Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 4
Bréf til lesenda
í ár mætum viö til leiks hress aö vanda. Sagnir standa nú á
traustum grunni fimm ágætra árganga og tímaritið hefur
eflst við hverja raun.
Stefnubreytingin sem varö meö útgáfu síðasta árgangs
tókst vel þegar á heildina er litið og þaö fór sem marga
grunaði að áhugi reyndist vera á sögulegu efni í nýjum
búningi. Því þótti fyllsta ástæða til að halda áfram á sömu
braut.
í ár ertímaritið að mestu helgaðtveimurmeginefnum. Þar
er fyrst að nefna greinar þar sem litið er á árin milli stríða frá
ólíkum hliðum og er óhætt að segja að fjölbreytnin sitji í
fyrirrúmi. í annan stað eru óskabarni íslands, sóma, sverði
og skildi gerð skil í einum sex greinum.
Sú tíð er vonandi liðin að aðstandendur Sagna þurfi að
biðja lesendur um að sjá í gegnum fingur sér með dapur-
legt útlit og dauflega uppsetningu. Sagnfræðinemar hafa
enn lagt sig fram við að gera hugverk sín læsileg og að-
gengileg og vonum við að lesendur njóti þeirra vel, nú sem
áður.
Að lokum viljum við þakka öllum sem komið hafa við sögu
tímaritsins í ár en sérstakar þakkir fá þeir Björn Th. Björns-
son, listfræðingur, fyrir ráðgjöf við hönnun forsíðu, og Hall-
dór J. Jónsson, forstöðumaður Ijósmyndadeildar Þjóð-
minjasafns, fyrir ómetanlega aðstoð við öflun mynda í ritið.
Ritnefnd
SAGNIR
© 1985 Félag sagnfræðinema við Háskóla Islands. -Öll réttindi áskilin.
Greinar sem birtast í þessu tímariti má eigi afrita með neinum hætti, svo sem Ijósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á
annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi höfundar.
Ritnefnd Sagna 1985:
Agnes Siggerður Arnórsdóttir, Eggert Þór Bernharðsson, Eiríkur K. Björnsson, LáraÁgústaÓlafsdóttir, ÓlafurÁsgeirs-
son, Ragnheiður Mósesdóttir, Ríkharður H. Friðriksson, Sigríður Sigurðardóttir, Sumarliði ísleifsson (ábm.), Valdimar
Unnar Valdimarsson.