Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 76
68 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 þessarar var að kanna reykingar meðal sjúklinga sem hafa þekktan kransæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið var allir sjúklingar sem greinst hafa með kransæðasjúk- dóm og búsettir voru í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sjúkdómsgreining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrsl- um Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi annars vegar og Heilsugæslunnar í Garðabæ hins vegar. Sjúk- lingarnir fengu spurningalista um meðferð, eftirlit og þekkingu þeirra á helstu áhættuþáttum kransæð- sjúkdóms. I spurningalistanum var meðal annars spurt um reykingavenjur. Sjúklingar voru skráðir í eftirfarandi greiningarflokka: I. hjartadrep, II. farið í kransæðaaðgerð, III. farið í kransæðaútvíkkun, IV. með hjartaöng. Niðurstöður: Af 533 einstaklingum, sem sam- kvæmt sjúkraskýrslum heilsugæslustöðvanna höfðu kransæðasjúkdóm, svöruðu 402 eða 75% spurningalistanum. Af þeim sem þátt tóku voru 59 (15%) sem enn reyktu. Um 29% þátttakenda kváð- ust aldrei hafa reykt, 56% höfðu reykt en voru hætt- ir reykingum, 3% reyktu sjaldnar en daglega og 12% reyktu daglega. Meðal þeirra sem fengið hafa hjartadrep reyktu tæp 16% daglega, 7% meðal þeirra sem hafa farið höfðu í kransæðaaðgerð, 17% meðal þeirra sem farið höfðu í kransæðaútvíkkun og meðal þeirra sem hafa hjartaöng reyktu 10% daglega. Tæplega 65% þeirra sem farið höfðu í kransæðaaðgerð höfðu reykt en voru hættir og 60% þeirra sem farið höfðu í kransæðaútvíkkun voru hættir reykingum. Alyktanir: Reykingar meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm eru mun fátíðari en almennt ger- ist í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir þessa staðreynd er ljóst að á meðan 15% sjúklinga með staðfestan kransæðasjúkdóm reykja er nauðsynlegt að herða enn baráttuna og bjóða sjúklingum sem eru í eftir- liti vegna kransæðasjúkdóms upp á aðstoð við að hætta reykingum. E-87. Kólesteróllækkandi lyfjameðferð meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm Emil L. Sigurðsson*,**, Jón Steinar Jónsson***, Guðmundur Þorgeirsson**** Frá *Heilsugœslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, **heimilislœknisfrœði HÍ, ***Heilsugœslunni í Garðabœ, ****lyflcekningadeild Landspítalans Inngangur: Hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóms. A síðustu árum hafa niðurstöður úr stórum klínískum rannsóknum staðfest mikilvægi þess að lækka kólesteról meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm. Leiðbeiningar um hvenær beita skuli kólesteróllækkandi lyfja- meðferð hafa verið gefnar út. Vitneskja um það hvernig þessi þekkingu er nýtt er afar takmörkuð. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna kóIesterQllækkandi lyfjameðferð meðal sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið voru allir sjúklingar sem greinst hafa með kransæðasjúk- dóm og búsettir voru í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sjúkdómsgreining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrsl- um Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi annars vegar og Heilsugæslunnar í Garðabæ hins vegar. Sjúk- lingarnir fengu spurningalista um meðferð, eftirlit og þekkingu þeirra á helstu áhættuþáttum krans- æðasjúkdóms. Sjúklingar voru skráðir í eftirfarandi greiningarflokka: I. hjartadrep, II. farið í kransæða- aðgerð, III. farið í kransæðaútvikkun, IV. með hjartaöng. Niðurstöður: Alls reyndust 533 einstaklingar hafa kransæðasjúkdóm, þar af tóku 402 (75%) þátt í rannsókninni. Meðalkólesterólgildi (SD) í hverj- um greiningarflokki var: I. 6,3 mmól/L (1,2); II. 5,9 mmól/L (1,2); III. 5,9 mmól/L (0,8) og IV. 6,5 mmól/L (1,3). Alls reyndist 91 (22%) einstaklingur á kólesteróllækkandi lyfjameðferð, 23% einstak- linga með hjartadrep, 37% þeirra sem farið höfðu í kransæðaaðgerð, 31% þeirra sem höfðu farið í kransæðaútvíkkun og 9% þeirra er höfðu hjartaöng voru á slfkri lyfjameðferð. Aðeins 25% sjúkling- anna kváðust þekkja kólesterólgildi sitt, 20% í flokki I, 43% í flokki II, 30% í flokki III og 15% í flokki IV. Af þeim sem voru á meðferð voru 80% með kólesterólgildi yfir 5 mmól/L. Ályktanir: Þrátt fyrir að mikilvægi þess að lækka kólesteról hjá einstaklingum með þekktan kransæðasjúkdóm sé vel þekkt virðist sem enn vanti talsvert á að þessi vitneskja sé nýtt sjúkling- um til hagsbóta. Gæðakönnun sem þessi hefur ótví- rætt gildi við að meta hvernig vísindalegri þekk- ingu er beitt við meðferð og eftirlit sjúklinga. E-88. Notkun magnyl og betahemlara meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm Emil L. Sigurðsson*,**, Jón Steinar Jónsson***, Guðmundur Þorgeirsson**** Frá *Heilsugœslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, **heimilislœknisfrœði HÍ, ***Heilsugœslunni í Garðabœ, ****lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Lyfjameðferð sjúklinga með kransæðasjúkdóm hefur tekið þó nokkrum breyt- ingum síðastliðna áratugi. Fram hafa komið niður- stöður stórra klínískra rannsókna eins og ISIS-II sem sýnt hafa fram á mikilvægi þess að nota ntagn- yl. Rannsóknir hafa ennfremur undirstrikað þýð- ingu þess að gefa sjúklingum sem fengið hafa hjartadrep betahemlara. Tilgangur þessarar rann-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.