Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 25
FÉLAGSHYGGJA OG FRELSISÁST
róg um fjárhag Sambandsins og
ásakanir í garö Hallgríms Kristins-
sonar, bæði utanlands sem innan.8
Fullyrðingar Sambandsstjórnarinn-
ar um þetta virðast hafa átt við ein-
hver rök að styðjast, þó ekki finnist
merki þeirra í Reykjavíkurblöðun-
um. í Timanum 26. mars 1921 var
td. haft eftir samvinnumanni á Aust-
urlandi, að þar gengju þær sögur
fjöllum hærra að Sambandið væri
að fara á höfuðið. í blaðinu sagði að
slíkar sögur hefðu verið bornar út
um allt land. Einnig var nefnt að
ásakanirnar hefðu ekki komið fram í
blöðum andstæðinganna, heldur
verið breiddar út manna á meðal.9
Samvinnulöggjöf
Vorið 1921 samþykkti alþingi lög
um samvinnufélög. Samkvæmt lög-
unum var aðgangur að samvinnu-
félögum öllum frjáls, allir félags-
menn báru sameiginlega ábyrgð á
öllum fjárreiðum hvers félags og at-
kvæðisréttur var jafn. Um úrsögn úr
samvinnufélögum gilti að félags-
maður eða bú hans að honum látn-
um átti að bera ábyrgð á skuldbind-
ingum félagsins næstu tvö árin.
Samvinnufélög áttu að greiða fast-
eignaskatta og útsvar af ágóða
vegna viðskipta við utanfélags-
menn en samkvæmt lögum um
tekju- og eignaskatt, sem einnig
voru sett á alþingi 1921, var arður er
samvinnufélög greiddu félags-
mönnum sínum í árslok undanþeg-
in skatti.10
Mjög lítið var rætt um frumvarpið
á þinginu. Auk framsóknarmanna
naut það stuðnings flestra sjálf-
stæðismanna þversum og eldri
heimastjórnarmanna. Aðrir þing-
menn létu málið að mestu afskipta-
iaust, utan Jón Þorláksson. Gagn-
Þ/ndi hann einkum hve vítt sam-
vinnufélög væru skilgreind, því litla
öreytingu þyrfti að gera á lögum
hlutafélaga, svo þau gætu talist
samvinnufélög. Taldi hann þetta
hættulegt vegna þeirra hlunninda
sem þau nytu. í öðru lagi gagnrýndi
Jón skattaákvæðin og taldi að verið
væri að skipta á lítilfjörlegum fast-
eignaskatti fyrir sveitaútsvar. Taldi
Jón eðlilegra að samvinnufélög
greiddu sama útsvar og umboðs-
og heildsölur.11
Nokkuð var skrifað í Reykjavíkur-
blöðin um samvinnulögin og lögðu
andstæðingar samvinnumanna
áherslu á, að vegna skattfríðinda
samvinnufélaga væri tæpast um
samkeppni á jafnréttisgrundvelli
að ræða. Félagsmenn væru látnir
ganga í ábyrgð á öllum skuldum fé-
laganna og út á þessar ábyrgðir
hefðu Sambandið og kaupfélögin
fengið lán eftir þörfum upp á milljón-
ir króna.12
Á Akureyri voru samvinnulögin
olía á þann ófriðareld er fyrir var.
Gekk þetta svo langt að á aðalfundi
Sambandsins í júnílok 1921 var
skipuð sérstök nefnd til að rannsaka
reikninga Sambandsins og stöðu
þess. Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að ekkert væri hæft í ,,rógi
þeim og kviksögum, er gengið hafa
víða um land um það, að Samband-
ið væri að fara á höfuðið.“ Staða
þess væri eins góð og vænta mætti
miðað við þá erfiðleika, sem steðj-
uðu að atvinnulífi í landinu. And-
stæðingarnir töldu þetta hins vegar
kattarþvott af hálfu Sambandsins.13
Morgunblaðið lögsótt
í ársbyrjun 1922 dóu deilurnar í Ak-
ureyrarblöðunum að mestu út. Um
vorið tók aftur á móti að hitna veru-
lega í koiunum í Reykjavík. Ástæð-
an var sú að landskjör átti að fara
fram í júlímánuði.
í marsbyrjun skrifaði Garðar
Gíslason stórkaupmaður grein í
Morgunblaöid þar sem hann deildi
mjög á Sambandið. Taldi hann það
einn af þeim steinum er stjórnvöld
hefðu lagt í götu kaupmanna og að
samvinnustefnan hefði hnekkt ís-
lenskri verslunarstétt. Sambands-
félögin hefðu fengið sérstaka laga-
Jón Þorláksson. Hann var eini alþing-
ismadurinn sem beitti sér að ein-
hverju ráði gegn lögum um sam-
vinnufélög árið 1921.
vernd, sérréttindi, skattfrelsi og vild-
arkjör í viðskiptum við Landsversl-
un og Landsbankann. Sambandið
væri orðið hringur kaupfélaga í
landinu, sem teldi sig ríki í ríkinu,
bæði viðskiptalega og pólitískt séð.
Aðalgallinn væri þó
sameiginlega ábyrgðin á skulda-
viðjurnar, samfara ábyrgðarleysi
þeirra, sem ráðsmenskuna hafa
á hendi.... Bændaverslun verð-
ur að standa jafnfætis annarri
verslun í landinu, að hlíta sömu
lögum, annaðhvort sem pöntun-
arfjelög innan sveita, eða hluta-
fjelög með takmarkaðri ábyrgð.14
Greinilegt er af grein Garðars að
hann taldi Sambandið höfuðóvin
verslunarstéttarinnar.
Gagnrýni á samvinnufélögin
beindist ma. að því að þau hefðu í
hyggju að kljúfa þjóðina í flokka eftir
því hvort verslað var við kaupmenn
eða kaupfélög. Bent var á tengsl-
in við Framsóknarflokkinn og að
bændum væri att gegn kaupmönn-
um og þeim er lifðu af sjávarútvegi.
Sambandið hefði beinlínis verið
stofnað til „skuldaverslunar í stór-
um stíl með ógreiðanlegri sam-
ábyrgðarflækju, sem á að ná lands-
SAGNIR 23