Sagnir - 01.04.1985, Side 27

Sagnir - 01.04.1985, Side 27
FÉLAGSHYGGJA OG FRELSISÁST Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann svaraöi Birni Kristjánssyni og Verzlunarólag- inu fullum hálsi. manna í Reykjavík, er skip þaö er flutti bækling Björns upp í Borgar- nes kom aftur til Reykjavíkur. Með því fékk einn af eigendum Tim- ans eintak af Borgarnessupplaginu. Skömmu síðar bárust þær fregnir frá ísafirði að Verzlunarólagid væri komið þangað. Tímamenn brugðu hart við og ákveðið var að gefa út aukablað Timans. Jónas Jónsson frá Hriflu segir svo frá því: ,,Sama blýið í setjaravél Actaprentsmiðju, sem var að kólna úr pésa Björns, tók nú á sig nýja mynd, og varð að fyrstu tilkynningu um laumuspilið.“21 Daginn eftir kom aukablaðið út og fór með sömu póstferð út um land °9 það sem eftir var af bæklingi Björns. I aukablaðinu gerði Jónas ráð fyrir að tilgangurinn með Verzlun- drólaginu væri sá, að gera fjár- hag kaupfélaganna tortryggilegan. Björn hefði valið haustkauptíðina til aö spilla fyrir verslun við kaupfélög- ln og bæklingnum hefði verið laum- að út, svo samvinnumenn gætu ekki svarað honum fyrr en efni hans hefði haft sín áhrif. Jónas vék einnig aö Persónulegum högum Björns: Hann er með ríkustu mönnum landsins.... Fyrir nokkrum árum kom B.Kr. (Björn Kristjánssonj til þingsins, sagðist vera öreigi, og bað um ellistyrk. Menn trúðu hon- um þá. Hann hefir síðan fengið um og yfir 8000 Kr. á ári i öreiga- framfærslu.... Bændurnir sem hafa búið með tekjuhalla, þótt lítill sé á kauþmannagjaldþrotsvísu, nú í 2-3 ár, gefa þessum öreiga 8000 Kr. á ári af fátækt sinni. Nú vill hann launa þeim með þeirri fræðslu, að þeir séu skuldugir og fátækir.... Mun Björn Kristjáns- son sannsögulli um verslunar- málin í laumupésa sínum nú, en á Alþingi forðum, er hann gaf sjálf- um sér öreigavottorðið, innan um þingheim allan, sem vissi fullvel hvað klukkan sló?22 Með öreigastyrknum átti Jónas við eftirlaun Björns Kristjánssonar, er hann fékk eftir að hann lét af ráð- herraembætti að eigin ósk 23 Andstæðingar samvinnumanna litu öðrum augum á silfrið. í íslend- ingi var bæklingurinn sagður stilli- lega ritaður og öfgalaus og íhugun- arefni öllum skynibornum mönnum. Morgunblaöiö taldi bæklinginn þarfa bók og lofaði hann mjög.24 Samvinnumönnum kom til hugar að höfða mál gegn Birni en ekkert varð úr því. Var talið að þá myndi Björn lögsækja þá Jónas Jónsson, Tryggva og Jónas Þorbergsson, vegna skrifa þeirra í sinn garð. Um málshöfðunina hafði Hallgrímur Kristinsson þetta að segja: „Sumir hér vilja líta þannig á, að Björn sé svo auvirðileg persóna, að það verði honum til upphefðar að virða hann svo mikils, að fara í mál við hann.“25 Brugðið var á það ráð að gefa út sérstakt hefti af Tímariti íslenskra samvinnufélaga tileinkað barátt- unni gegn Verzlunarólaginu. Var þar ritgerð eftir Pál Jónsson, kenn- ara á Hvanneyri, og grein eftir Jón- as Þorbergsson, en hún hafði áður birst í Degi. í ritgerð sinni skýrði Páll svo frátilurð Verzlunarólagsins-. ýmsir kaupmenn, einkum sumir stórsalar í Rvík, skoða það [ Sam- bandið] sem varg í sinni veiði- stöð. Þeim þykir það vera komið of nærri sér. Þeir þykjast eiga þessa atvinnu og vera sjálfkjörnir forráðamenn bænda í viðskiftum þeirra utanlands og innan. Það munu vera tildrögin til laumupés- ans, hinna látlausu ofsókna kaupmanna á hendur Samband- inu og annara samvinnufélaga landsins,.. .26 Jónas Þorbergsson taldi tilganginn með Verzlunarólaginu þann að tortryggja verslunarfyrirtæki bænda í augum lánastofnana bæði inn- lendra og erlendra. í Tímaritinu var einnig birt vottorð endurskoðenda Sambandsins um skipti þess við Landsverslun og yfirlýsingar tveggja lögfræðinga um að hægt væri að segja sig úr Sambandinu 27 Björn Kristjánsson lögsóttur Björn Kristjánsson gaf út annan bækling rétt fyrir jólin 1922 og nefndist hann Svar til Tímarits Hallgrímur Kristinsson, forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga 1915- 1923. SAGNIR 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.