Sagnir - 01.04.1985, Page 14

Sagnir - 01.04.1985, Page 14
VESTURGATA 30 áratugnum keyptu þeir bræöur blöð þjóðernissinna, ísland og Ákær- una. Fyrsta sumarleyfið, sem Guð- mundur fékk um ævina, var árið 1936 en þá notaði hann tækifærið og fór ásamt sonum sínum í einnar viku tjaldferð til Þingvalla. Eftir það fékk hann sumarleyfi á hverju ári í samræmi við gildandi samninga milli atvinnurekenda og launþega. Þess má geta að ef menn misstu dag úr vinnu vegna veikinda eða af öðrum orsökum var það dregið frá sumarleyfi þeirra. Áður hafði Mar- grét hins vegar nokkrum sinnum brugðið sér í frí til vinafólks síns austur í Biskupstungum og tók þá yfirleitt eitthvað af börnum sínum með sér. Þá varð Guðmundur eftir í Reykjavík vegna vinnu sinnar. Gaman og alvara Áður hefur verið greint frá ströngu námi og starfi þeirra Gísla og Har- alds. Með því er ekki allt upp talið því að þeir tóku þátt í fjölbreyttu fé- lagsstarfi. Báðir voru þeir í fimleik- um, glímu, á skíðum og síðast en ekki síst í fótbolta í K.R. Gísli keppti í K.R. allt frá 1928 til 1940. Haraldur byrjaði hins vegar 1931, fyrst í yngri flokkum félagsins en síðar í meist- araflokki frá 1936 til 1947. Mikill tími fór í íþróttaiðkanir og félagsstarfið kringum þær. Árið 1934 stofnuðu þeir bræður ásamt fleiri ungum mönnum, Flokk þjóðernissinna, sem í daglegu tali gekk undir nafninu Nasistaflokkur- inn. Þessir ungu menn slitu sig úr tengslum við flokk sem bar nafnið Þjóðernishreyfing íslendinga. Nas- istaflokkurinn var í alla staði róttæk- ari en hann og ungu mennirnir sættu sig illa við linkind eldri mann- anna í Þjóðernishreyfingunni. Þeir bræður töldu að Nasistaflokkurinn hefði þó fyrst og fremst verið stofn- aður sem andsvar við uppgangi kommúnista í Reykjavík. Gísli og Haraldur voru sammála um að þeir hefðu tekið réttan pól í hæðina þegar þeir stóðu að stofnun Flokks þjóðernissinna og unnu að markmiðum hans. Á fjórða áratugn- um eyddu þeir miklum tíma í starf meðal flokksbræðra sinna, bæði beint og óbeint. Þar kom til útgáfa blaða, undirbúningur funda og" kappræðna, fjöldagöngur, söfnun styrktarfjár o.sfrv. Þá tóku flokks- bræður sig til og fóru í fjallgöngur, hjólreiðatúra eða styttri gönguferðir um bæinn. Yfirleitt héldu flokks- menn vel hópinn. Af þessu má sjá að þeir bræður hafa tekið þátt í starfi flokksins af lífi og sál. Þess má geta að þeir Gísli og Haraldurvoru áskrá hjá breska setuliðinu eins og margir félagar þeirra. Þegar leið að lokum áratugarins dró mjög úr félagsskap nasista í Reykjavík. Sneru þeir bræður sér þá í æ ríkara mæli að störfum innan iðnfélags síns, Sveinafélags skipa- smiða. Báðir sátu í stjórn þess. Um tíma var Haraldur formaður félags- ins. Það vekur athygli hve virkar tóm- stundir þeirra bræðra hafa verið. Þegar tekið er tillit til mjög langs vinnutíma á þessum árum er óhætt að fullyrða að hver mínúta hefur verið nýtt. í föstum skorðum Hér að framan hefur verið farið nokkrum orðum um lifnaðarhætti fjölskyldunnar að Vesturgötu 30, fólks sem lifði reglubundnu lífi, lífi án stórkostlegra sviptinga. Margt er það þó sem athygli vekur í fari fjöl- skyldunnar. Heimilið var rétt 50m2 að stærð og fyrir bragðið hafa þrengslin mótað allt líf hennar. Inn- anstokksmunir voru fábreyttir og aðeins það nauðsynlegasta rúmað- ist á heimilinu. Svefnherbergi fólks- ins var þar jafnframt stofa. Annarra kosta var ekki völ. Margir urðu að vera þar í hverju herbergi. Þægindi öll voru takmörkuð eins og víða í Reykjavík á þessum tíma. Þar má nefna að heimilismenn höfðu ekki aðgang að vatnssalerni, baðher- bergi eða þvottahúsi. í umfjöllun manna um fjórða ára- tuginn gætir oft þeirrar tilhneigingar að mála ástand kreppuáranna mjög dökkum litum. Mönnum verður eðli- lega tíðrætt um atvinnuleysið, hús- næðisskortinn og erfiðleikana í efnahagsmálunum. Hittgleymist oft að fjölda fólks tókst að sneiða hjá kreppunni að mestu leyti. Það gilti um þá sem fasta atvinnu höfðu. Ljóst er að fjölskyldan á Vesturgötu 30 átti síst erfiðara með að fram- fleyta sér á fjórða áratuginum en áratugina á undan. Heimilismenn liðu aldrei skort en þurftu að gæta ýtrustu sparsemi og aðhalds í fjár- málum. Árvekni, vinnusemi og nýtni hefur verið öllu þessu fólki í blóð borin. Vinnudagurinn var langur en það kom ekki í veg fyrir að menn gætu lyft sér upp á stundum, hver með sínum hætti. Fleira mætti nefna sem vert væri að gefa gaum. Hins vegar má ekki gleyma því að þessi fjölskyldurann- sókn býður ekki upp á víðtækar ályktanir af neinu tagi þar sem úr- takið er lítið og mynd sú, sem dregin hefur verið upp af fjölskyldunni, mjög jákvæð. Hins vegar ætti frá- sögnin að veita nokkra hugmynd um hvernig lífi fólks var háttað í Reykjavík á fyrstu áratugum aldar- innar, fólks sem bjó í eigin húsnæði og hafði fasta vinnu. Heimildir Ólafur B. Ólafsson: ,.Slippfélagið í Reykjavík 50 ára“, Akranes, 4,- 6. tölublað 1953. SigurðurG. Magnússon: ,,Borgara- legir híbýlahættir í Reykjavík 1930-1940“. B.A.-ritgerð í sagn- fræði, heimspekideild Háskóla íslands, 1984 (óprentuð). Viðtöl: Gísli Guðmundsson og Har- aldur Guðmundsson við höfund í mars og apríl 1984. 12 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.