Sagnir - 01.10.1983, Page 29
Halldór Bjarnason:
Er sagnfræði nytsamleg?
Menn hafa réttlætt tilvist og iðkun sagn-
fræði á ýmsan hátt, öðrum hefur þótt það
óþarft. En það er ekki óeðlilegt að iðkend-
ur og unnendur sagnfræði reyni að réttlæta
tilvist hennar þegar sífellt eru gerðar meiri
kröfur til þess nú á tímum að öll iðja
manna sé arðberandi eða hafi ótvírætt
hagnýtt (praktískt) gildi.
Ætlunin er að drepa á nokkur atriði sem
menn telja gjarnan sagnfræði til gildis nú.
Fleiri mætti telja upp, en það verður ekki
gert hér. Naumast þarf að taka fram að lítil
heimildakönnun liggur að baki þessu grein-
arkorni. Það er vaxið upp úr einni spurn-
ingu sögukennsluhópsins og annar efni-
viður takmarkast af kunnugleika mínum.
Af hverju?
Mig langar fyrst að grípa niður í svar
Gísla Gunnarssonar varðandi réttlætingu
sagnfræðinnar, þar sem hann kemur einmitt
inn á það af hverju sagnfræðin þurfi að rétt-
læta tilvist sína:
Skýringin á því að sagnfræðingar þurfa að
réttlæta notagildi vísindagreinar sinnar liggur
í því að ákveðnir skoðana- og hagsmunahópar
hafa á reiðu kenningar um lausn samfélags-
vandamála sem eru óháðar tíma og rúmi og
skortir þá afstæðni, sem einkennir góða sagn-
fræði. Sumar félagsvísindagreinar eru á ýmsan
hátt andsögulegar í aðferðafræði og viður-
kenna lítið gildi breytileika eða afstæðni í tíma
og rúmi. Má hér nefna bæði sálfræði og hag-
fræði, en gagnrýni á báðar þessar greinar felst
í því að í þeim séu málin einfölduð um of og
síðan séu viðamiklar og oft flóknar kenningar
byggðar á einfölduðum grunni. Ýmsir aðilar
hafa þannig haldið því fram að mestöll sú
hagfræði, sem kennd er við vestræna háskóla,
sé lítils virði sem raunhæf skilgreiningaraðferð
á efnahagslífinu en þjóni hins vegar eigendum
kapítalsins álíka vel og miðaldaguðfræðin
þjónaði lénsherrunum.
Afstaðan gagnvart sagnfræðinni ræðst því
oft mjög af því hve mikið menn treysta á til-
vist algildra, óhjákvæmilegra lögmála til
lausnar á vandamálum samfélagsins; einnig
af því hvort þeir telja að fjölbreytileiki og
breytingar á ríkjandi samfélagsháttum séu
æskileg fyrirbæri.1
Ingi Sigurðsson rekur þetta til uppgangs
raunvísinda á þessari öld:
Þá hefur tækniþróunin átt mikinn hlut í
þeim umbyltingum á 20. öldinni, sem eiga
sinn þátt í kreppu þeirri, sem ríkt hefur í
hugvísindagreinum og í sagnfræðinni. A
slíkum tímum er ekki eins auðvelt og áður var
að leggja áherzlu á samhengið í sögunni,
heimsmyndin hefur breytzt og hugmynda-
fræði þar með; á miklum breytingatímum er
gömlu gildismati varpað fyrir róða. Einnig
hefur sú glæsta þróun, sem óneitanlega hefur
orðið innan raungreina - hvað sem mönnum
annars finnst um þær afleiðingar, sem þessi
þróun hefur haft - ýtt undir það viðhorf, að
leggja skuli strangan hagnýtingarmælikvarða
á hugvísindagreinar og átt þátt í því að hrekja
hugvísindin í varnaraðstöðu um sinn.2
Að mínu áliti er þessi spurning um „nyt-
27