Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 66
58 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 (p<0,001). Fyrir tilkomu cýklósporíns (1984) var gerð 21 ígræðsla (þrjár frá lifandi gjöfum og 18 ná- nýru) og var eins árs lifun græðlings 57,1% og fimm ára lifun 42,9%. Eftir að cýklósporín kom til sögunnar voru gerðar 80 ígræðslur (47 úr lifandi gjöfum og 33 nánýru) og var eins árs lifun græðlings 83,5% og fimm ára lifun 74,5%. Munur- inn á fimm ára lifun fyrir og eftir cýklósporín var marktækur (p=0,0023). Ályktanir: Árangur nýrnaígræðslu er sambæri- legur við það sem gerist meðal nágrannaþjóða. Ár- angur hefur batnað verulega og skýrist það af til- komu cýklósporíns og vaxandi hlutdeild lifandi gjafa. Sú staðreynd að ígræðsluaðgerðin er fram- kvæmd erlendis virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á aðgengi að þessari meðferð og árangur hennar. E-71. Taka skíðishvalir inn vatn úr sjó með húðinni? Mattliías Kjeld Frá rannsóknastofu Landspítalans í efnameina- frœði, Rannsóknastofunni í Domus Medica Lítið er vitað um hvali enda um þá mikið rifist. Þeir eru sjávarspendýr, úthafsdýr og vegna sér- stæðra lífshátta sinna mjög frábrugðnir spendýrum á landi. Þetta á einkum við um skíðishvalina (Myst- iceti), sem státa af stærstu skepnum jarðar fyrr og síðar, steypireyðinni (Balaenoptera musculus) og langreyðinni (Balaenoptera physalus), en sá fyrr- nefndi getur verið vel yfir 100 tonn að þyngd og yfir en 30 metra langur. Þessi dýr ala allan sinn aldur í sjó og lifa nær ein- göngu á svifkrabbadýrum sem eru næstum eins sölt og sjórinn sem þau synda í en hann hefur þrisvar sinnum meiri saltstyrk en spendýrablóð. Hvernig geta þau lifað án nokkurs aðgangs að fersku vatni? Þetta hafa menn reynt að skýra með því að benda á að dýrin hafi öfluga nýrnastarfsemi, að þau hafi enga svitakirtla og að þau framleiði mikið af meta- bólísku vatni. Þetta eru tæpast nógu góðar skýringr ar og hafa aldrei verið prófaðar í þessum dýrum enda dýrin ekki beint meðfærileg. Við birtum hér niðurstöður mælinga okkar á styrk kreatíníns og saltjóna í þvagi og blóði lang- reyða sem veiðst hafa við strendur landsins. Kreatínínstyrkur í þvaginu reyndist benda til um 1200 lítra þvagútskilnaðar á sólarhring. Natríum- styrkurinn í þvaginu var að meðaltali um 62% af Na-styrk sjávar og klóríð um 55%. Niðurstöðurnar benda því til þess að hvalurinn þurfi verulegt magn af ósöltu vatni til þess að skila frá sér þessu þvagi. Metabólískt vatn dugar hvergi til. Innihald meltingarvegarins hafði lægri saltstyrk en blóðið í langreyðinni en hún er talinn taka til sín um 1000 kg af fæðu á dag. Tilraunir hafa sýnt að vatn getur borist inn í gegn um húð lítilla tannhvala en natríum ekki. Húð hvalanna er frábrugðin húð landspendýra enda sífellt í snertingu við sjó. Hún er æðarik og virðist í sífelldri endurnýjun, næm fyrir þurrki. Niðurstöður okkar sýnast samræmast þeim möguleika að skíðishvalir geti tekið inn vatn úr sjó gegnum húð sína eða drukkið sjó og útskilið salt- jónir með einhverjum hætti. Síðari möguleikinn er ólíklegri vegna málmjóna eins og t.d. Mg+* sem er mjög hátt í sjó eða 54 mmól/L. E-72. Köfnunarefnisoxíð er hækkað í út- öndunarlofti sjúklinga með heilkenni Sjögrens Dóra Lúðvíksdóttir*, Christer Janson*, Björn Guðbjörnsson**, Marianne Högmann***, Eyþór Björnsson*, Sigríður Valtýsdóttir**, Hans Heden- ström***, Per Venge****, Gunnar Boman* Frá *lungna- og ofnœmisdeild, **gigtardeild, rannsóknarstofum i ***lífeðlis- og ****meinefna- frœði Akademiska sjúkrahúsinu Uppsölum Inngangur: Loftvegaeinkenni eru algeng hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens. Köfnunarefn- isoxíð (NO) er aukið í útöndunarlofti sjúklinga með ýmsa bólgusjúkdóma í lungum, meðal annars astma. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort sjúklingar með heilkenni Sjögrens hefðu hækkað köfnunarefnisoxíð í útöndunarlofti og kanna tengsl þess við loftvegaeinkenni, auðreitni öndunarfæra og bólguþætti í blóði. Efniviður og aðferðir: Köfnunarefnisoxíð var mælt þrívegis með „chemiluminescence" aðferð hjá 18 sjúklingum með heilkenni Sjögrens og 13 frískum einstaklingum. Auðreitni öndunarfæra var mæld með metakolinprófi og blóðgildi „myeloper- oxidase" (MPO), „human neutrophil lipocalin“ (HNL), „eosinophil cationic protein" (ECP) og „eosinophil peroxidase" (EPO) rnæld. Niðurstöður: Köfnunarefnisoxíð í útöndunar- lofti var marktækt hækkað hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens borið saman við viðmiðunar- hópinn (147+82 vs. 88±52 nL mín-1) (meðalgildi + SD) (p=0,04). Jákvæð fylgni var milli köfnunarefn- isoxíðs og aldurs (r=0,52; p=0,006) og HNL í sermi (r=0,46; p=0,01). Engin marktæk tengsl voru milli köfnunarefnisoxíðs og loftvegaeinkenna, auðreitni öndunarfæra eða MPO, ECP eða EPO í sermi. Já- kvæð fylgni var milli loftveigaeinkenna og ECP (r=0,65; p=0,003) og EPO (r=0,62; p=0,004) í sermi. Ályktanir: Sjúklingar með heilkennni Sjögrens hafa hækkað köfnunarefnisoxíð í útöndunarlofti.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.