Sagnir - 01.04.1985, Page 20

Sagnir - 01.04.1985, Page 20
BJARNABORG Saltfiskvinna Bjarnaborgarkvenna. Kveldúlfsstakkstædið neðan við Bjarnaborg með útsýni norður yfir Faxaflóa. Húsið Hraunprýði er til hægri á myndinni. Þarna unnu margar konur úr Bjarnaborg, og er móðir Magdalenu og Margrétar önnur frá hægri. fjöru var mörg ferðin farin með strigapoka til að birgja sig upp af rekaspýtum. Þannig var allt nýtt sem að gagni kom í eldinn. Það þurfti að halda vel á spöðun- um og vera nýtinn í heimilishaldinu til að endar næðu saman. Yfirleitt tókst það. Allir lögðu sitt af mörkum og börnin áttu drjúgan þátt í að draga til heimilisins. En hvernig leið fólkinu í þessari barnaborg? Andinn í húsinu Krökkunum fannst gaman að eiga heima í þessu barnmarga húsi. Það fór þó ekki hjá því að þeir yrðu varir við að litið væri niður á þá fyrir að búa þar. Húsnæðið var ágætt, en þarna bjó eignalaust fólk. Bjarna- borgarkrakkarnir stóðu löngum í stríði við krakkana á Lindargötunni og Vitastígnum. En það var lenska meðal krakkahópa yfirleitt að standa í götu- og hverfaerjum. Engu að síður var það álit margra í Reykjavík að það væri neikvætt að búa í Bjarnaborg, einkum vegna þess að þar bjó fátækt fólk. Syst- urnar Magdalena og Margrét sögðu að bærinn hefði samt flokkað sitt fólk. Vandræðafólki hefði síður ver- ið veitt húsnæði í Bjarnaborg og því heldur komið fyrir í Pólunum. Bjarnaborgarbúar unnu almennt fyrir sér við sambærileg störf og ná- grannar þeirra, en þeir sem áttu eignir litu fremur niður á þá sem ekkert áttu. Hvort sem þetta viðhorf hefur þjappað fólkinu saman eða ekki, var mikil samstaða í húsinu. Þar bjuggu þó stöku sérvitringar og aðrir sem ekki náðist samvinna við. Bjarna- borg var að sumu leyti heimur út af fyrir sig. Það var lítill innbyrðis mun- ur á heimilunum, svipaður efna- hagur og mikil samskipti milli íbú- anna. Til marks um það voru kon- urnar í stigaganginum þar sem Magdalena og Margrét áttu heima. Þær hjálpuðust mikið að þegar þurfti. Þær hittust alltaf reglulega í eldhúsinu hjá Guðrúnu mömmu þeirra systrana. Það var farið að kalla þær „eldhúskonurnar11. Þær keyptu saman eitt Morgunblaö og lásu upphátt úr því fyrir hverja aðra. Oft komu mjög spennandi neðan- málssögur og mundu systurnar eftir einni um sjóræningjann Kaptein Blús. Myndin um kappann kom stuttu seinna í bíó og þá fóru þær allar að sjá hana. Eitt sinn var frétt í Morgunblaö- inu þess efnis að yfir Reykjavík ætti að ganga halastjarna. Guðlaug, gömul kona í húsinu, heyrði þetta þegar það var lesið upp og varð yfir sig hrædd. Hún átti ekkert nema fletið sem hún svaf í og koffort undir föt og dót. Um kvöldið neitaði hún að hátta sig og settist á koffortið. Halastjarnan átti að fara yfir um nóttina og blaðið hafði talað um að enginn vissi hvað gæti gerst; heimsendir eða að fólk jafnvel kast- aðist út af jörðinni. Sambýliskona Guðlaugar sagði að hún skyldi bara hátta, en sú gamla kvað það af og frá; sagðist nú ætla að láta hana vita það, að hún færi nú ekki að klæða sig í druslur af öðrum á annarri stjörnu. Stundum lásu konurnar líka bæk- ur saman á kvöldin. Þegar Bréf til Láru kom út fengu eldhúskonurnar hana lánaða og skemmtu sér vel yfir henni. Eldhúsið var aðalsamkomu- staðurinn og systrunum fannst ósköp notalegt að vita af þeim öllum þar sælum og ánægðum. Krakkarnir sváfu á meðan kon- urnar spjölluðu á kvöldin. Þeir fóru snemma á fætur á morgnana og voru í leikjum úti þegar tími gafst til. Innileikir voru nær engir; þrengslin voru svo mikil. Krakkarnir sóttu lítið út fyrir næsta nágrenni Bjarnaborg- ar í frístundum. Mörg þeirra fóru þó stundum á stúkufundi og skemmt- anir þeim tengdum. Einu sinni á Stofa í Bjarnaborg. Guðrún Gisladóttir, móðir Magdalenu og Margrétar, istof- unni á heimili þeirra i Bjarnaborg. Þessum dreng, Ingvari Ágústssyni, kenndi hún lestur. Hann bjó lika i hús- inu. 18 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.