 börnum með nýrnasjúkdóma reyndust 36 hafa langvinna nýrnabilun; 18 stúlkur og 18 drengir. Niðurstöður: Nýgengi var 0-5,3/100.000 börn á ári (miðgildi 2,5) og algengi: 7,6-21,8/100.000 börn á ári (miðgildi 17). Helstu orsakir voru arf- gengir nýrnasjúkdómar 43% (n=16), reflux nephropathy 17% (n=6), hypo-/dysplasia 17% (n=6) og annað 21% (n=8). Nýrnaígræðsla var framkvæmd hjá 17 sjúklingum, þar af tvisvar hjá tveimur. Skilun var gerð hjá 15 sjúklingum, 13 þeirra fengu ígrætt nýra. Atta sjúklingar með lang- vinna nýrnabilun hafa ekki náð lokastigs nýmabil- un og hal'a því enn ekki þurft á skilun eða ígræðslu að halda. Níu sjúklingar, fæddir með lokastigs nýrnasjúkdóm, fengu líknandi meðferð og létust skömmu eftir fæðingu. Alyktanir: Samkvæmt okkar niðurstöðum virð- ist langvinn nýrnabilun í börnum vera algengari á Islandi en í öðrum vestrænum löndum. Hluti skýr- ingarinnar kann að felast í því að níu börn, sem öll fæddust með langvinna nýrnabilun og létust á fyrstu þremur mánuðum ævinnar, voru tekin með í rannsóknina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.