Sagnir - 01.04.1985, Page 32
ALÞYÐULEIÐTOGI OG AFTURHALD
kunnugt um af reynslu sinni á þingi
aö bændaþingmennirnir voru al-
mennt óbilgjarnari gagnvart verka-
lýösflokkunum en kollegar þeirra.12
Hafði hann þó ákaflega gott dæmi
um hvernig atvinnustaða manna
mótar viöhorf þeirra til þjóðmála,
þar sem var Jörundur Brynjólfsson.
Hann var fyrsti þingmaður Alþýðu-
flokksins og var reyndar með hálfan
hugann uppi í sveit eins og fleiri
framámenn í flokknum. En eftir að
hann hóf búskap og fór á þing fyrir
Framsóknarflokkinn, varð Jörundur
eitilharður í andstöðu sinni gegn
vexti bæjanna. Gekk hann svo langt
1931 að leggja til að Reykvíkingum
yrði bannað að leigja utanbæjar-
mönnum húsnæði. Valdboði skyldi
beitt til að hamla gegn þróun at-
vinnuveganna.13
Fljótlega eftir stofnun Alþýðu-
flokksins tók þó að brydda á öðrum
skilningi á vanda verkafólks. Mætti
benda á að Alþýdubladiö birti
greinarárið 1919 þarsem deilt vará
sérréttindi landbúnaðar gagnvart
sjávarútvegi og bent á að slæm
staða útvegsins kæmi niður á laun-
um verkafólks.14 Ólafur Friðriksson
var ritstjóri Alþýöublaösins um
þetta leyti og er líklegt að hann hafi
átt hlut að máli. Héðinn Valdimars-
son var þó ákveðnastur fulltrúi
þeirra afla í flokknum er vildu draga
úr veldi bænda og knýja á um fram-
kvæmdir í bæjunum. Héðinn lýsti
skoðunum sínum og annarra fræði-
lega þenkjandi sósíaldemókrata í
Skírni 1925. Þar segir að iðnvæð-
ing sé óumflýjanleg og jafnframt
æskileg, enda fráleitt að gera sér
vonir um að hægt sé að velta tímans
hjóli til baka, eins og bændur og
smáborgarar stefni að.15 Og á
sama þingi og Jón Baldvinsson
lagði fram nýbýlafrumvarp sitt 1927,
viðhafði Héðinn þessi orð, er járn-
brautarlögin og virkjun Urriðafoss í
Þjórsá var til umræðu: ,,... ég er
því fylgjandi, að nýir atvinnuvegir
kæmu inn í landið ... Ef hér kæmi
fossavirkjun og stóriðja þróaðist, þá
mundi ekki leiða svo litla atvinnu af
því. “16
Hér var bersýnilega litið til gagn-
stæðra átta um þróun atvinnuveg-
anna og í raun merkilegt að jafn ólík
viðhorf skyldu rúmast í sama
flokknum. En liðsmenn hans toguð-
ust á milli hinna gagnstæðu póla og
gekk á ýmsu.
Vinsamlegt hlutleysi
Þegar Alþýðuflokkurinn ákvað að
veita stjórn Framsóknarflokksins
hlutleysi 1927 varð hinn þjóðlegi
armur hans greinilega ofaná. Flokk-
ur verkamanna studdi stjórn sem
reri að því öllum árum að efla
Síldarlöndun á Siglufirði á fjórða áratugnum. Vélvæðing sjávarútvegsins ruddi brautina fyrir nútímasamfélagið á íslandi.
30 SAGNIR