Sagnir - 01.04.1985, Page 11
VESTURGATA 30
nærföt frá hvirfli til ilja og sokka. Ull-
in var aö mestu leyti unnin á heimil-
inu.
Fyrstu búskaparár þeirra hjóna
fór Margrét inn í þvottalaugar meö
þvottinn. Lagt var af staö í býtiö á
morgnana og komið heim þegar
líöa tók á daginn. Til flutninganna
var notaöur handvagn. Þetta þótti
bæði erfitt og lýjandi starf. Þegar
líða tók á 20. öldina var fengin sér-
stök þvottakona til aö sjá um þvott-
inn. Á Vesturgötu 30 var hins vegar
ekkert þvottahús og því varð fjöl-
skyldan að fá aðstööu hjá nágrönn-
um til þvotta en fyrir hana var greidd
ein króna í hvert skipti.
Óhætt er aö fullyröa að störf Mar-
grétar hafi verið margvísleg, eink-
um ef tekið er tillit til þess hve þæg-
indi öll voru takmörkuð fyrstu ára-
tugina eöa nánast engin á nútíma
mælikvarða. Sem dæmi má nefna
að eldað var á kolaeldavél og raf-
magn kom í húsið árið 1923. Kalda
vatnið var leitt í húsið um 1910 og í
kjölfar þess kom frárennsli skolps-
ins. Vatnssalerni kom ekki fyrr en í
kringum 1940. Fram að þeim tíma
var notast við útikamar sem stóð
norðan við húsið. Gas var lagt í hús-
ið árið 1928.
Þrátt fyrir lítil þægindi leið fjöl-
skyldan aldrei skort, en hafði nóg að
bíta og brenna. Það byggðist mest á
því hve örugga atvinnu Guðmundur
hafði því nærallt árið.
Börnin
Ekki er það ofsögum sagt að börn
þeirra hjóna hafi haft nóg fyrir stafni
á bernsku- og æskuárum sínum.
Vettvangur leikja þeirra var næsta
nágrenni heimilisins og skólans,
Slippurinn, fjörurnar og Örfirisey. í
tengslum við skólann hafði Tjörnin
aðdráttarafl.
Systurnar gengu í Barnaskóla
^eykjavíkur frá 10 til 14 ára aldurs.
Eftir skólagönguna starfaði Sess-
e|ja í Laugavegsapóteki en tók
síðan til við kjólasaum heima við
eftir pöntun. Sesselja þótti sérlega
lagin saumakona og hafði því nóg
að gera.
Þórdís vann bæði við fiskvinnu og
á straustofu Þvottahúss Reykjavik-
ur. Báðar héldu þær systur til Dan-
merkur, Sesselja á árunum 1927-
29, þar sem hún lærði kjólasaum í
Silkihúsinu í Kaupmannahöfn. Þór-
dís dvaldist hins vegar í Danmörku
á árunum 1929-31. Fyrst var hún í
vist hjá dönskum stórkaupmanni en
vann síðan í strauhúsi danska ríkis-
spítalans.
Þeir bræður, Gísli og Haraldur,
gengu báðir í Barnaskóla Reykja-
víkur, Gísli á árunum 1925-1929.
Hann var því tíu ára gamall er hann
hóf skólagöngu sína en hafði þó
áður verið í tímakennslu í tvö ár.
Haraldur byrjaði 8 ára í barnaskól-
anum sama ár og Gísli og var þar
allt til ársins 1931. Áður hafði hann
verið eitt ár í skóla ísleifs Jónsson-
ar. Gísli átti einnig að sækja þann
skóla en var þar aðeins eina viku
vegna veikinda.
Báðir voru þeir bræður í sveit á
sumrin, Gísli á árunum 1925-1929
og Haraldur fyrst tvö sumur árin
1928 og 1929 en seinna var hann
sumarið 1933 í kaupavinnu hjá
Magnúsi Þorlákssyni á Blikastöðum
í Mosfellssveit.
Þannig var í stuttu máli saga fjöl-
skyldunnar fram til ársins 1930. En
áður en frásögnin af fjórða áratugn-
um hefst verður að gera grein fyrir
heimildarmönnum, þeim bræðrum
Gísla og Haraldi. Báðir eru skýrir og
greinargóðir menn og áhugasamir
um þjóðlegan fróðleik eins og ýmsir
jafnaldrar þeirra. Báðir hafa þeir alið
því nær allan sinn aldur á Vestur-
götunni og gjörþekkja því sögusvið-
ið: eykur það á traustleik heimildar-
manna. Þá verður að geta þess að
Haraldur mældi upp híbýli og hús-
muni og vann þá teikningu sem
grein þessari fylgir.
Hvundags á
fjórða áratugnum
Fjölskyldan á Vesturgötu 30 tók
daginn snemma. Þau hjón Guð-
mundur og Margrét risu úr rekkju á
Bræðurnir Haraldur og Gísli Guðmundssynir árið 1921. Myndin er tekin íportinu á
Vesturgötu 30. i baksýn er vesturbær Hlíðarhúsa, síðasti bærinn í röð gömlu
bæjanna á þessum slóðum. í hvita húsinu, sem sést glitta í til vinstri, var
fiskverkun Helga Zoéga.
SAGNIR 9