Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 42

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 42
r 232 Amazón-landið. hann undir í viðskiftunum, lærði alla lésti og fórst með þeim hætti, eða hann réis öndverður við hinum aðiljanum og gerðist hættulegasti fjandmaður Barackistanna og tog- leðursleitaranna. Þessir menn hafa útrýmt heilum Indíánaflokkum. Við og við hafa verið að koma sögur og sagnir um ógurlega meðferð á Indíánum af hendi þessara kaup- sýslumanna. Margir af Indíánum etu líka ákaflega grimmir og illir við- ureignar. Sumir þeirra eru mannætur. En menn hefir greint á um það, hvort þeir hafi menn beinlínis til matar eða hvort ekki sé frekar um nokk- urskonar fórnarsið að ræða. En margir flokkar Indíána slátra mönn- um og eta þá, og er alls ekki einu sinni víst, að tilgangurinn sé sá sami hjá þeim öllum. Sumir flokk- arnir safna höfðum andstæðinganna, þurka þau eða herða og geyma sem sigurmerki. Þessum sið er ó- mögulegt að koma af, og hafa ríkin þó lagt dauðahegning við þessum sið. En það gengur seint fyrir stjórn- inni í Brasilíu að koma lögum yfir viltar þjóðir, sem búa um þetta torsótta óraflæmi, en samt er reynt að hafa einhver lög og lögreglu sem víðast. Eru hingað og þangað stöðvar eða smá vigi, og með því gerð tilraun að skapa friðsamt og [Stefnir löghlýðið fólk úr villimönnunum. En margir eru þeir, sem hafa litla trú á þessu og s]á enga aðra leið til þess að friða landið, en þá, að útrýma Indiánunum alveg. Það er einkennilegt ferðalag að fara með gufubát upp eftir Amazón- fljótinú, upp til Manaos og þaðan til Iquitos. í Manaos sýnist alt vera með venjulegu sniði, þegar horft er á það frá bryggjunum. Þar eru stór vörugeymsluhús, venjuleg hafn- artæki til upp- og útskipunar og loftbrautir til flutninga. Skamt frá gnæfir mikið og skrautlegt leikhús, dómhús og stjórnarhöll, alt bygg- ingar, sem reistar voru, þegar ó- sköpin hlupu í togleðursverzlunina. En ekki þarf annað en fara 20 mínútna ferð út úr bænum, þá tek- ur við landið, þar sem Jagúarinn leikur lausum hala og Alligatorinn í fljótinu. Bærinn er ekki nema eins og þunt leiktjald. Ef það er dregið frá, blasir við viltur hitabeltis gróð- urinn, frumskógurinn mikli, þar sem öskurapar hefja samsöngva sína, og villimenn liggja í leyni og þeyta baneitruðum flaugum úr blásturspípum sínum. Enn sem fyr er Amazón-landið óþekt og ósigrað landflæmi. Hvíti maðurinn stendur hikandi á þrösk- uldinum. Aðrir ráða hér ríkjum í þessu græna »viti«, og ekki sízt

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.