Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 45

Sagnir - 01.10.1983, Síða 45
Eftir Sighvat hefur varðveist meira og persónulegra söguefni en önnur íslensk skáld fyrir ritöld. Ólafur kóngur neitaði upphaflega að hlýða kvæðum hans af því að skáldamálið var njörfað goðafræði. Sig- hvatur breytti orðfæri kvæðanna og fleytti hirðskáldskapnum yfir menningarbylting- una miklu, sem sigldi í kjölfar kristninnar. Pegar ritöld hófst, gerðust sum hirð- skáldin rithöfundar óg felldu kvæðin inn í frásagnir sem eru ærið vafasamar að heim- ildagildi. Mikilvægustu athafnir manna eru jafnan tengdar samskiptum þeirra við annað fólk og mestur íslenskra skálda hefur án efa verið Sighvatur; tímamótaskýrsla hans heitir Bersöglisvísur, en með þeim breytti hann ungum og hvatvísum kóngi í Magnús góða. Mestur rithöfundur meðal hirðskálda og stórmenna í utanríkisþjónustu fslendinga var Snorri Sturluson, sem samdi m.a. kennslubók í máli hirðskálda, Snorra- Eddu. íslensk sagnfræði á miðöldum var mótuð af hlutleysisstefnu goðaveldisins og stendur djúpum rótum í hirðskáldskapn- um. Utanríkismál hafa jafnan verið upp- spretta mikilla tíðinda. Lendir menn og álfurstar íslendingar þekktu lönd og ríki frá Mikla- garði til Vínlands á 10. og 11. öld. Þeir voru í Væringjaliði keisarans og hirðum konunga á Norðurlöndum, voru þar jafnvel stallarar, en gátu sér einkum orð sem skáld og fróð- leiksmenn. Þeir þekktu víða til laga og stjórntækni eins og Hallur Þórarinsson í Haukadal, einn af heimildarmönnum Ara fróða. Hann græddi fé á verslun í félagi við Ólaf digra, og „var honum kunnugt um konungríki hans“, segir Snorri í formála Heimskringlu. Hann sáröfundaði Ara af heimildarmanninum, en á vegum Ólafs konungs var heill her íslendinga, að sögn Adams frá Brimum, eins og áður greindi. Frægt er í frásögnum að hinn valdagráð- ugi og ævintýraþyrsti Ólafur kóngur sendi erindreka, Þórarinn Nefjólfsson, með boð- Slytta Christophers Borch (1817-1896) af Snorra Sturlusyni. „Mestur rithöfundur meðal hirðskálda og stórmenna í utanrikisþjónustu íslendinga var Snorri Sturluson, sem samdi m.a. kennslubók í máli hirðskálda, Snorra-Eddu." skap til alþingis. Snorri kveður Þórarinn hafa flutt kveðju kóngs og þau skilaboð að hann „vill vera yðar drottinn, ef þér viljið vera hans þegnar, en hvorir annarra vinir og fulltingismenn til allra góðra hluta“.27) Þá fylgdi það kveðjunni að Ólafur vildi þiggja Grímsey að gjöf af Norðlendingum. Snorri er einn til frásagnar um þau erindi sem Þórarinn Nefjólfsson flutti íslend- ingum í nafni konungs, nema ein forn vísa er til um Grímseyjarmálin.28' Það er löngu ljóst að þau erindi, sem Snorri skyldi sjálfur reka fyrir höfðingja Noregs eftir að hann kom út 1220, voru hliðstæð þeim sem Þórar- inn flutti 200 árum áður, enda kom Snorri engu „við landsmenn áleiðis“.29) Landvarnarræða Einars Þveræings var samin af Snorra Sturlusyni, sem hafði á sínum tíma persónulegar ástæður til að 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.