Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Blaðsíða 46

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Blaðsíða 46
236 Guðmundur Friðjónsson. [Stefnir hans. En fljótlegur lestur færir þeg- ar heim sanninn um, að í þessari bók eru kvæði, sem enginn yrkir nema stór-skáld, magnaður að anda og orðagnótt, mjúkur eins og silki og hvass eins og stál. »Sendlingur« er átakanlegt lista- verk: • Sendlingur þðgull saltan reka skoppar, sullgarð í fjðru veður hann að knjám; upp undan brimi öðru hverju hoppar, umsvifafimur, búinn kufli grám. Aumingjanum litla við yztu Sval- voga er lýst með næmleik dýra- vinarins. En þó er þetta ekki nema ytri búningur, því að margur er »Sendlingurinn«, margur Sands- búandinn. Og spurningin er því stíluð jafnt til beggja: ......hví þá ekki leita héðan á brott á skini vermda strönd? Nógir eru staðirnir til, og þá ekki sízt Ameríka: Vilt ekki fara vestr að Kyrrahafi? Vildari kostir mundu þar í té. Hafmærin sú er hjartanleg i skrafi, horfir á land á sigræn aldintré. En undárlegt vald heldur báðum föstum á heimaslóðunum. Það afl þekkir Quðmundur vel og hefir lýst því hvað eftir annað. Þetta kvæði er ekkert einstakt í bókinni, en nefnt hér sem dæmi af handahófi. Sögukvæði yrkir Guðmundur enn. Það efni liggur vel við áhuga hans og meitlaða málfari. Hér yrkir hann t. d. um Erling Skjálgsson, mikið kvæði og frítt. Þar er þetta í — snemma: Hjá Erlingi á Sóla, er öðlast eg tóm, með a.ðdáun sezt ég við borð; því kynbálks míns tágaseig undirrót er í Austmanna vogskornu storð. Við máldrykkju hersis er mannrænu gott, því munngátið vængjar hvern hug. Við goðsagnafræði og gullbauga,tal kemst glaðværðin horska á flug. Hann yrkir líka um Melkorku konungsdóttur og ambátt, fagurt kvæði eins langt og það nær, en hann hefði mátt hafa það lengra án þess að lesandanum leiddist, og segja fleira af kongsdótturinni á Höskuldsstöðum. En mergjaðasta kvæðið í bókinni mun þó vera kvæðið um harð- stjórann, sem mun vera Lenin. Annars á það við alla harðstjóra og illa stjórnendur. Er eins og sjá megi Egil í Herðlu með »for- mála« sinn á hendur þeim Ei- ríki konungi og Gunnhildi, svo magni þrungið og ógnum hlaðið er kvæði þetta, en vit og málsnilld og leikni rímsins gefur því lit og línur, svo að seint mun mást. Get eg ekki stillt mig um að sýna hér tvö erindi úr niðurlagi kvæðisins. Þau eru þessi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.