Sagnir - 01.04.1985, Síða 17
BJARNABORG
Bjarni Jónsson snikkari (1859-1915).
Hann var ættadur úr Mosfellssveit og
ólst þar upp í mikilli fátækt. Hjá fööur
sínum komst hann i kynni við gull-,
silfur- og koparsmíðar, auk þess sem
hann vann almenn bústörf. Eftir
nokkurra ára vinnumennsku réðst
hann ísnikkaranám til Reykjavíkurog
útskrifaðist með sveinspróf árið 1886.
Hann stundaði mublu-, glugga- og
hurðasmiðar að vetrum, en húsbygg-
ingar á sumrin og óx fiskur um hrygg.
Árið 1902 keypti hann sér borgara-
bréf og gerðist athafnasamur mjög.
Árið 1907 var hann gerður að danne-
brogsmanni og skreytir hann sig orð-
unni á þessari mynd. Eftir 1909 fór
heldurað halla undan fæti hjá Bjarna,
hann hafði færstofmikið í fang. Hann
lést 56 ára að aldri eftir langvarandi
veikindi, slyppur og snauður.
olíulampar mest notaðir innandyra,
en úti voru gasluktir á hverju götu-
horni og var ein þeirra á suðurstafni
Bjarnaborgar. Magdalenu og Mar-
gréti var það minnisstætt þegar raf-
magnið kom í Bjarnaborg í kringum
1922, og Ijósin voru kveikt í fyrsta
skipti. Allir íbúarnir höfðu keppst við
að kaupa sér fallegar Ijósakrónur,
sem þeir kveiktu á, og fóru út á torg
til að sjá Ijósadýrðina. Stolt Bjarna
snikkara Ijómaði við Vitatorgið, sem
var þéttskipað fólki, því Bjarnaborg
himaði ótrúlegan mannfjölda.
Þétt setið
á leigumarkaðinum
Þegar Reykjavíkurbær keypti
Bjarnaborg árið 1916, fékk Fá-
tækranefnd hana til ráðstöfunar5 og
veitti fólki í húsnæðisvandræðum.
Margir íbúar fengu húsaleigustyrk
fyrstu árin, en fáir voru á fátækra-
styrk.6 Smám saman féll húsaleigu-
styrkurinn niður eftir því sem fólk
kom undir sig fótunum.
Magdalena og Margrét fluttu inn í
Bjarnaborg fyrsta árið sem bærinn
átti húsið. Guðrún Gísladóttir,
mamma þeirra, stóð þá uppi hús-
næðislaus með fimm börn. Odd
Guðmundsson, mann sinn, hafði
hún misst skömmu áður, en hann
var sjómaður. íbúðina fékk hún ekki
leigða nema sýna með einhverju
móti fram á, að þau gætu séð fyrir
sér. Þá varð það til ráða að amma
stelpnanna, Magdalena Margrét
Sigurðardóttir, og Þorbjörg Gísla-
dóttir, móðursystir þeirra, fluttu inn
með þeim og fyrirvinnunum fjölgaði.
Þau fengu tvö herbergi og deildu
eldhúsi með konu nokkurri og
þremur börnum hennar, en þau
voru í þriðja herberginu. Þetta var
algeng skipting, því fjölskyldurnar
voru oft jafn margar herbergjunum.7
Frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar
og næstu tvo áratugi á eftir var
mannmergðin mest í Bjarnaborg.
Fólkinu fjölgaði jafnt og þétt á með-
an húsið var á frjálsum leigumark-
aði og 1917, ári eftir að Fátækra-
nefnd fékk það í hendur, náði íbúa-
fjöldinn hámarki með 168 manns.8
Til marks um þrengslin má nefna að
grunnflötur hverrar hæðar er sam-
tals um það bil 270 fermetrar,9 sem
líkja má við stórt einbýlishús í dag.
Það gæti samsvarað því að þar
byggju 50-60 manns. Enda var al-
gengt að fleiri en einn svæfu í hverju
rúmi. Systurnar Magdalena og Mar-
grét mundu eftir tólf manna fjöl-
skyldu sem bjó í tveimur herbergj-
SAGNIR 15