Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 65 Inngangur: Seinkuð magatæming (gastropares- is) er vel þekkt vandamál hjá einstaklingum með sykursýki. Það hefur verið deilt um samband maga- tæmingar við hversu lengi sykursýkin hefur varað, háan blóðsykur, blóðsykurstjórnun og aðra fylgi- kvilla (cardiovascular autonomic neuropathy). Ný rannsóknaraðferð, sem er í senn einföld og áhættu- lítil, gefur nú möguleika til að rannsaka þetta sam- band nánar. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna magatæmimgu hjá sjúklingum með týpu 1 og týpu 2 sykursýki og hvort samband er á milli blóðsykur- stjórnunar og magatæmingar annars vegar og melt- ingarónota og magatæmingar hins vegar. Efniviður og aðferðir: Athugaðir verða 30 sjúk- lingar með sykursýki, 15 með týpu 1 og 15 með týpu 2. Farið verður í sjúkrasögu og við skoðun mun BMI verða reiknað, sinaviðbrögð, titringsskyn metið og nákvæm taugaleiðnimæling framkvæmd. Stöðluðum rannsóknum verður beitt til þess að meta áhrif á ósjálfráða taugakerfið og stjórnun þess á hjartslátt og blóðþrýsting. Gerðar verða maga- tæmingarrannsóknir með hvarfefninu '3C-octanoic- sýru og mælt hlutfall UC/'2C samsætanna í útöndun- arlofti, skráð sem DOB (Delta Over Baseline) með ljósgleypnimæli. Almennar blóðrannsóknir verða gerðar auk fastandi blóðsykur og HbAu. Niðurstöð- ur rannsóknanna verða síðan bornar saman við klínískt mat á sjúklingunum. Tölfræðilegir útreikn- ingar verða gerðir á niðurstöðum. Niðurstöður: Nú hafa verið framkvæmdar rann- sóknir á fjórum sjúklingum, 62 til 69 ára, einni konu 69 ára og þremur körlum 62 til 67 ára. Þeir hafa haft sykursýki í 12 til 41 ár, meðaltal 27,8 ár. Stjórnun á blóðsykri hefur verið misjöfn, staðfest með breytilegum HbAu gildum. Einkenni um sker- ta starfsemi ósjálfráða taugakerfisins eru mismikil og virðast tengjast seinkaðri magatæmingu hjá sjúklingunum. Alyktanir: 1) Frumathugun þessi leiðir í ljós fylgni milli erfiðrar stjórnunar á blóðsykri, skertrar starfsemi ósjálfráða taugakerfisins og seinkaðrar magatæmingar. 2) Itarlegri niðurstöður rannsókna á öllum sjúklingunum verða kynntar. E-81. Áhrif Cyclooxygenasa 1 / Cyclooxygenasa 2 hemlunar á þarma. Samanburður á nímesúlíði og naproxen Hallgrímur Guðjónsson*, Bjarni Þjóðleifsson*, Einar Oddsson*, Aðalbjörg Gwmarsdóttir*, Helga Norland*, Fitzgerald D**, Murray F**, Shah A **, Ingvar Bjarnason*** Frá *Landspítalanum, **Beumont Hospital Dublin, ***Kings College Hospital London Inngangur: Aukaverkanir gigtarlyfja á þarma stafa aðallega af blokkun á cyclooxygenasa. Tvö is- oform eru til af CycloOXygenasa COX, annars vegar COXl sem er í flestum vefjum líkamans og hins vegar COX2 sem er í þeim frumum ónæmis- kerfisis sem framkalla bólgu. Lækningavirkni gigt- arlyfja stafar fyrst og fremst af COX2 blokkun en aukaverkanir af COXl blokkun. Nímesúlíð er nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX2 blokkun. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif nímesúlíð og naproxen á þarma hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með tví- blindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið 500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36 heilbrigðir ein- staklingar, 23 íslendingar og 13 írar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65 ára. Áverki á maga og skeifugörn var metinn með magaspeglun á með- ferðardegi 0 og 14. Slímhúðarbreytingar, (roði, blæðingar, fleiður og sár) voru mældar með „visu- al analogue scale“ (VAS) 0-150 mm. Áverki á mjó- girni var metinn á meðferðardegi 0 og 14 með mæl- ingu á calprotectini í hægðum. Niðurstöður: Áverki á maga og skeifugörn var marktækt minni (p<0,001 Mann Whitney test) hjá nímesúlíðhópi en naproxenhópi. Fleiðursár eru tal- inn veigamesti áverkinn og þar var mæling á VAS kvarða 10 mm í nímesúlíðhópi en 65 mm í naprox- enhópi. Calprotectin hækkaði úr 5,5 mg/L í 12,1 mg/L hjá naproxenhópi (p<0,001) en engin breyt- ing var hjá nímesúlíðhópi. Ályktanir: Nímesúlíð hefur mun minni auka- verkanir á þarma heldur en naproxen. Tíðni auka- verkana virðist vera í hlutfalli við COXl blokkun. Ef litið er sérstaklega á PGE2 og 6-keto PGFi. í magaslímhúð þá ætti tíðni aukaverkana af ní- mesúlíði í maga að vera 0,15 miðað við naproxen. (Sjá meðfylgjandi erindi: Áhrif nímesúlíð og naproxen á cyclooxygenasa efnahvörf). I þessari rannsókn er tíðni fleiðursára 0,16 í nímesúlíðhópi miðað við naproxenhóp. E-82. Áhrif nímesúlíð og naproxen á CycloOXygenasa (COX) efnahvörf hjá mönnum Hallgrímur Guðjónsson*, Bjarni Þjóðleifsson*, Einar Oddsson*, Aðalbjörg Gunnarsdóttir*, Helga Norland*, Fitzgerald D**, Murray F**~, Shah A**, Ingvar Bjarnason*** Frá *Landspítalanum, **Beumont Hospital Dublin, ***Kings College Hospital London Inngangur: Tvö isoform eru til af CycloOXy- genasa COX, annars vegar COX1 sem er í flestum vefjum líkamans og hins vegar COX2 sem er fyrst og fremst í þeim frumum ónæmiskerfisis sem fram- kalla bólgu. Lækningavirkni gigtarlyfja byggist á COX2 blokkun en aukaverkanir stafa af COXl

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.