Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Blaðsíða 60
250
Friðarmálm.
[Stefnir
það er nefnt. En þarna er það nú
samt og heldur fundi árlega. í því
eru allar þjóðir heimsins — því að
það skiftir engu máli, hvort ein-
hverjar þjóðir þykjast vera utan
þess, eins og t. d. Bandaríkin —
og að málum þess starfa ágætis-
menn. Smáþjóðirnar geta nú í fyrsta
sinn látið til sín heyra um stór-
'málin, og það er ekki lítilsvert. —
Þjóðabandalagið á eitt afl, sem það
getur kallað til hjálpar, og það er
almenningsálitið í heiminum Það
getur talsvert stýrt því. Og í þeim
málum, sem ekki verður komið
fram nema með tilstyrk fjöldans, er
ekki svo litils virði að eiga að-
gang að eyrum hans. í þjóða-
bandalaginu starfa menn, sem þekkja
til fullnustu allar krókaleiðir stjórn-
málamanna og geta bent á þær.
Það er ómögulegt að fara eins
fram hjá vilja almennings eins og
áður. Það er mikill kostur, að þeir,
sem ófrið vilja hefja, verða nú að
finna nýjar leiðir til þess að æsa
upp vitleysuna og hermennskuæð-
ið. Ef guðirnir á Ólympsfjalli brosa
að þjóðabandalaginu, þá er það
víst, að æstustu þjóðernissinnar,
sem vilja landvinningastríð, og bol-
sjevikkar, sem vonast eftir heims-
byltingunni eftir næsta heimsstríð,
brosa ekki að því, heldur Ieggja á
það hatur af heilum hug.
Margt er því að vísu óbreytt frá
því er heimsstyrjöldin var hafin, og
margt, sem skyggir á friðarvonirnar.
En því verður ekki með réttu haldið
fram, sem Jules Cambon segir, að
»ekkert, sem máli skiftir, hafi breyzt«
í heiminum síðan ófriðurinn mikli
var háður.