Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 44

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 44
GUÐMUNDUR FRIÐJONSSON Á SANDI SEXTUG U R. Nú þegar Guðmundur Friðjónsson er sextugur, er það löngu orðið lýðum ljóst, að hann er einn í »ódauðlegu hersveitinni«. Þetta hefir ekki æfinlega verið viðurkennt siðan Guðmundur hóf að rita. Ein af æskuminningum mínum ■er sú, þegar »Kolskeggur« réðist á Ijóðabók Guðmundar »Úr heima- högum«, með svo miskunnarlausu Iasti og flugbeittu háði, að sjald- gæft er. Eg man eftir því, að Guð- mundur og Kolskeggur voru þá almennt umræðuefni þegar menn hittust. Marga heyrði eg þá segja, að Guðmundur myndi ekki lifa þetta af. Hann hefði hér fengið fullkomið rothögg. Guðmundur Friðjónsson: Kueðlingar. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, Rvík 1929. Verð heft kr. 7.50, Innbundin kr. 10.00. Þetta var þá. Nú er Guðmundur sextugur og það er svo langt frá því, að hann hafi fengið rothögg fyrir 27 árum, að þroski hans hefir verið jafn síðan, frá góðu um betra til hins bezta. Þetta er mikið sagt, en það er ekki ofsagt. Guðmundur á í fórum sínum þá hluti, sem eru í röð þess bezta í eigu íslenzkra bókmennta, bæði í bundnu máli og öbundnu. Dæmi þess, að lindir Guðmund- ar eru ekki þornaðar, er það, að hann sendir frá sér ljóðabók á sextugsafmælinu. Kallar hann þá bók Kveðlinga. Hér er hvorki rúm til að rita um Guðmund né þessa síðustu bók

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.