Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 34

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 34
224 Þegar ljósin slokknuðu. [Stefnir hefi séð. Björn hafði ótrúlegt lag á því, þótt honum sjálfum stykki ekki bros, að koma öðrum til að hlæja. Og í þetta sinn tókst hon- um óvenjulega vel. Hann klifraði upp á bekk og bríkur, reið á bit- unum eða las sig upp með annari hendinni og tók skarið af með hinni, til bragðbætis drap hann við og við ljósin, eða lét logandi skarið detta niður í hárið á einhverjum — í stuttu máli, hlát- urinn sauð niðri í söfnuðinum, við krakkarnir vorum alveg ærð, hláturinn spratt upp úr okkur, við hóstuðum og ræsktum okkur til þess að minna bæri á, en varð aðeins til þess að meira bar á ólát- unum. Présturinn og ræða hans, jólahelgin, allt annað en Björn á Gili var gleymt, eg vil ekki segja allir, en flestir í framkirkjunni horfðu á hann og grúfðu sig niður og titruðu og hristust af hlátri. Kirkjan var breytt í fullkomið skrípa-leikhús. Þegar Björn fann samúðina magnaðist hann stöð- ugt. Hann iðaði öllum öngum, heilt stórt kerti datt ofan á höf- uðið á Þórði gamla í Tunguhálsi, allt var að verða vitlaust. — i Þá skyndilega og alveg óvænt hrökk kirkjan opin. Hurðin gekk inn, hún slengdist opin, svo brak- aði í. Augnablik var dauðaþögn, jafnvel presturinn þagnaði. Svo kom ískaldur gustur inn alla kirkjuna, og iþríðarstrokan inn í miðja kirkju. Hvert einasta ljós nema fáein ljós innst í kirkjunni slokknuðu í einu. — Það var hálf- rökkur í kirkjunni og dauðaþögn. — Norðanstórhríðin var skollin á. Það var eins og allur söfnuður- inn, hvert mannsbarn í kirkjunni sæti höggdofa, það heyrðist ekki andardráttur, eg held enginn hafi andað, ekkert heyrðist nema lætin í storminum, jólagleðin, þessi einkennilega jólagleði safn- aðarins í Tungu, var horfin, ljósin voru öll slokknuð, dimmt og kalt og presturinn þagði. — En svo leið þessi einkennilega mínúta, eða hvað það var nú, meðhjálparinn'gekk fram kirkju- gólfið og lokaði kirkjunni. Björn á Gili náði sjer í eldspýtustokk og fór að kveikja á kertunum aftur. Enginn leit á hann, enda var nú ekkert annað að sjá en hæglátan alvarlegan mann, sem var að kveikja á kertum. Eg, barnið, fyltist einhverri óumræði- legri lotningu fyrir einhverju, einhverjum krafti sem er öllu meiri, krafti sem er meiri en orð fá lýst. Eg býst við að eldra fólk-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.