Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 9

Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 9
VESTURGATA 30 Fjölskyldan Guðmundur Gíslason var fæddur á Vatnsleysu í Biskupstungum 8. apríl 1876. Foreldrar hans voru þau Þórdís Ásmundardóttir frá Sandlæk í Eystrihreppi og Gísli Matthíasson frá Miðfelli í Hrunamannahreppi. Guðmundur átti þrjú systkini en tvö þeirra dóu á unga aldri. Að auki átti hann eina uppeldissystur. Tíu ára gamall fluttist Guðmundur ásamt foreldrum sínum að Felli í sömu sveit. Þar bjuggu þau Gísli og Þórdís í tólf ár eða þangað til þau fluttust til Reykjavíkur 1898. Tveim- ur árum áður hafði Guðmundur haldið til höfuðstaðarins til náms í smíðum, þá tvítugur að aldri. Hann var við nám hjá Steindóri Jónssyni húsasmíðameistara á Klapparstíg 29 á árunum 1896-1900. Eftir nám- ið stundaði hann um tveggja ára skeið húsasmíðar í Reykjavík. Rétt fyrir aldamótin réðst Margrét Gísladóttir í vist hjá Steindóri Jóns- syni og með þeim Guðmundi tókust brátt ágæt kynni. Margrét var fædd 4. febrúar 1878 á Lambastöðum í Hraungerðishreppi í Flóa. Hún var dóttir Gísla Gíslasonar frá Vatns- holti í Villingaholtshreppi og Sess- elju Jónsdóttur frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi. Margrét var ein þriggja systkina. Vistin hjá Steindóri var erfið og til marks um það má nefna að Stein- dór sendi Margréti þrjú sumur vest- ur í Dali í kaupavinnu. Að hausti runnu launin til húsbóndans eins og þá tíðkaðist en Margrét naut aldrei afraksturs erfiðis síns. Árið 1902 giftust þau Margrét og Guðmundur. Þá hafði Guðmundur hafið störf hjá Slippfélaginu í Reykjavík sem skipasmiður en þar átti hann eftir að starfa æ síðan eða ellt til ársins 1954. Sama ár og þau Guðmundur og Margrét giftust keyptu foreldrar Guðmundar austurenda hússins við Vesturgötu 30. Húsið var byggt 1885 og var fyrstu árin einlyft. Síðar var annarri hæðinni bætt við og í því horfi keyptu þau Gísli og Þórdís það. Húsinu fylgdi ágæt lóð með stórum matjurtagarði og nokkrum útihúsum sem voru notuð sem geymslur og verkstæði. Að auki til- heyrði lóðinni kálgarður og stakk- stæði niðri við Slipp. Eftir giftinguna fluttust þau Guð- mundur og Margrét á Vesturgötu 30 og þar bjuggu þau allan sinn bú- skap, fyrst í sambýli við foreldra Guðmundar, systur og uppeldis- systur hans, en síðar ein ásamt börnum sínum. Guðmundur keypti húsið af móður sinni nokkru áður en hún dó 1921, en Gísli faðir hans lést 1904 eða 6 árum eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur. Anna Ólafs- dóttir, uppeldissystir Guðmundar, fluttist alfarin til Danmerkur árið 1921. Þau Guðmundur og Margrét eignuðust fjögur börn. Sesselja fæddist 1903, Þórdís 1905, Gísli 1915 og Haraldur 1917. Systurnar báðar eru dánar en bræðurnir, Har- aldurog Gísli, búaenn á Vesturgötu 30. Við smíðar í Slippnum Á árunum frá aldamótum og allt fram til 1930 hófst starfsdagur Guð- mundar kl. 6 að morgni og stóð til kl. 6 að kvöldi. Stuttir kaffitímar voru teknir kl. 9 á morgnana og kl. 3 á daginn. Kaffið fékk Guðmundur sent niður í Slipp eða þangað sem hann var að vinna hverju sinni. Matartíminn var frá kl. 12 til 1 heima á Vesturgötu. Unnið var alla daga vikunnar nema sunnudaga. Aðalstarfið fór fram í Slippnum sjálfum og vann Guðmundur bæði viðskipaviðgerðirog nýsmíðar. Það kom fyrir að skipasmiðirnir væru sendir td. inn í Gufunes í Eiðsvík- ina en þar lágu kútterarnir oft í ver- tíðarlok og biðu þar sumir viðgerð- ar. Ef svo stóð á að Guðmundur væri sendur í slíkan leiðangur kom hann ekki heim til sín nema um helgar en tók þess í stað með sér skrínukost og svaf í lúkari skipanna, ásamt öðrum er að verkinu unnu. Þess má geta að þegar Slippur- inn var byggður munu hafa verið hér Hjónin Margrét Gísladóttirog GuðmundurGíslason árið 1930. SAGNIR 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.