Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Blaðsíða 42

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Blaðsíða 42
r 232 Amazón-landið. hann undir í viðskiftunum, lærði alla lésti og fórst með þeim hætti, eða hann réis öndverður við hinum aðiljanum og gerðist hættulegasti fjandmaður Barackistanna og tog- leðursleitaranna. Þessir menn hafa útrýmt heilum Indíánaflokkum. Við og við hafa verið að koma sögur og sagnir um ógurlega meðferð á Indíánum af hendi þessara kaup- sýslumanna. Margir af Indíánum etu líka ákaflega grimmir og illir við- ureignar. Sumir þeirra eru mannætur. En menn hefir greint á um það, hvort þeir hafi menn beinlínis til matar eða hvort ekki sé frekar um nokk- urskonar fórnarsið að ræða. En margir flokkar Indíána slátra mönn- um og eta þá, og er alls ekki einu sinni víst, að tilgangurinn sé sá sami hjá þeim öllum. Sumir flokk- arnir safna höfðum andstæðinganna, þurka þau eða herða og geyma sem sigurmerki. Þessum sið er ó- mögulegt að koma af, og hafa ríkin þó lagt dauðahegning við þessum sið. En það gengur seint fyrir stjórn- inni í Brasilíu að koma lögum yfir viltar þjóðir, sem búa um þetta torsótta óraflæmi, en samt er reynt að hafa einhver lög og lögreglu sem víðast. Eru hingað og þangað stöðvar eða smá vigi, og með því gerð tilraun að skapa friðsamt og [Stefnir löghlýðið fólk úr villimönnunum. En margir eru þeir, sem hafa litla trú á þessu og s]á enga aðra leið til þess að friða landið, en þá, að útrýma Indiánunum alveg. Það er einkennilegt ferðalag að fara með gufubát upp eftir Amazón- fljótinú, upp til Manaos og þaðan til Iquitos. í Manaos sýnist alt vera með venjulegu sniði, þegar horft er á það frá bryggjunum. Þar eru stór vörugeymsluhús, venjuleg hafn- artæki til upp- og útskipunar og loftbrautir til flutninga. Skamt frá gnæfir mikið og skrautlegt leikhús, dómhús og stjórnarhöll, alt bygg- ingar, sem reistar voru, þegar ó- sköpin hlupu í togleðursverzlunina. En ekki þarf annað en fara 20 mínútna ferð út úr bænum, þá tek- ur við landið, þar sem Jagúarinn leikur lausum hala og Alligatorinn í fljótinu. Bærinn er ekki nema eins og þunt leiktjald. Ef það er dregið frá, blasir við viltur hitabeltis gróð- urinn, frumskógurinn mikli, þar sem öskurapar hefja samsöngva sína, og villimenn liggja í leyni og þeyta baneitruðum flaugum úr blásturspípum sínum. Enn sem fyr er Amazón-landið óþekt og ósigrað landflæmi. Hvíti maðurinn stendur hikandi á þrösk- uldinum. Aðrir ráða hér ríkjum í þessu græna »viti«, og ekki sízt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.