Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 16

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 16
BJARNABORG Inn við Vitatorg, í útjaðri Reykjavíkur, var hlaðinn geysi- stór grunnur árið 1901. Hann vakti mikla athygli bæjar- búa. Ári seinna reis þarna fyrsta fjölbýlishús landsins, kennt við smiðinn Bjarna snikkara. Húsið var eins og heil borg í augum þeirra sem sáu það rísa. Fjöldi leiguíbúða kom þarna á markaðinn á einu bretti. í manntölum sést að fjölskyldur víða að, úr öllum þjóðfélagsstéttum, fluttu inn. Fyrstu árin dvaldist fólkið fremur stutt í húsinu. Leigjendur komu og fóru og húsið gekk kaupum og söl- um. Árið 1916, fjórtán árum eftir að húsið var byggt, keypti Reykjavíkurbær það og leigði fólki í húsnæðis- hraki. Fólkið sem þá flutti inn, kom til að setjast að; og margt bjó þar í tugi ára. Daglaunamenn, fiskvinnslu- konur, sjómenn, lausafólk og iðnaðarmenn voru þar á meðal. Systur tvær, Magdalena og Margrét Oddsdætur, fluttu í Bjarnaborg árið 1916, þá sjö og fjögurra ára gaml- ar og bjuggu þartil ársins 1930. Þærrifjuðu uppæskuárin í Bjarnaborg og fræddu okkur um mannlíf og lifnaðar- hætti þar. Af frásögn þeirra má kynnast brekum barn- anna og daglegu amstri fullorðna fólksins, sem setti svip á þessa miklu byggingu sem iðaði af lífi. Meistarastykki Bjarna snikkara Bjarni Jónsson snikkari, timbur- kaupmaður, fátækrafulltrúi og dannebrogsmaður, var afar af- kastamikill húsasmiður. Talið er að hagn hafi byggt að minnsta kosti 140 hús, flest í Reykjavík. Bjarni náði efnum á skömmum tíma eftir að hann fór að byggja yfir fólk, sem flykktist á mölina úr öllum lands- hornum. Hann var einn af mörgum í hinni uppvaxandi iðnaðarmanna- stétt landsins. Árin 1901-2 rættist draumur smiðsins, er hann reisti sér minnisvarða með stórhýsinu Bjarnaborg, sem hann byggði eftir eigin teikningu og fyrir eigin reikn- ing.1 Bjarni leigði íbúðirnar í tvö ár, eða þangað til hann seldi húsið árið 1904.2 Húsið þótti stórt á þess tíma mælikvarða. Það var tvær hæðir, kjallari og ris. Teikning Bjarna var sérstök og skipulagið frábrugðið íbúðum eins og við þekkjum í dag. Sameiginleg notkun var mikil og allt rými gjörnýtt. Jafnvel stigarnir upp á efri hæðina voru snarbrattir, svipað- ir skipsstigum og fór lítið fyrir þeim. Þeir lágu beint frá útidyrunum upp í eldhúsið. Húsinu var skipt niður í nokkurs konar einingar frekar en íbúðir. Á árunum milli stríða var al- gengt að ein til tvær fjölskyldur byggju í hverri íbúð sem var þrjú herbergi, tvö búr og eitt eldhús. í risinu voru aðeins leigð stök her- bergi og til að komast þangað var farið upp um brattan stiga og lúgu í hverju eldhúsi á efri hæðinni. Þann- ig nýttist rýmið sem frekast var unnt. Það var ekki venja í þá daga að hafa salerni innandyra og byggði Bjarni kamrana við norðurenda hússins. Magdalena og Margrét3 sögðu að krakkarnir hefðu oft verið dauðhræddir að paufast þangað með kertaljós í myrkrinu og kuldan- um á kvöldin. Bjarnaborg var byggð í útjaðri bæjarins og því langt að sækja vatn. Bjarni leysti þann vanda með því að grafa sérstakan brunn fyrir íbúana austan við húsið.4 Árið 1909 leysti vatnsveitan brunninn af hólmi, og þegar Magdalena og Margrét mundu fyrst eftir honum var hann að hluta til samanfallinn og því hættu- legur börnum. Þess vegna var fyllt upp í hann. Þótt Bjarnaborgarbúar hafi notið þeirrar sérstöðu að fá brunn í hlað- varpann, sátu þeirviðsamaborð og aðrir Reykvíkingar varðandi lýs- ingu. Fyrir tíma rafmagnsins voru Magdalena M. Oddsdóttir (f. 1909) og Margrét D. Oddsdóttir (f. 1912). Þessar systur ólust upp í Bjarnaborg og eru heimildamenn okkar um lífiö í húsinu á uppvaxtarárum sínum þar, 1916-30. Þaareru Reykvíkingar í beinan kventegg i marga ættlidi. 14 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.